Bjarki T-20 e. 2. dag Dixie Amateur
Bjarki Pétursson, afrekskylfingur úr GB, tekur þátt í 2014 Men´s Dixie Amateur mótinu. Eftir 1. dag er Bjarki T-20 þ.e. jafn öðrum 12 kylfingum í 20. sæti á mótinu, en allir eru þeir búnir að spila á samtals 3 yfir pari, Bjarki (74 73). Alls eru 195 þátttakendur í mótinu þannig að árangur Bjarka er glæsilegur!!! Til þess að sjá stöðuna á Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Justin Thomas (46/50)
Það var Justin Thomas, sem varð í 5. sæti á Web.com Tour Finals í september s.l. og er því kominn með fullan keppnisrétt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Litið er á Thomas sem mikils framtíðarmanns í bandarísku golfi – enda miklir golfhæfileikar á ferð þar sem Thomas er. Justin Thomas fæddist í Louisville, Kentucky, 29. apríl 1993 og er því aðeins 21 árs og sá yngsti sem hlaut kortið sitt á PGA Tour. Thomas lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði the University of Alabama, þar sem hann vann einstaklingskeppnina 6 sinnum. Hann spilaði líka í NCAA Division I Championship liðinu árið 2013. Thomas vann m.a. Haskins Award árið 2012 sem besti Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Marín Rún Jónsdóttir og Thorbjørn Olesen – 21. desember 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Marín Rún Jónsdóttir og danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen. Marín Rún er fædd 21. desember 1954 og á því stórafmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Marín Rún Jónsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Thorbjørn er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 25 ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Caroline Westrup (4/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var sænska stúlkan Caroline Westrup. Caroline Westrup fæddist 11. febrúar 1986 og er því 28 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára og segir foreldra sína þá einstaklinga sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Caroline útskrifaðist frá Florida State University með gráðu í íþróttafræðum árið 2009. Hún var búin að spila með golfliði skólans í 4 ár. Sama ár gerðist hún atvinnumaður í golfi. Áhugamál Westrup eru að fara í verslunaferðir Lesa meira
17 atriði sem vert er að vita um Martin Kaymer
Golf Digest hefir gerst samantekt um 17 atriði sem vert er að vita um þýska golfsnillinginn Martin Kaymer, sem átt hefir frábært ár 2014, en hann sigraði m.a. á Opna bandaríska og The Players mótinu sem oft er nefnt 5. risamótið. Vissuð þið að Kaymer byrjaði að spila golf 10 ára? Að pabbi hans, var líkt og pabbi Tigers, mikilvægur þáttur í golfuppeldi Martin, þ.e. fremur strangur, m.a. þannig að Martin og bróðir hans máttu ekki nota tí? Vissuð þið að Martin Kaymer var í 2004 liði Þjóðverja á World Amateur Team Championship í Puerto Rico, sem varð í 10. sæti og að ári seinna þ.e. 2005 gerðist hann atvinnumaður? Lesa meira
Ólafía Þórunn: „Lærði mikið og gafst ekki upp….“
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjaði svo vel á lokaúrtökumótinu í Lalla Aicha Tour School í Marokkó, með hringjum upp á 73 og 74 en því miður fylgdu eftir tveir síðri og ekki komst Ólafía í gegn í þetta sinn. Aðeins hefði þurft tvo alveg eins hringi og þá fyrri og Ólafía hefði komist í gegn. Að leikslokum skrifaði Ólafía eftirfarandi á facebook síðu sína: „Jæja! Þessi tilraun gekk ekki eftir. Þetta er mikið álag og eg er ánægð að hafa nælt mer i þessa reynslu. Ég lærði mikið og gafst aldrei upp! Síðustu tvo daga féll ekki allt með mér og sérstaklega ekki í púttunum. Þessi Lesa meira
Valdís Þóra: „Þannig fór um sjóferð þá….“
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék lokahringinn í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó á lokaúrtökumóti LET á glæsilegu pari, en því miður dugði það ekki í þetta sinn til þess að komast í gegnum niðurskurð. Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra: „Þannig fór um sjóferð þá. Spilaði a parinu i dag og eins og einhver sagði „you can take the dog out of the fight but you can’t take the fight out of the dog!“ Margt sem hefði betur matt fara en það er oft þannig. Eg var að slá boltann frábærlega og það gefur manni smá boost fyrir næsta ár. Núna tekur við sma pása þar til keppnisáætlunin Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum fyrri niðurskurð lokaúrtökumótsins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komust ekki í gegnum fyrri niðurskurð lokaúrtökumótsins Lalla Aicha Tour School í Marokkó. Þátttakendur voru 133 og komust 60 efstu í gegnum fyrri niðurskurð eftir 4 leikna hringi og fá að spila lokahringinn þ.e. 5. hringinn, sem fram fer í dag, en það er í rauninni úrslitin um hvaða 30 fá kortin sín á Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn lék á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (73 74 77 75) og lauk keppni í 89. sæti. Valdís Þóra lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (76 76 76 72) og átti besta hring sinn á 4. degi í mótinu; lék á Lesa meira
Kylfingur slær bolta í höfuð sér! Myndskeið
Ekki er nú öll vitleysan eins. Nánast allt getur gerst í golfi – líka að kylfingar taki teighögg og boltinn lendi í höfði þeirra sjálfra! Dæmi um þetta má sjá með því að SMELLA HÉR:
Asíutúrinn: Darren Clarke á 64 fyrir lokahringinn á Dubaí Open
Darren Clarke, sem margir telja að muni verða næsti fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016, tekur þátt í móti á Asíutúrnum, Dubaí Open, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Hann átti glæsi 3. hring og er í góðri stöðu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Samtals er Clarke á 9 undir pari, 207 höggum (72 71 64) og deilir 5. sætinu í mótinu ásamt 5 öðrum kylfingum, en allir eru þeir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum í 1. sæti þ.e. þeim: Jbe Kruger frá Suður-Afríku, Wang Jeung-Hun frá Kína og Shiv Kapur og Arjun Atwal frá Indlandi. Sigri Clarke í dag verður þetta fyrsti Lesa meira










