Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 01:00

Gísli náði ekki niðurskurði

Gísli Sveinbergsson, GK, tók þátt í South Beach International Amateur í Miami, Flórída en hann hefir nú lokið keppni þar sem hann náði ekki niðurskurði. Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum og stendur mótið dagana 17.-22. desember 2014 og lýkur á morgun. Gísli lék á samtals 145 höggum  (71 74) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 2. hringi. Efstur eftir 2. dag er Englendingurinn Richard James, en hann hefir samtals leikið á 131 höggi (65 66). Til þess að sjá stöðuna á South Beach International Amateur SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 21:55

Skrítnar og fyndnar golfmyndir

Golf Digest hefir tekið saman golfmyndir, sem eru vægast sagt skrítnar ef spáð er í því. Sumar fyndnar. T.a.m. náunginn sem er að slá golfboltum full/spariklæddur niður á strönd – þægilegt eða hvað?  Hann horfir á eftir boltanum eins og hann hafi náð svaka höggi …. nema hvað hann er með pútter í höndunum!!! Þessa og fleiri svona skrítnar og skemmtilegar golfmyndir má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 21:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Joakim Lagergren (12/27)

Sænski kylfingurinn Joakim Lagergren varð í 16. sæti á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór á PGA Catalunya, í Girona á Spáni og lauk 20. nóvember s.l. Lagergren er því aftur kominn með kortið sitt á Evrópumótaröðina Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því 23 ára. Hann  á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er enn þjálfari Joakim. Lagergren gerðist atvinnumaður 2010 og byrjaði ferilinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 20:30

Rory talar um sigur sinn á Rickie Fowler á lokadegi Rydersins

Rory McIlroy sagði í nýlegu viðtali að sjálfstraust og þörfin á að byrja vel hafi verið nauðsynleg í eftirminnilegum sigri sínum á Rickie Fowler. Rory vann Rickie Fowler eftirminnilega í tvímenningsleik þeirra á lokadegi Ryder bikars mótsins, þ.e. á sunnudeginum 5&4. Þessi sigur Rory á vini sínum er einn sá glæsilegasti í sögu Ryder bikarsins. Nr. 1 á heimslistanum (Rory) fékk  fjóra fugla og örn á fyrstu 6 holunum og Rickie átti í raun aldrei neinn sjéns. „Þetta snerist allt um sjálfstraust,“ sagði Rory í viðtalinu. „Ég hafði verið að spila vel, sveiflan mín var í góðu standi og ég vissi að ég þurfti að ná sigri á skortöfluna – að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Katy Harris (3/45)

Katy Harris var ein af 3 stúlkum sem varð í 43.-45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA.  Henni þykir svipa svolítið til spænska kylfingsins Beatriz Recari Katy er fædd 15. ágúst 1979 og er því 35 ára. Harris byrjaði að spila golf 3 ára og segir foreldra sína hafa haft mestu áhrif á golfferil sinn. Harris spilaði golf með golfliði Louisiana State University þar sem hún átti 20 topp-10 árangra og var 2001 NGCA All-American First Team selection. Harris vann Indiana Women’s PGA Open Championship 1997 og 1998 Indiana Women’s Amateur Championship. Árið 2010 gerðist Harris atvinnumaður í golfi og lauk keppni T-39 í Q-school LPGA og hlaut takmarkaðan spilarétt. Hún spilaði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 18:00

Pádraig Harrington hlaut PGA Recognition Award

Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington hlaut PGA Recognition Award fyrir frábært framlag hans til golfíþróttarinnar. Dublin-búinn Harrington, sem sneri aftur á sigurpall nú nýlega þegar hann sigraði á Indonesian Open, hlaut viðurkenninguna á styrktarfundinum PGA Lunch í Grosvenor House Hotel í London. Harrington hefir verið meðal fremstu kylfinga, en hápunktur ferils hans er án nokkurs vafa árin 2007 og 2008, þegar hann vann Opna breska, fyrst á Carnoustie og svo á Royal Birkdale ári síðar – þ.e. sama risamótið tvö ár í röð. Harrington varðist líka Sergio Garcia, sem gerði atlögu á PGA Championship risatitlinum í Oakland Hills árið 2008 tog varð fyrsti Evrópubúinn til þess að sigra tvö risamót í röð. Harrington hafði þar áður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song ——- 20. desember 2014

Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og er því 25 ára í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt.  Í Kóreu var hún í Taejon Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 11:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Colt Knost (45/50)

Colt Knost varð í 6. sæti á Web.com Tour Finals í september s.l. og var því einn af 50 sem hlaut kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Colt Knost fæddist 26. júní 1985 í Garrettville, Ohio og er því 29 ára. Hann ólst upp í Pilot Point, Texas. Colt var Class 3A ríkismeistari á lokaári sínu í menntaskóla 2003. Colt útskrifaðist síðan frá Southern Methodist University (skammst.: SMU), árið 2007.  Meðan hann var í SMU var hann all-conference og all-region. Hann var líka útnefndur Western Athletic nýliði ársins 2004. Colt sigraði í 3 mótum á vegum bandaríska golfsambandsins (United States Golf Association) árið 2007 og er eini kylfingurinn fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 10:00

Lítur ekki út fyrir að íslensku stúlkurnar nái niðurskurði í Marokkó

Staðan er orðin heldur erfið fyrir þær Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL á Samanah Al Maaden golfvöllunum  í Marokkó, en þar eru þær meðal 133 keppanda sem keppa um eitt af efstu 30 sætunum, sem veita kortið á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Leiknir eru 4 hringir og þá er skorið niður og aðeins 60 halda áfram og efstu 30 af þessum 60 hljóta fullan keppnisrétt á LET eftir 90 holu leik. Ólafía Þórunn lék í gær á 5 yfir pari, 77 höggum, sem er heldur mikið og er hún komin 3 högg undir niðurskurðarlínuna eins og hún lítur út núna.  Samtals er Ólafía Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 09:45

Gísli á 1 yfir pari e. 1. dag í Miami

Gísli Sveinbergsson, GK, tekur þátt í South Beach International Amateur í Miami, Flórída og hóf leik í gær. Leikið er í Miami Beach golfklúbbnum og Normandy Shores golfklúbbnum og stendur mótið dagana 17.-22. desember 2014. Gísli lék fyrsta keppnishringinn á golfvellil Miami Beach golfklúbbsins á 1 yfir pari, 71 höggi og er sem stendur í 73.-99. sæti af  210 keppendum þ.e. fyrir ofan miðju sem er ágætis árangur. 56 kylfingar léku undir pari og sá sem efstur er sem stendur er Englendingurinn Richard James, en hann lék golfvöll Normandy Shores á 6 undir pari, 65 höggum. Til þess að fylgjast með gengi Gísla á South Beach International Amateur SMELLIÐ HÉR: