Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 11:45

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Derek Fathauer (49/50)

Nú á bara eftir að kynna 2 af 50 strákum sem hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015 og Golf 1 hefir verið að kynna undanfarna mánuði frá því úrslit lágu fyrir 21. september 2014: Derek Fathauer, sem varð í 2. sæti á Web.com Finals og sigurvegara mótsins Adam Hadwin og verða þeir nú kynntir  í lok þessa árs. Nokkuð merkilegt er að þeir báðir Fathauer og Hadwin léku í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði University of Louisville, í Kentucky. Fathauer er 28 ára en Hadwin 26 ára. Byrjum á Fathauer / Hadwin verður kynntur í blálok þessa árs, á morgun Gamlársdag. Derek Fathauer fæddist 20. janúar 1986 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 11:00

LEIÐRÉTT FRÉTT: Gísli leikur lokahringinn í dag á Orange Bowl

Þau leiðu mistök urðu í gær á Golf 1 að Junior International Orange Bowl mótið, sem Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr GK og A-landsliðsmaður hefir verið að taka þátt í var stytt í 3 hringi og skrifuð úrslitafrétt um að Gísli hefði hafnað í 4. sæti. Þetta hefir verið leiðrétt á Golf1 vefnum, og er Gísli beðinn innilegrar afsökunar á þessari misritun. Hið rétta er að Gísli er T-4 þ.e. deilir 4 .sætinu með (2) öðrum keppendum fyrir lokahringinn og eins leikur Gísli  lokahringinn í dag; fer út af 1. teig á Biltmore golfvellinum kl. 8:57 (íslenskur tími 13:57) – í næstsíðasta holli, þeirra sem fara út af 1. teig (þ.e. fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 09:00

Kínverski undradrengurinn Ye Wo-cheng tekur þátt í Orange Bowl 2014

Meðal keppenda á Boys Junior Orange Bowl Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins er 14 ára kínverskur undradrengur í golfi Ye Wo-cheng.   Hann er sá yngsti sem leikið hefir á móti Evrópumótaraðarinnar en það var í China Open í fyrra, 2013 þegar hann lék í mótinu  12 ára og 242 daga.  Ye Wo-cheng er fæddur 2. september 2000. China Open er mót sem Evrópumótaröðin og Asíustúrinn standa sameiginlega að. Wo-cheng spilaði líka í European Masters 2013 í Crans-sur-Sierre í Sviss og hlaut fyrir vikið gagnrýni Miguel Ángel Jiménez, sem var elsti þátttakandinn  – sjá með því að SMELLA HÉR: og  með því að SMELLA HÉR: Wo-cheng er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 08:00

GÖ: Aðalsteinn Steinþórsson nýr formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Öndverðarness var haldinn 18. desember.  Fundurinn var vel sóttur en tæplega 70 félagar mættu á aðalfundinn. Formaður GSÍ Haukur Örn Birgisson mætti á fundinn.  Óskaði hann klúbbnum til hamingju með 40 ára afmælið og sæmdi nokkra félaga heiðursmerki GSÍ fyrir áratuga sjálfboðastarf og vel unnin störf í þágu klúbbsins og golfhreyfingarinnar.  Silfurmerki GSÍ hlutu Guðmundur E. Hallsteinsson og Knútur Kristinsson. Gullmerki GSÍ hlutu Hafdís Helgadóttir, Einar Einarsson og Örn Karlsson. Guðmundur E. Hallsteinsson, formaður klúbbsins s.l. 7 ár og varaformaður áður í 3 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Klúbburinn hefur dafnað og vaxið undir hans stjórn og þökkuðu félagar honum með lófaklappi og húrrahrópum.  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 19:00

Gísli T-4 í Orange Bowl e. 3. dag

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 erí 4. sæti á Boys Junior Orange Bowl Championship e. 3. dag mótsins, sem fram fer að venju á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Miami. Gísli er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 212 höggum (73 67 72). Hann hefir bætt sig með hverjum hring;  byrjaði á að vera í 30. sæti af 52 keppendum eftir 1. dag; eftir 2. hring og glæsispilamennsku upp á 4 undir pari, 67 högg var komst Gísli í 6. sæti og nú í dag fór hann enn upp á við í 4. sætið, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 17:00

SNAG leiðbeinendanámskeið í Hraunkoti föstudaginn 3. janúar 2015

SNAG þýðir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Æ fleiri kennarar og skólar á mismunandi skólastigum vilja bjóða nemendum sínum að læra undirstöðuatriðin í golfi með SNAG kennslufræðinni í íþróttatímum í bland við aðrar íþróttir eða sem sérstakt valnámskeið. Um 7000 manns hafa kynnst golfinu í gegnum SNAG búnaðinn og eru SNAG leiðbeinendurnir orðnir um 80 talsins frá 30 sveitarfélögum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Henriksen – 29. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ásta Henriksen.  Ásta er fædd 29. desember 1964 og á því merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Ástu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Henriksen Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (56 ára); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (54 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (48 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (48 ára); Robert Dinwiddie, 29. desember 1982 (32 ára); Martin Laird, 29. desember 1982 (32 ára) ….. og ….. Helga Rut Svanbergsdóttir · 32 ára   Jason Nói Arnarsson    Finnbogi Þorkell Jónsson · 33 ára Arinbjörn Rebel Kúld · 54 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 13:57

Gísli Sveinbergs fer út af 1. teig á 3. degi Orange Bowl

Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 fer út í dag kl. 8:57 að staðartíma í Coral Gables, í Miami, þ.e. nákvæmlega þegar þessi frétt birtist kl. 13:57 að íslenskum tíma en 5 tíma tímamismunur er á Miami og Hafnarfirði. Gísli fer út af 1. teig Biltmore golfvallarins, en ræst er út með 9 mínútna millibili. Gísli átti stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg og er á samtals 2 undir pari og kominn í 6. sæti af 52 geysisterkum þátttakendum. Það er vonandi að áframhald verði á góðu gengi Gísla í dag!!! Fylgjast má með gengi Gísla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 13:00

Fjölgar í fjölskyldu Bubba Watson

Mastersmeistarinn Bubba Watson og kona hans Angie ættleiddu lítinn strák, sem þau gáfu nafnið Caleb árið 2012. Sama ár vann Bubba fyrri Masters risamótstitil sinn í frægum bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Nú í ár, 2014,  vann Watson annan Masters risamótstitil sinn, og átti í þetta sinn 2 högg á þá Jonas Blixt og Jordan Spieth eins og frægt er orðið. S.l. miðvikudag þ.e. Aðfangadaginn 24. desember 2014 tvítaði Bubba eftirfarandi og birti meðfylgjandi mynd með: Caleb has a brand new baby sister, Dakota. Watson Family is now 4 and we are so blessed! #ABCD (Lausleg þýðing: Caleb á nú glænýja systur, Dakota.  Watson fjölskyldan telur nú 4 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Heather MacRae (3/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira