Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2015 | 11:00

Afmæli: Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar – 1. janúar 2015

Afmæli Nýársdags í golfinu í ár á Golf 1 áttu Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar .  Komast má á facebook síðu golfklúbbanna sem áttu afmæli í gær hér að neðan: Golfklúbburinn Oddur  24 ára afmæli facebooksíðu GO – Stofndagur GO er í raun 14. júní 1993! Golfklúbbur Hornafjarðar · 44 ára (GHH var stofnaður Nýársdag 1971). Frægir kylfingar sem áttu afmæli í gær, Nýársdag eru: Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (60 ára stórafmæli); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (46 ára)…… og ….. Guðmundur Sigurbjörnsson (17 ára) Baldvin Njálsson · 27 ára Emil Thorarensen Eysteinn Magnús Guðmundsson · 43 ára Gestur Már Sigurðsson · 51 árs Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir · 51 árs Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2015 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Espen Kofstad (16/27)

Það var norski frændi okkar Espen Kofstad sem varð í 12. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni í nóvember s.l. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Espen Kofstad er fæddur 11. ágúst 1987 í Osló, Noregi og er því 27 ára. Kofstad byrjaði að spila golf 5 ára á golfvelli í Svíþjóð sem var 15 mínútna bátsferð frá sumarbústað Kofstad-fjölskyldunnar í Noregi. Hann fékk golfbakteríuna snemma og var snemma farinn að taka þátt í áhugamannamótum.  Ferill hans hefði þó getað tekið aðra stefnu hefði hann farið í fótspor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2015 | 09:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagný Davíðsdóttir og Kristinn Nikulásson – 31. desember 2014

Afmæliskylfingar Gamlársdags 2014 á Golf 1 eru Dagný Davíðsdóttir og Kristinn Nikulásson. Dagný er fædd 31. desember 1964 og átti því 50 ára stórafmæli á Gamlársdag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni síðbúið til hamingju með merkisafmælið: Dagný Davíðsdóttir f. 31. desember 1964 (50 ára stórafmæli – Síðbúið innilega til hamingju með merkisafmælið!!! ) Hinn afmæliskylfingur dagsins, Kristinn Nikulásson átti 60 ára stórafmæli en hann er fæddur 31. desember 1954. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum síðbúið til hamingju með merkisafmælið: Kristinn Nikulásson f. 31. desember 1954 (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2014 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2015!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2015,  með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 39 mánuði, þ.e. 3 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst rúmlega 11300 greinar, en þar af voru rúmlega 3600 skrifaðar á s.l. ári, 2013  sem þýðir u.þ.b. 10 greinar um golf á hverjum einasta degi ársins, sem er mesta fréttamagn á vefsíðu um golf á Íslandi. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2014 | 11:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Adam Hadwin (50/50)

Nú á bara eftir að kynna þann sem sigraði Web.com Finals og varð þannig í 1. sæti af þeim 50 sem hlutu kortið sitt á PGA Tour, en það er kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin.  Rétt sleppur hjá Golf1 að kynna alla 50 nýju strákana á PGA Tour árið 2014. Adam Hadwin fæddist 2. nóvember 1987 í Moose Jaw, Saskatchewan, í Kanada og er því 27 ára. Hadwin býr í Abbotsford, British Columbia, í Kanada. Hadwin ólst upp við að spila golf í  Ledgeview golfklúbbnum en klúbbfélagi hans þar var m.a. Nick Taylor. Pabbi Adam Hadwin, Jerry , er golfkennari sem spilaði á kanadíska PGA árið 1979. Hadwin varð félagi RCGA árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 19:45

Gísli lauk keppni T-14 í Orange Bowl

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 varð T-14  á Boys Junior Orange Bowl Championship í dag, lokadaginn, en mótið fór að venju fram á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Miami. Gísli lék samtals á 2 yfiir pari, 286 höggum (73 67 72 74). Á hringnum í dag fékk Gísli 3 fugla, 4 skolla og 1 skramba – lék á 3 yfir pari og því varð lokastaðan 2 yfir pari, en fyrir hringinn var Gísli í 1 undir pari. Þetta er frábær topp-15 árangur!!! Góð frammistaða hjá Gísla meðal bestu kylfinga U18 í heiminum!!! Sjá má með lokastöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 14:00

Obama bað brúðhjón afsökunar

Obama varð að biðja brúðhjónin og ofurstana Natalie Heimel og Edward Mallue Jr. afsökunar en þau urðu að flytja brúðkaupsstaðsetningu sína, en þau ætluðu að gifta sig í Kaneohe Klipper golfvellinum á Marine Corps herstöðinni í Hawaii. Ástæðan: Öryggisráðstafanir vegna þess að Obama forseti ætlaði að spila golfhring á vellinum. Pínlegt fyrir Obama: vegna þess að Heimel og Mallue voru áður búin að bjóða Obama í brúðkaupið, en hann sagðist vera „vant við látinn.“ Það komst upp um allt að Obama ætlaði bara að spila golfhring í stað þess að mæta í brúðkaupið vegna gríðarlegra öryggisráðstafana sem gera verður í hvert sinn sem Bandaríkjaforseta dettur í hug að spila golfhring. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Melissa Eaton (4/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 12:30

Sang Moon Bae kvaddur í Kóreuher – Verður hlé á PGA Tour ferli hans?

PGA Tour ferill suður-kóreanska kylfingsins Sang-moon Bae gæti verið í hættu eftir að hinn 28 ára Bae var kvaddur í herinn og beðinn að snúa aftur heim til Kóreu. Sang-moon Bae, sem á í beltinu 2 sigra á PGA Tour, var neitað um undanþágu frá herþjónustu skv. heimild Yonhap fréttastofunnar, sem vísaði til móður Bae. Bae, sem er, sem stendur, nr. 84 á heimslistanum og hefir þegar unnið sér keppnisrétt á Masters risamótið í Augusta National, í apríl á næsta ári, 2015, er gert að snúa til Kóreu í árslok 2015, en geri hann það ekki á hann yfir höfði sér opinbera málshöfðun. Allir suður-kóreanskir karlmenn á aldrinum 18-35 verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods —— 30. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger  fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er því 39 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger 2 ára í The Mike Douglass Show Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum.  Fyrsta skiptið sem það gerðist var hann Lesa meira