Sigur Michelle Wie á US Women´s Open besta frétt 2014 á LPGA
Golf Week hefir valið 10 bestu fréttir ársins 2014 af LPGA kvenmótaröðinni – Sjá með því að SMELLA HÉR: Sú frétt sem trónir á toppnum í kvennagolfinu er sigur bandaríska kylfingsins Michelle Wie á US Womens Open risamótinu, en beðið hefir verið með óþreyju í 15 ár eftir að Wie sigraði á risamóti. Önnur besta fréttin að mati Golf Week var að fyrrum nr. 1 á Rolex heimslistanum; Stacy Lewis sigraði allt í senn á sama ári: Vare Trophy, peningalistann og var auk þess valin leikmaður ársins á LPGA. Lewis er fyrsta Bandaríkjakonan til að afreka framangreint frá því að Betsy King tókst þetta árið 1993. Í 3. sæti yfir Lesa meira
Caroline Wozniacki spilar golf
Caroline Wozniacki fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er þekkt fyrir flest annað en golfleik sinn. Hún er tennisdrottning. Til hennar sást hins vegar um daginn á æfingasvæðinu þar sem hún var að slá golfbolta, enda spilar daman golf. Hún átti þar m.a. högg upp á 200 yarda, sem er nú bara ansi hreint fínt! Hér má sjá Caro á Instagram á æfingasvæðinu þar sem hún er að slá golfbolta 200 yarda SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Paul Maddy (15/27)
Paul Maddy varð í 13. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya í Girona á Spáni, 15.-20. nóvember 2014 og þar sem Birgir okkar Leifur Hafþórsson lék með en komst því miður ekki áfram, að þessu sinni. Paul Maddy fæddist 9. maí 1981 í Cambridge á Englandi og er því 33 ára. Maddy hefir tekið þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar á hverju ári frá árinu 2004 og þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur kortið sitt á Evrópumótaröðina. Maddy býr í Royston í Englandi og er þar í Gog Magog golfklúbbnum. Hann átti mjög erfitt á 2. stigi úrtökumótsins þar sem honum reyndist erfiður í skauti 1. hringur Lesa meira
Gísli í 6. sæti e. 2. dag á Orange Bowl – á 67 glæsihöggum og fór upp um 24 sæti milli daga!!!
Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur í GK, landsliðskylfingur, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki og sigurvegari Duke of York 2014 lék 2. hring á Boys Junior Orange Bowl Championship á Biltmore vellinum í Coral Gables, í Miami á glæsilegum 67 höggum, 4 undir pari. Stórglæsilegt!!! Á hringnum fékk Gísli glæsiörn, 5 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Samtals er Gísli því búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (73 67). Gísli deilir 6. sætinu með 2 öðrum, sem líka eru búnir að spila á samtals 2 undir pari. Gísli er sá kylfingur sem bætti sig langmest en hann fór upp á skortöflunni um heil 24 sæti úr 30. sætinu sem hann Lesa meira
GK: Áramótapúttmót Hraunkots Gamlársdag frá kl. 10-15
Þá er komið að hinu árlega Áramótapúttmóti Hraunkots sem fer fram á Gamlársdag. Byrjað verður að pútta klukkan 10:00 og verður opið til klukkan 15:00. Glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt. Aukaverðlaun fyrir flesta ása, flest þrípútt og flesta tvista. Stinni verður með kaldan á kanntinum og allt fljótandi í snakki og ídýfum. Leiknir verða tveir 18 holu pútthringir og telur betri hringurinn í mótinu. GK hvetjur alla kylfinga til að koma og klára golfárið í Hraunkoti. Þátttökugjald einungis 700 krónur. Einnig verður golfskálinn opin fyrir þá sem vilja setjast niður og fara yfir golfsumarið. Kveðja starfsfólk Hraunkots.
Gísli með glæsiörn og á 3 undir e. 14 holu spil á 2. hring Orange Bowl
Gísli Sveinbergs, afrekskylfingur í GK, landsliðsmaður, Íslandsmeistari í piltaflokki í höggleik 2014 og sigurvegari Duke of York mótsins á nú aðeins eftir að spila 4 holur á Biltmore golfvellinum þar sem Boys Junior Orange Bowl Championship fer fram. Gísli byrjaði á 10. braut í dag. Hann á 4 holur óspilaðar af 2. hring þegar þetta er ritað og var rétt í þessu að fá glæsiörn á par-4 5. braut Biltmore vallarins. Hann er sem stendur á 3 undir pari og fer við það upp um heil 21 sæti í mótinu – er sem stendur jafn öðrum í 9. sæti. Sem sagt kominn á topp-10 meðal þeirra bestu!!! Ef hann heldur Lesa meira
Jóla- og áramótakveðja frá Tiger
Hér fer áramótakveðja frá Tiger Woods, þar sem hann fer yfir liðið ár, sem ekki hefir verið það besta á ferlinum hjá honum. Gefum Tiger orðið: „Sem kylfingur var árið 2014 eitt af mest pirrandi árum mínum vegna þess að ég hef verið meiddur mest allt árið. Ég er loks orðinn nógu frískur til að æfa og gefa mig allann í golfleikinn aftur og það verður gaman á næsta ári. En á svo margan annan hátt var árið (2014) frábært og ég hef margt til að vera þakklátur fyrir. Krökkunum mínum gengur frábærlega; þeir vaxa og eru að þroskast og það gerist hraðar en mig óraði fyrir. Þeir eru að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2014
Það er nr. 12 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 30 ára stórafmæli í dag! Martin Kaymer er svo sannarlega búinn að eiga glæsiár, árið 2014 og margt sem gerst hefir í lífi hans á árinu, sem er að líða. Eftirminnilegur er stórglæsilegur sigur hans á Opna bandaríska risamótinu, þar sem hann átti 8 högg á næsta keppanda. Eins sigraði hann á Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið. Í árslok á síðasta ári var hann í 39. sæti heimslistans og er því búinn að fara upp heimslistann um 27 sæti á þessu Lesa meira
GB: Áramótið haldið í Eyjunni
ÁRAMÓT Golfklúbbsins í Borgarnesi verður haldið að þessu sinni í vernduðu umhverfi út í EYJU. Fyrsta Púttmót vetrarins verður með tilþrifum og góðum verðlaunum og ekki síður NÆST HOLU Í HERMINUM (ca 25.000). Höggið kostar 500 kall og má reyna eins oft og hver vill. Stjórn GB hvetur GB-inga að mæta og dúllast fram eftir degi við það sem öllum golfurum er tamt.: Að golfa og segja sögur frá því. „Egill“ verður ekki rekinn af svæðinu, hvað þá „Viking“ar.
Gísli Sveinbergs T-30 e. 1. dag á Orange Bowl
Gísli Sveinbergsson Íslandsmeistari í höggleik pilta 2014 og sigurvegari Duke of York mótsins í ár er að standa sig virkilega vel á gríðarlega sterku áhugamannamóti í Coral Gables, Miami; Boys Junior Orange Bowl Championship. Leikið er á sögufrægum golfvelli Biltmore hótelsins. Þátttakendur eru landsmeistarar landa sinna eða ríkjameistarar í Bandaríkjunum, auk þess sem nokkuð fleiri frá Flórída vinna sér inn keppnisrétt í mótinu, þar sem mótið fer fram þar. Þátttakendur eru 52 og eftir 1. dag er Gísli jafn 5 öðrum í 30. sæti mótsins. Gísli lék fyrsta hringinn á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna í Orange Lesa meira










