Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 09:30

15 skrítin met tengd golfi í heimsmetabók Guinness

Þann 17. desember 2014 þ.e. fyrir 3 dögum varð hinn 103 ára Gus Andreone sá elsti til þess að ná draumahögginu, en þetta var 8. ásinn hans á ferlinum, með 75 ára millibili frá 1. til 8. áss.   Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Golf Digest tók í framhaldi saman lista yfir 15 skrítnustu met tengd golfi í heimsmetabók Guinness. Þetta eru t.d. heimsmetið yfir hæsta tíið; þann yngsta sem fengið hefir ás (Christian Carpenter 4 ára 195 daga); (yngstu stelpu sem fengið hefir ás Soona Lee-Tolley, 5 ára 103 daga) o.s.frv. Nokkuð sérstakt líka metið yfir flesta leikna hringi á einum degi, 47 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 17:30

Langer feðgar sigruðu á PNC feðgamótinu

Bernhard og Jason Langer sigruðu í PNC Feðga Áskoruninni s.l. sunnudag, 14. desember 2014, með lokahring upp á 13 undir 59 högg og áttu 2 högg á næstu feðga.  Langer feðgar voru m.a. með 6 fugla og örn á fyrstu sjö holunum. Þeir bættu við 5 öðrum fuglum á seinni 9, þeim síðasta á 18. holu. Samtals voru Langer feðgar á 23 undir pari, 123 höggum, en mótið fór fram í The Ritz-Carlton Golf Club í Grande Lake, Orlando. Sonur Bernhard Langer, Jason, stökk inn í mótið á síðustu stundu í stað systur sinnar, Christinu, sem dró sig úr mótinu vegna bakverkjar.  Hann er yngsti sonurinn til þess að sigra keppnina. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Pétursson – 19. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Pétursson. Hann er fæddur 19. desember 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Saevar Petursson (40 ára merkisfafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Rick Pearson, 19. desember 1958 (56 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (51 árs); Lorie Kane, 19. desember 1964 (50 ára stórafmæli!!!); Wendy Miles, 19. desember 1970 (44 ára)   …. og ….. Davíð Már (34 ára) Gaflarinn Hellisgerði (64 ára) Sigfús Örn Óttarsson (47 ára) Arnheiður Ásgrímsdóttir (58 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 11:00

Rory viðurkennir að það hafi tekið hann 1 ár að venjast Nike kylfunum

Nr. 1  á heimslistanum, Rory McIlroy, hlaut mikla gagnrýni þegar hann skipti um kylfur fyrir næstum 2 árum, en hann hefir nú viðurkennt að það hafi tekið hann næstum 12 mánuði að venjast nýja útbúnaðnum. Rory flaug hátt fyrir tveimur árum, var m.a. á toppi heimslistans þegar hann undirritaði 10 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Nike í janúar 2013, sem skv. fréttum var yfir $ 250 milljóna viðri. Frá þeim tímum kepptust golfskýrendur sem atvinnukylfingar um að skrifa greinar að Rory væri að taka áhættu með feril sinn og hann fór í gegnum hörmungartíma áður en hann sigraði loks á Australian Open í lok síðasta árs, þ.e. 2013. Rory hefir síðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 10:30

Tvær konur í stjórn Evrópumótaraðarinnar

Tvær konur taka til starfa í höfuðstöðvum Evrópumótaraðarinnar í Wentworth næstu áramót, þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg. Jutta af Rosenborg er fjármálasérfræðingur sem m.a. hefir unnið fyrir FTSE og fyrirtækjum skráðum á Nasdaq s.s. Aberdeen Asset ­Management. Sophie Goldschmidt er hins vegar sérfræðingur í öllu sem viðkemur íþróttum. Þessar skipanir eru hluti af „strategískri endurskoðun og umstrúktúreringu stjórnarinnar,“ komið á af David Williams eftir að hann tók við af Neil Coles sem formaður fyrir ári síðan, eftir að tilkynnt var að George O´Grady, framkvæmdastjóri, myndi láta af störfum. Williams sagði: „Ég er ánægður að bjóða  þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg velkomnar í stjórnina. Skipanir þeirra í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 08:30

Gus Andreone 103 ára – sá elsti til að fá ás!!!

Gus Andreone er elsti félagi í PGA of America og nú sá elsti til þess að fara holu í höggi, eða 103 ára!!! Gus er búinn að vera félagi í PGA of America í 75 ár. Gus náði ásnum s.l. miðvikudag í  Palm Aire Country Club, í Flórída, en þetta er 8. ás Gus á ferlinum.  Við draumhöggið notaði Gus dræver á par-3 14. holu Lakes golfvallar klúbbsins, en brautin er 113 yarda (þ.e. 103 metra). „Kraftaverkin gerast enn af og til“ sagði Gus á vefsíðu PGA of America (sjá grein PGA of America með því að SMELLA HÉR:) Gus sagði jafnframt að hann hefði sigrað í Pennsylvania Lottery 1082 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 08:00

Gísli Sveinbergs hefur leik á South Beach Intl. Amateur í dag

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði hefur í dag leik á South Beach International Amateur í Miami, Flórída. Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum. Mótið stendur dagana 17.-22. desember 2014. Þann 27.-30. desember 2014 tekur Gísli síðan þátt í Orange Bowl golfmótinu, í Miami, sem er gríðarlega sterkt áhugamannamót, en meðal fyrrum sigurvegara eru t.a.m. franski kylfingurinn Romain Wattel, sem nú spilar á Evrópumótaröðinni og Lexi Thompson, sem spilar á LPGA en þau sigruðu á mótinu 2010. Eins mætti geta sigurvegaranna frá því í fyrra, 2013: kanadíska kylfingsins Brooke Henderson,17 ára, sem er nýorðin atvinnukylfingur og ítalska kylfingsins Renato Paratore, sem m.a. sigraði Harald okkar Franklín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 07:30

LET: Ólafía Þórunn á 3 yfir pari Valdís Þóra á 8 yfir pari e. 2. dag lokaúrtökumótsins í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens. LET = Ladies European Tour).  Mótið stendur dagana 17.-21. desember 2014. Mótið nefnist 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifier og fer fram í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Eftir 2 keppnisdaga er Ólafía Þórunn búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er í 46. sæti í mótinu Valdís Þóra er búin að leika á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (76 76) og er í 91. sæti í mótinu af 133 þátttakendum. Sem stendur er Ólafía Þórunn meðal þeirra efstu 60 sem talið er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2014 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Shi Ae Ahn ———- 18. desember 2014

Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu.  Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 24 ára í dag. Hún vakti  verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu  deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (‎m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Það var nógu góður árangur til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2014 | 10:00

R&A staðfestir mótsstaði 2017

Royal & Ancient hefir staðfest mótsstaði nokkura móta árið 2017. Um eftirfarandi meistara- og alþjóðleg mót 2017 er að ræða: Amateur Championship, Royal St George’s (úttökumót á Prince’s) –  19.-24. júní Boys Home Internationals, St Annes Old Links – 8.-10. ágúst Seniors Amateur Championship, Sunningdale (Old Course) – 9.-11. ágúst Boys Amateur Championship, The Nairn and Nairn Dunbar – 15.-20. ágúst Jacques Leglise Trophy, Ballybunion (Old Course) – 1.-2. september Walker Cup, Los Angeles Country Club – 9.-10. september