GA: Staðan í púttmótaröð unglinga e. 6 umferðir
Nú í vetur fer fram púttmótaröð unglinga í Golfklúbbi Akureyrar. Hér að neðan má sjá stöðuna eftir 6 hringi. Næsta mót fer fram föstudaginn 2. janúar 2015: Kjartan Ísleifs 31 31 62 2 mót Gunnar Aðalgeir 33 37 70 2 mót Eyþór Hrafnar 27 32 33 36 128 4 mót Birna Rut 36 35 38 34 143 4 mót Auður Bergrún 36 38 37 34 145 4 mót Aðalsteinn Leifsson 33 28 33 28 32 35 189 6 mót Lárus Ingi 34 29 32 33 31 34 193 6 mót Stefán Einar 32 30 38 30 29 35 194 6 mót Andrea Ýr 32 31 33 34 35 33 Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Bud Cauley (47/50)
Sá sem varð í 4. sæti á Web.com Tour finals var Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley. Bud Cauley fæddist 16. mars 1990 og er því 24 ára. Pabbi hans Bill, kynnti Bud fyrir golfinu þegar Bud var aðeins 5 ára. Hann gekk ekki í skóla til þess að hann gæti æft golf. Meðal hápunkta á ferli Cauley er að vera hluti af sigurliði Bandaríkjanna í Walker Cup árið 2009. Meðal uppáhaldskvikmynda Cauley eru „Good Will Hunting“ og „Wedding Crashers.“ Uppáhaldstónlistarmenn Cauley eru Red Hot Chili Peppers Cauley finnst gaman að fylgjast með íþróttamönnunum Peyton Manning, Kobe Bryant and Adrian Peterson Fylgjast má með Cauley á Twitter en Twitterfangið er @budcauley Uppáhöldsöpp Cauley Lesa meira
LET: Nanna Madsen frá Danmörku sigraði á lokaúrtökumótinu í Marokkó
Það var danska stúlkan Nanna Madsen, 20 ára, frá Kaupmannahöfn, sem stóð uppi sem sigurvegari í Lalla Aicha Tour School sem fram fór í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Madsen lék á samtals 17 undir pari, 343 höggum (69 70 71 70 63) og það var einkum glæsilokahringur hennar upp á 63 högg sem fleytti henni í efsta sætið. Tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir tóku þátt í mótinu en náðu ekki niðurskurði eftir 4 hringja leik að þessu sinni. Það voru alls 34 stúlkur frá 17 þjóðlöndum sem hlutu kortið eftirsótta og þar með keppnisrétt á LET 2014-2015. Golf 1 mun svo sem undanfarin ár kynna Lesa meira
Adam Scott réð kylfusvein Thorbjörn Olesen
Adam Scott hefir nú opinberlega skipt um kylfusvein eftir að Steve Williams tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem kylfuberi. Nýi kylfusveinn Scott heitir Mike Kerr og hefir áður verið á pokanum hjá Ernie Els, Lee Westwood og Thorbirni Olesen. Kerr var m.a. á pokanum hjá Scott á Australian PGA Championship og mun því verða á pokanum hjá nr. 3 á heimslistanum 2015. „Ég er ánægður með að Mike hefir gengið að tilboði mínu og ég er þess fullviss að hann mun verða verðmætur hluti af liði mínu 2015 og áfram,“ sagði Scott m.a. Þetta þýðir umtalsverða launahækkun fyrir Kerr en í ár vann Olesen sér inn litlu meira en $1 milljón Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Elizabeth Nagel (5/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Elizabeth Nagel. Elizabeth Nagel fæddist 4. nóvember 1991 og er því nýorðin 23 ára. Hún er dóttir John og Nancy Nagel, en pabbi hennar er PGA golfkennari. Elizabeth eða Liz eins og hún er alltaf kölluð útskrifaðist frá Michigan State háskólanum með gráðu í ferðamálafræði (ens. hospitality business). Liz Nagel segist hafa tekið fyrstu golfsveiflu sína 4 ára en hafi ekki byrjað a keppa í golfi fyrr en 8 ára. Uppáhaldsgolfvellir Nagel Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Kristín er í Golfklúbbi Setbergs Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 11 ára og Gísla Hrafn, sem varð 8 ára fyrir 3 dögum síðan. Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir (42 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Edward Sands, 22. desember 1865, Jan Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Chris Lloyd (13/27)
Chris Lloyd var í 15. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Chris Lloyd fæddist 6. febrúar 1992 í Bristol, Englandi og er því 22 ára. Það var afi hans, sem kynnti hann fyrir golfinu „í raun áður en ég gat gengið“ eins og Chris segir. Síðan tók pabbi hans við að þjálfa hann. Heima í Englandi er Chris í Kendleshire golfklúbbnum. Chris var m.a. í Junior Ryder Cup liði Evrópu og spilaði í liði Bretlands&Írlands í Jacques Leglise Trophy 2009. Chris gerðist atvinnumaður fyrir 4 árum, þ.e. 2010, aðeins 18 ára. Hann spilaði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni 2012 þ.e. Nelson Mandela Championship í Lesa meira
Bjarki náði niðurskurði!
Bjarki Pétursson, afrekskylfingur úr GB, tekur þátt í 2014 Men´s Dixie Amateur mótinu. Eftir 3. dag er Bjarki T-28 þ.e. jafn öðrum 12 kylfingum í 28. sæti á mótinu, en allir eru þeir búnir að spila á samtals 5 yfir pari, Bjarki (74 73 74). Alls eru 195 þátttakendur í mótinu þannig að árangur Bjarka er glæsilegur!!! Dixie Amateur á sér 90 ára sögu en 1. mótið fór fram 1924 og meðal sigurvegara í langri sögu þess eru m.a. Jesper Parnevik og Lanny Wadkins. Til þess að sjá stöðuna á Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR:
GK: Þorláksmessuskötuveisla á morgun
Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.desember 2014 til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra komna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í jólaskapið. Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið borð í síma Hraunkots 565 33 61 eða á hraunkot@keilir.is Gleðileg Jól, Unglinga- og afreksstarf Keilis.
Wozniacki sagði Rory að heimskt væri að styrkja UNICEF
Menn velta því nú fyrir sér hvort Caroline Wozniacki fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum hafi átt þátt í að til málaferla kom milli Rory McIlroy og Horizon Sports umboðsskrifstofunnar? Skv. því sem fram kom í High Court í Dublin sl. föstudag hafði Wozniacki a.m.k. skoðun á því sem er ein aðalmálsefnið í réttarhöldunum – nefnilega styrkur til UNICEF af hendi Horizion til að bjarga andliti Rory og í nafni hans, en algerlega gegn óskum Rory. Í viðskiptadeild (ens. The Commercial Division) High Court kom fram að danska tennisstjarnan hefði sagt við Rory að það að veita stórum félagasamtökum eins og UNICEF framlög væri heimska. Framangreint kom fram í fyrirtöku hjá Raymond Fullham, Lesa meira










