PGA: Hver er líklegastur til að ná 1. sigri sínum 2015?
Nú fer 2015 hluti 2014-2015 keppnistímabils PGA Tour að hefjast, en það hefst 9. janúar n.k. með Hyundai Tournament of Champions, á Hawaii. Nú er bara spurningin hvaða kylfingur sé líklegur til að ná 1. sigri sínum á PGA mótaröðinni 2015? Fréttamenn PGA Tour spurðu 4 þekkta golffréttamenn þessara spurninga og þeir komu fram með 3 mismunandi tilgátur. Tveir þeirra töldu að Cameron Tringale hafi verið að standa sig vel undanfarið og því væri hann sjóðandi heitur og myndi ná fyrsta sigri sínum Enn annar taldi að John Peterson myndi vinna sigra og sá fjórði benti á nýliða ársins á Evrópumótaröðinni 2014, Brooks Koepka og taldi hann vera líklegan til Lesa meira
Lindsey þakkar Tiger að hún hafi náð sér eftir skíðameiðslin
Í nýlegu viðtali endurtók Lindsey Vonn, 30 ára, kærasta Tiger Woods, að Tiger hefði hjálpað sér í endurhæfingunni eftir skíðaslysið sem hún lenti í, í Schladmig í Austurríki, en Tiger sendi sem kunnugt er einkaþotu sína eftir henni til að fljúga aftur með hana til sín í Flórída. Þar hefir Lindsey verið að ná sér og sneri aftur til keppni fyrir jól og vann einn heimsmeistaratitil í bruni. Í viðtali E! Online við Lindsey kom m.a. fram að áður en hún fór að vera með Tiger hefði hún ekki verið vön að vera í kastljósi fjölmiðla en eftir að þau byrjuðu saman hafi hún bara þurft að venjast því öllu. Lindsey Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Lynn Carlsson (6/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira
Óhefðbundin aðferð við að draga tönn úr barni – með kylfu, golfkúlu og tannþráð
Fæst okkar hafa misst barnatennurnar með hjálp tannþráðs, sem bundinn er við tönnina og golfkúlu sem fest hefir verið við hinn endann á honum og föður sem síðan slær golfhögg í kúluna þannig að tönnin kippist úr barninu. Þannig dró pabbinn Phil Smith tönn úr 7 ára syni sínum Noah. Allt var þetta tekið upp á myndband og sett á Youtube nú fyrr í vikunni og hafa 150.000 manns þegar séð tanndráttinn óhefðbundna og skiptar skoðanir um athæfið – finnst sumum þetta til marks um að Smith sé slæmt foreldri. Smith sagði að tönn sonarinn hefði pirrað hann; hún hefði verið farin að losna en ekki viljað fara. Sonur sinn, Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og eiga því 61 árs afmæli í dag!!! Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu Marólínu til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan: Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954 (61 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Andrea Perrino, 2. janúar 1984 (31 árs) ….. og ……. Börkur Gunnarsson f. 2. janúar 1970 (45 ára) Stefán Hrafn Jónsson f. 2. janúar 1968 (47 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
GKS & GÓ: Kylfingar gengu með skarðan hlut frá borði í kjöri um Íþróttamann Fjallabyggðar
Þann 28. desember s.l. var kjörinn íþróttamaður ársins í Fjallabyggð í Allanum á Siglufirði. Dagskráin hófst kl. 17:00 og var eftirfarandi: 1. Ávarp forseta Skjaldar, Ómars Haukssonar 2. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar 3. Ávarp Íþróttamanns Fjallabyggðar 2013 4. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar 5. Hlé. Veitingar í boði Fjallabyggðar 6. Dregið í boðsmiðahappadrætti 7. Tónlistaratriði. Tónskóli Fjallabyggðar 8. Val á besta manni hverrar íþróttagreinar 9. Viðurkenning veitt fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum 10. Ávarp fulltrúa UÍF 11. Íþróttamaður ársins valinn. Val á íþróttamanni ársins í Fjallabyggð er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar. Fjórða árið í röð var það skíðakappinn Sævar Birgisson í Skíðafélagi Ólafsfjarðar kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar. Gabríel Reynisson var kjörinn knattspyrnumaður Lesa meira
GK: Axel sigraði í Áramótapúttmóti Hraunkots – Myndsería
Á Gamlársdag 2014 fór að venju fram Áramótapúttmót Hraunkots. Góð þátttaka var í ár en 116 kylfingar púttuðu síðasta dag ársins í Hraunkoti. Sigurvegari Áramótapúttmótsins að þessu sinni varð klúbbmeistari Keilis 2014 Axel Bóasson en hann var á glæsilegum 9 undir eða 27 púttum (13 14). Næstir á eftir Axel urðu eftirfarandi kylfingar: Aron Atli Valtýsson 15 13 28 pútt Ragnar Ágúst Ragnarsson 14 14 28 pútt Anna Sólveig Snorradóttir 12 16 28 pútt Guðrún Brá Björgvinsdóttir Lesa meira
Áramótapúttmót Hraunkots 2014 – Golfklúbbnum Keili – Myndasería
6 manns hlutu stungusár á Nýársgrímuballi á Ryder Cup golfstaðnum The Belfry
Sex manns hlutu stungusár í tveimur óskyldum málum á The Belfry Gamlársdagskvöld, þar sem Ryder Cup hefir m.a. farið fram 1985, 1989, 1993 og 2002. Gamlársdagskvöld fór fram grímuball fyrir þá sem voru yfir 20 ára að aldri. Einn maður hefir í kjölfarið verið handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás og einn fyrir minniháttar líkamsárás og sá þriðji fyrir ósæmilega hegðun. Einn mannanna af þeim 6 sem hlutu stungusár liggur þungt haldinn á gjörgæslu., einn er enn á spítala að ná sér en hinir 4 fengu að fara af bráðadeild eftir aðhlynningu þar. Lögreglan var kölluð að Bel Air næturklúbbnum sem er í Warwickshire golfstaðnum kl. 00.50 Nýársdag eftir að 21 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Rebecca Sörensen (5/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira










