Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2014 | 08:00

GR: Ingi Rúnar tekur við afreksstarfinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur

Undanfarin átta ár hafa Golfklúbbur Reykjavíkur og Progolf ehf. átt í samstarfi um rekstur Bása og íþróttastarf klúbbsins.  Nú í haust var gert samkomulag um lok samstarfsins og tók  Golfklúbbur Reykjavíkur yfir rekstur Bása og íþróttastarfsins. Nú hafa þrír þjálfarar verið ráðnir til starfa fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. David Barnwell, PGA þjálfari, yfirþjálfari barna- og unglingastarfs. Ingi Rúnar Gíslason, PGA þjálfari, yfirþjálfari meistaraflokka. Snorri Páll Ólafsson, nemandi á lokaári PGA skólans, ungmennaleiðtogi. Golfklúbbur Reykjavíkur er afar ánægður með þann hóp sem hefur tekið að sér að leiða íþróttastarfið inn í framtíðina.  Starfið er afar fjölbreytt og umfangsmikið.  Mikil gróska er í barna- og unglingastarfinu  þar sem unnið er að kynningu golfíþróttarinnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 20:00

Jólarapp frá Bubba Watson

„It’s a bird, it’s a plane, it’s Bubba Claus!“ Þetta er laglína í nýju jólarapp-myndskeiði, þar sem bandaríska sleggjan Bubba Watson leikur aðalhlutverkið. Sem stendur er hann nr. 4 á heimslistanum. Já, Golf Boys-inn og Masters meistarinn í ár, Bubba Watson er búinn að gefa út nýtt tónlistarmyndband! Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Gunnarsson – 17. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Gunnarsson. Gunnar Þór er fæddur 17. desember 1964  og á því 50 ára stórafmæli í dag! Gunnar Þór er í Golf- klúbbi Reykjavíkur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Rocco Mediate, 17. desember 1962 (52 ára ); Tim Clark, 17. desember 1975 (39 ára);  Tracey Boyes, 17. desember 1981 (33 árs) ….. og ….. Hafdís Alda (17 ára  Afrekskylfingur í GK og klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki. Sjá má viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR:  ) Anton Helgi Guðjónsson (21 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 10:00

Sam Torrance ósáttur við ummæli Nick Faldo um Sergio Garcia

Sam Torrance, aðstoðarfyrirliði liðs Evrópu nú í ár er meira en lítið ósáttur við ummæli Nick Faldo um Sergio Garcia, þegar sá lék með sigurliði Evrópu gegn Bandaríkjunum á Gleneagles. Hann hefir m.a. kallað Faldo Asshole í enskum fjölmiðlum þ.e. algjöran fávita. Faldo sagði að sér hefði fundist Garcia algjörlega gagnslaus í Ryder bikars liði sínu, 1999, þegar hann var fyrirliði, en lið Evrópu tapaði þeirri viðureign við lið Bandaríkjanna. Garcia hefir sjálfur sagt að hann sé tilbúinn að fyrirgefa og gleyma þessu, en Torrance er ekki á því. „Að segja þetta í miðri Ryder bikarskeppni, hvað var þess fáviti að hugsa? sagði Torrance í viðtali í Bunkered magazine. „Viðbrögðin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2014 | 08:00

LET: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hefja leik á lokaúrtökumótinu í dag – Fylgist með á skortöflu hér

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru meðal 133 keppenda í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó í dag, sem keppa um sæti á Evrópumótaröð kvenna. Mótið stendur dagana 17.-21. desember 2014. Keppendur eru margir hverjir miklir reynsluboltar og meirihlutinn hefir spilað á Evrópumótaröðinni áður. Á lokaúrtökumótinu eru spilaðar 90 holur á bæði Al Maaden og Amelkis golfvöllunum og lokahringurinn verður spilaður á Al Maaden vellinum. Eftir 72 holur er skorið niður og efstu 60 fá að spila um 30 laus sæti á Evrópumótaröð kvenna (í flokk 8a), hinar sem verða í sætum 31-60 fá takmarkaðan spilarétt á LET (flokkur 9b). Aðrir sem þátt taka fá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 17:00

GK: Skötuveisla á Þorláksmessu

Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.desember 2014 til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra komna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í jólaskapið. Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið borð í síma Hraunkots 565 33 61 eða á hraunkot@keilir.is Gleðileg Jól, Unglinga- og afreksstarf Keilis.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley —– 16. desember 2014

Það er írski kylfingurinn Paul McGinley, aðstoðarfyrirliði undanfarandi Ryder Cup liða Evrópu  og fyrirliði sigursæla Ryder bikars liðs Evrópu sem keppti á Gleneagles, Skotlandi s.l. haust, sem er afmæliskylfingur dagsins. McGinley er fæddur 16. desember 1966 og því 48 ára í dag. Meirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah var á því að gera ætti McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup. Þar beittu landar McGinley sér einkum fyrir því að hann yrði fyrirliði m.a. Rory McIlroy og Pádraig Harrington. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (74 ára);  Brian Clark, 16. desember 1963 (51 árs stórafmæli);  Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (51 árs);  Brent Franklin, 16. desember 1965 (49 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 15:00

GK: Hildur Rún hlaut Þrautseigjuverðlaun

Sú sem hlaut Þrautseigjuverðlaunin á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis 2014 æfði mjög mikið og skipulega árið 2014. Viðkomandi sýndi miklar framfarir í sumar og lækkaði meðal annars forgjöf sína úr 8,2 niður í 5,0. Þrautseigjuverðlaunin hlaut Hildur Rún Guðjónsdóttir Golf 1 óskar Hildi Rún til hamingju með Þrautseigjuverðlaunin!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 14:00

Baðfatamódelið danska Nina Agdal stolt af golfskónum sínum

Það er meira en nóg af fallegum módelum um allan heim en ein þeirra virðist þó skara fram úr öðrum en það er danska módelið Nina Agdal. Fyrir utan alla fegurðina er Nina nefnilega forfallinn kylfingur og þegar hún spilar golf, er hún ekki bara að slaka á og skemmta sér heldur gengur úr skugga um að hún spili nú golfið með stæl! Nina hefir oftar en ekki birt myndir á Instagram þar sem sjá má hana vera æfa sig í golfi. Nú nýlega birtust nýjar myndir af Nínu þar sem hún virðist einkum vera stolt af golfskónum sínum en hún skrifaði með myndinni sem hún setti á Instagram: „Golfskórnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 13:00

GK: Guðrún Brá Björgvinsdóttir hlaut Framfarabikar stúlkna

Sú sem hlaut Framfarabikar stúlkna hefur verið meðal fremstu kylfinga landsins í mörg ár. Hún spilar ávallt stöðugt og gott golf og er ávallt að berjast um sigur í mótum á meðal okkar sterkustu kvennkylfinga. Hún er nú við nám í Fresno State í Kaliforníu þar sem hún spilar í bandaríska háskólagolfinu. Framfarabikarinn á árinu 2014 hlaut Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Björgvin faðir Guðrúnar tók á móti bikarnum úr hendi formanns í fjarveru hennar. Golf 1 óskar Guðrúnu Brá innilega til hamingju með Framfarabikar stúlkna 2014!!!