Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2014 | 09:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Lucie André (2/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á  samtals 1 yfir pari, en það var skorið, sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna í ár. Fyrst af þessum 9 stúlkum var Laura Murray frá Skotlandi kynnt en nú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Geir Einarsson – 27. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Unnar Geir Einarsson. Unnar Geir er fæddur 27. desember 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS).  Sjá má viðtal Golf 1 við Unnar Geir með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Unnar Geir Einarsson (20 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (52 ára);  Matthew Zions, 27. desember 1978 (36 ára);  Helena Callahan, 27. desember 1986 (28 ára) ….. og …..   Árni Páll Hansson, GR (46 ára)   Júlíana Kristný Sigurðardóttir (16 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 13:00

Gísli Sveinbergs hefur leik á Orange Bowl

Íslandsmeistarinn í höggleik í piltaflokki og sigurvegari Duke of York 2014, Gísli Sveinbergsson, hefur leik á Boys Junior Orange Bowl Championship, í Coral Gables í Miami í dag, en völlurinn er staðsettur rétt hjá Miami háskóla við hið sögufræga Biltmore hótel. Mótið fer fram dagana 27.-30. desember 2014. Keppendur eru alþjóðlegir landsmeistarar 18 ára og yngri og keppnisstaður Biltmore golfvöllurinn, sem er par-71. Keppt er bæði í pilta- og stúlknaflokki og meðal fyrrum sigurvegara í mótinu eru ítalski kylfingurinn  Renato Paratore sem sigraði í fyrra og Romain Wattel frá Frakklandi (2010) sem báðir spila á Evrópumótaröðinni og Lexi Thompson, (2010) sem spilar á LPGA. Það er vonandi að Gísla gangi sem allra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 12:00

Áhangendur Ulster stríða Rory með því að syngja „Sweet Caroline“ – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy nýtti m.a. jólafríið sitt til þess að fara á Rugby leik milli Connacht og Ulster. Í hálfleik var tekið viðtal við kappann af BBC. Í miðju viðtali fara áhangendur Ulster að syngja „Sweet Caroline“ – smá stríðni í garð Rory, sem lauk sambandi sínu við dönsku tennis- stjörnuna Caroline Wozniacki á árinu, rétt áður en átti að fara að senda út brúðkaupsboðskortin  s.s. öllum er eflaust í fersku minni. Rory tók söngnum með stóískri ró, hló og virtist bara hafa gaman af. Til þess að sjá Rory í viðtalinu og hlusta á áhangendur Ulster syngja Sweet Caroline SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 11:27

John Daly skemmti sér um jólin!

Bandaríski kylfingurinn skrautlegi John Daly virðist hafa skemmt sér vel um jólin. Hann sendi öllum aðdáendum sínum eftirfarandi jólakveðju ásamt meðfylgjandi mynd: Merry Christmas Y’all! Hope everyone has a safe & happy holiday! I know I am right now cantgetbetterthanthis! [Lausleg íslensk þýðing: Gleðileg jól öllsömun! Vona að allir eigi örugga og ánægjulega hátíð! Ég veit að ég nýt hennar núna! Það gerist ekki betra“]

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 11:18

GG: Aðalfundur kl. 13:00 í Golfskálanum í dag

Á heimasíðu Golfklúbbs Grindavíkur má finna eftirfarandi frétt:  Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fer fram í dag laugardaginn 27. desember kl. 13:00 í golfskálanum að Húsatóftum. Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnar og varastjórnar 6. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 lögð fram 7. Ársgjöld 2014 8. Önnur mál Auglýst er eftir góðu fólki í stjórn klúbbsins og í nefndir á vegum hans. Ábendingar og tilkynningar sendist til gggolf@gggolf.is, merkt aðalfundur GG 2014 eða í síma 893-3227 (Halldór). Hvetjum félaga Golfklúbbs Grindavíkur til að fjölmenna og taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi klúbburinn stendur fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Laura Murray (1/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Meðal þátttakenda voru tveir Íslendingar þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og komust þær ekki í gegn að þessu sinni. Hér í næstu 34 greinum verða kynntar þær 34 stúlkur sem munu spila á Evrópumótaröð kvenna á næsta ári 2015 og fengu keppnisrétt á mótaröðinni í gegnum lokaúrtökumótið. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á  samtals 1 yfir pari, en það var skorið í ár sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET). Fyrst verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Tom Murray (14/27)

Tom Murray varð í 14. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Thomas Murray fæddist í Manchester á Englandi, 16. janúar 1990 og er því 24 ára.  Hann á þannig sama afmælisdag og Ásta Birna okkar Magnúsdóttir. Tom býr í bænum Lymm í Englandi. Hann fylgir í fótspor föður síns fyrrum Evróputúrs kylfingsins Andrew og spilar nýliðaár sitt í Race to Dubai ef að hafa náð áðurgreinda 14. sætinu á lokaúrtökumótinu. Á fyrsta mótinu sem Tom tók þátt í 2014 var hann kylfusveinn hjá pabba sínum, Andrew, á lokaúrtökumóti fyrir Öldungamótaröð Evrópumótaraðarinnar í Portúgal, þar sem pabbinn komst í gegn. Tom segir reynslu sína af því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 08:00

GÓ: Aðalfundur 29. des kl. 19:30 í Tjarnarborg

Eftirfarandi frétt má finna á vef Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ):  AÐALFUNDUR   Golfklúbbs Ólafsfjarðar    Verður haldinn mánudaginn 29. desember nk. kl. 19:30 í félagsheimilinu Tjarnarborg Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr laga GÓ Veitingar í boði Stjórnin  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Carlos Ortiz (48/50)

Sá sem varð í 4. sæti á  Web.com Tour finals var Bandaríkjamaðurinn Carlos Ortiz. Carlos Ortiz fæddist í Guadalajara, Jalisco, Mexikó,  24. apríl 1991 og er því 23 ára.  Hann er því frá sama bæ og Lorena Ochoa, er 10 árum yngri, en segist vel muna eftir henni leggja hart að sér á æfingasvæðinu. Ortiz byrjaði að spila golf ungur með pabba sínum og valdi það síðan umfram aðrar íþróttagreinar þar sem honum þótti golfið veita sér mestu áskorunina. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Texas og lauk þar gráðu í alþjóðlegum fræðum (ens. International studies) árið 2013. Ortiz gerðist atvinnumaður eftir útskrift í háskóla 2013 og sagði eitt Lesa meira