Poulter að jólast
Það hefir ekki farið framhjá neinum Ian Poulter-aðdáanda að kappinn er ansi duglegur á Twitter. Og nú um jólin var Poulter í jóladundstuði…. nánar tiltekið í eldhúsinu að elda kalkún með öllu meðlætinu sem honum fylgir. Og það var ekki sökum að spyrja ….. Poulter twittaði um hvert smáatriði við kalkúna-gerðina; allt frá því hvað var drukkið við eldamennskuna, sem var ekkert minna en flott kampavín til grænmetisins og næstum hverrar kartöflu fyrir sig. Hér má sjá nokkrar myndanna sem Poulter tvittaði:
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Snær Hákonarson – 26. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Snær Hákonarson. Arnar Snær er fæddur 26. desember 1989 og á því 25 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars Snæs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Arnar Snær Hákonarson GR, (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, dó 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (44 ára); Giulia Sergas, 26. desember 1979 (35 ára) ….. og …… Svavar Geir Svavarsson GO, (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Sophie Giquel (6/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Sophie Giquel. Sophie Giquel fæddist í Ploermel, Frakklandi 12. júlí 1982 og er því 32 ára. Sophie gerðist atvinnumaður í golfi árið 2003 þ.e. fyrir 11 árum og hefir átt farsælan feril á Evrópumótaröðinni; hefir um árabil verið meðal fremstu kylfinga Frakklands. Besti árangur hennar í risamóti í ár er T-38 árangur í RICOH Women’s British Open, en fyrir það hlaut hún $18,447. Alls hefir Giquel unnið sér inn $166,413 á ferlinum. Nú spilar hún Lesa meira
Stricker undir hnífinn
Steve Stricker, 12-faldur sigurvegari á PGA Tour lagðist undir hnífinn á Þorláksmessu, segir í fréttatilkynningu sem birtist í „the American“ Aðfangadag. Aðgerðin fór fram í Wisconsin, til að lagfæra klemmda taug í mjóbaki Sticker, sem valdið hefir honum sársauka í mjöðmum og fótleggjum. Stricker, 47 ára, segist ekki hafa ákveðið dagsetningu hvenær hann snúi aftur til keppni. Stricker er nú í 41. sæti heimslistans. Hann gaf það út í fyrra að hann ætlaði að taka þátt í færri mótum, en koma betur undirbúinn til leiks og virðist það plan hafa gengið upp. Árið 2014 hefir þó verið Stricker þungt í skauti því auk eiginn meiðsla, hann missti bróður sinn eftir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 36 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 10 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997. Hann náði ekki í gegn í lokaúrtökumótinu í Girona á Spáni fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór 10. -15. nóvember 2013 og spilaði því 2014 á Áskorendamótaröðinni. Luiquin hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröðinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður. Aðrir frægir kylfingar eru: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (48 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (32 ára ) ….. og ….. Adalsteinn Teitsson (53 ára) Petur Kristinn Gudmarsson (36 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Kristinsdóttir – 24. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Kristinsdóttir. Hún er fædd Aðfangadag 1952 og á því 61 ára afmæli í dag. Steinunn Kristinsdóttir Steinunn er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni Lágmúla og hefir tekið þátt í golfmótum hjúkrunarfræðinga og staðið sig vel!!! Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Steinunn Kristinsdóttir (62 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940 ; Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 (70 ára) …… og …….. Choice Tours Iceland (62 ára) Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir (44 ára) Sitthvad Til Sölu (34 ára) Solveig Hreidarsdottir Friðrikka Auðunsdóttir (46 ára) Stekkjastaur Jólasveinn (109 ára) Golf Lesa meira
Dustin Johnson og Paulina Gretzky eiga von á strák
Paulina Gretzky, kærasta PGA Tour kylfingsins Dustin Johnson tilkynnti í gær, Jóladag 2014, að hún og Dustin ættu von á litlum strák í byrjun næsta árs 2015. Þegar er farið að tala um Wayne Johnson, sem næstu framtíðarstjörnu golfsins (að því gefnu að litli kúturinn verði skýrður í höfuðið á föður Paulinu, ísknattleiksgoðsögninni Wayne Gretzky). Paulina Gretzky og Dustin Johnson hafa verið að deita frá því árið 2012 og þau tvö tilkynntu síðan um trúlofun sína á síðasta ári þ.e. 2013. Nú í ár hefir Johnson verið í fríi frá PGA Tour til þess að koma skikki á persónuleg málefni sín, en hann féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir Lesa meira
Gleðileg jól 2014!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf 1 souhaite à tous Lesa meira
Kylfingurinn Gylfi Þór Sigurðsson tilnefndur til titilsins íþróttamaður ársins 2014
Samtök íþróttafréttamanna hafa tilnefnt 10 einstaklinga sem urðu í efsta sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. Það var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem hlaut titilinn 2013, en hann er einnig liðtækur kylfingur, bróðir Ólafs Más Sigurðssonar, klúbbmeistara GR 2013. Útnefning fer fram laugardaginn 3. janúar og þá skýrist hvort Gylfi Þór verður íþróttamaður ársins annað árið í röð. Eftirfarandi 10 urðu í efsta sæti í kjöri á íþróttamanni ársins: Aron Pálmarsson, handknattleikur Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttir Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur Jón Margeir Sverrisson, sund fatlaðra Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Sif Pálsdóttir, fimleikar Eftirfarandi lið eru Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Chopra —– 23. desember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Chopra. Daniel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og á því 41 ársafmæli í dag!!! Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour. Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra að nýju á PGA Tour Lesa meira










