15 skrítin met tengd golfi í heimsmetabók Guinness
Þann 17. desember 2014 þ.e. fyrir 3 dögum varð hinn 103 ára Gus Andreone sá elsti til þess að ná draumahögginu, en þetta var 8. ásinn hans á ferlinum, með 75 ára millibili frá 1. til 8. áss. Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Golf Digest tók í framhaldi saman lista yfir 15 skrítnustu met tengd golfi í heimsmetabók Guinness. Þetta eru t.d. heimsmetið yfir hæsta tíið; þann yngsta sem fengið hefir ás (Christian Carpenter 4 ára 195 daga); (yngstu stelpu sem fengið hefir ás Soona Lee-Tolley, 5 ára 103 daga) o.s.frv. Nokkuð sérstakt líka metið yfir flesta leikna hringi á einum degi, 47 Lesa meira
Langer feðgar sigruðu á PNC feðgamótinu
Bernhard og Jason Langer sigruðu í PNC Feðga Áskoruninni s.l. sunnudag, 14. desember 2014, með lokahring upp á 13 undir 59 högg og áttu 2 högg á næstu feðga. Langer feðgar voru m.a. með 6 fugla og örn á fyrstu sjö holunum. Þeir bættu við 5 öðrum fuglum á seinni 9, þeim síðasta á 18. holu. Samtals voru Langer feðgar á 23 undir pari, 123 höggum, en mótið fór fram í The Ritz-Carlton Golf Club í Grande Lake, Orlando. Sonur Bernhard Langer, Jason, stökk inn í mótið á síðustu stundu í stað systur sinnar, Christinu, sem dró sig úr mótinu vegna bakverkjar. Hann er yngsti sonurinn til þess að sigra keppnina. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Pétursson – 19. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Pétursson. Hann er fæddur 19. desember 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Saevar Petursson (40 ára merkisfafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Rick Pearson, 19. desember 1958 (56 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (51 árs); Lorie Kane, 19. desember 1964 (50 ára stórafmæli!!!); Wendy Miles, 19. desember 1970 (44 ára) …. og ….. Davíð Már (34 ára) Gaflarinn Hellisgerði (64 ára) Sigfús Örn Óttarsson (47 ára) Arnheiður Ásgrímsdóttir (58 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Rory viðurkennir að það hafi tekið hann 1 ár að venjast Nike kylfunum
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, hlaut mikla gagnrýni þegar hann skipti um kylfur fyrir næstum 2 árum, en hann hefir nú viðurkennt að það hafi tekið hann næstum 12 mánuði að venjast nýja útbúnaðnum. Rory flaug hátt fyrir tveimur árum, var m.a. á toppi heimslistans þegar hann undirritaði 10 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Nike í janúar 2013, sem skv. fréttum var yfir $ 250 milljóna viðri. Frá þeim tímum kepptust golfskýrendur sem atvinnukylfingar um að skrifa greinar að Rory væri að taka áhættu með feril sinn og hann fór í gegnum hörmungartíma áður en hann sigraði loks á Australian Open í lok síðasta árs, þ.e. 2013. Rory hefir síðan Lesa meira
Tvær konur í stjórn Evrópumótaraðarinnar
Tvær konur taka til starfa í höfuðstöðvum Evrópumótaraðarinnar í Wentworth næstu áramót, þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg. Jutta af Rosenborg er fjármálasérfræðingur sem m.a. hefir unnið fyrir FTSE og fyrirtækjum skráðum á Nasdaq s.s. Aberdeen Asset Management. Sophie Goldschmidt er hins vegar sérfræðingur í öllu sem viðkemur íþróttum. Þessar skipanir eru hluti af „strategískri endurskoðun og umstrúktúreringu stjórnarinnar,“ komið á af David Williams eftir að hann tók við af Neil Coles sem formaður fyrir ári síðan, eftir að tilkynnt var að George O´Grady, framkvæmdastjóri, myndi láta af störfum. Williams sagði: „Ég er ánægður að bjóða þær Sophie Goldschmidt og Jutta af Rosenborg velkomnar í stjórnina. Skipanir þeirra í Lesa meira
Gus Andreone 103 ára – sá elsti til að fá ás!!!
Gus Andreone er elsti félagi í PGA of America og nú sá elsti til þess að fara holu í höggi, eða 103 ára!!! Gus er búinn að vera félagi í PGA of America í 75 ár. Gus náði ásnum s.l. miðvikudag í Palm Aire Country Club, í Flórída, en þetta er 8. ás Gus á ferlinum. Við draumhöggið notaði Gus dræver á par-3 14. holu Lakes golfvallar klúbbsins, en brautin er 113 yarda (þ.e. 103 metra). „Kraftaverkin gerast enn af og til“ sagði Gus á vefsíðu PGA of America (sjá grein PGA of America með því að SMELLA HÉR:) Gus sagði jafnframt að hann hefði sigrað í Pennsylvania Lottery 1082 og Lesa meira
Gísli Sveinbergs hefur leik á South Beach Intl. Amateur í dag
Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði hefur í dag leik á South Beach International Amateur í Miami, Flórída. Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum. Mótið stendur dagana 17.-22. desember 2014. Þann 27.-30. desember 2014 tekur Gísli síðan þátt í Orange Bowl golfmótinu, í Miami, sem er gríðarlega sterkt áhugamannamót, en meðal fyrrum sigurvegara eru t.a.m. franski kylfingurinn Romain Wattel, sem nú spilar á Evrópumótaröðinni og Lexi Thompson, sem spilar á LPGA en þau sigruðu á mótinu 2010. Eins mætti geta sigurvegaranna frá því í fyrra, 2013: kanadíska kylfingsins Brooke Henderson,17 ára, sem er nýorðin atvinnukylfingur og ítalska kylfingsins Renato Paratore, sem m.a. sigraði Harald okkar Franklín Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn á 3 yfir pari Valdís Þóra á 8 yfir pari e. 2. dag lokaúrtökumótsins í Marokkó
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens. LET = Ladies European Tour). Mótið stendur dagana 17.-21. desember 2014. Mótið nefnist 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifier og fer fram í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Eftir 2 keppnisdaga er Ólafía Þórunn búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er í 46. sæti í mótinu Valdís Þóra er búin að leika á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (76 76) og er í 91. sæti í mótinu af 133 þátttakendum. Sem stendur er Ólafía Þórunn meðal þeirra efstu 60 sem talið er að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shi Ae Ahn ———- 18. desember 2014
Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 24 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Það var nógu góður árangur til þess Lesa meira
R&A staðfestir mótsstaði 2017
Royal & Ancient hefir staðfest mótsstaði nokkura móta árið 2017. Um eftirfarandi meistara- og alþjóðleg mót 2017 er að ræða: Amateur Championship, Royal St George’s (úttökumót á Prince’s) – 19.-24. júní Boys Home Internationals, St Annes Old Links – 8.-10. ágúst Seniors Amateur Championship, Sunningdale (Old Course) – 9.-11. ágúst Boys Amateur Championship, The Nairn and Nairn Dunbar – 15.-20. ágúst Jacques Leglise Trophy, Ballybunion (Old Course) – 1.-2. september Walker Cup, Los Angeles Country Club – 9.-10. september










