JBS hættir við Wozniacki einbeitir sér nú að Cristiano Ronaldo
JBS nærfataframleiðandinn danski hefir haft fyrrum heitkonu nr. 1 í golfinu, Caroline Wozniacki, (á mjög ábatasömum samningi fyrir Caro) hjá sér sem módel nærfatnaðar síns, frá árinu 2012. Sjá má myndskeið af myndatökum með Caro sem módel fyrir JBS með því að SMELLA HÉR: Nú hefir JBS ákveðið að endurnýja ekki samninga við fyrrum nr. 1 í tennisnum Wozniacki en ætlar að einbeita sér að knattspyrnukappanum portúgalska, Cristiano Ronaldo í staðinn. „Við höfðum vonast til að ná tökum á markaðnum, en áhrif CR7 (nærfatalínu Ronaldo) hefir verið mun meiri en okkur dreymdi um. Þannig að það er best fyrir fyrirtækið að hætta samstarfi við Caroline Wozniacki,“ sagði framkvæmdastjóri JBS, Morten Alstrup í samtali Lesa meira
Ólafía Þórunn og Birgir Leifur kylfingar ársins 2014
Þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur ognBirgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru kylfingar ársins 2014. Ólafía og Birgir eru m.a. Íslandsmeistarar í golfi og atvinnukylfingar styrkt af Forskoti afrekssjóði kylfinga en að honum standa Eimskipafélag Íslands, Íslandsbanki, Icelandair, Valitor og Golfsambandið. Í umsögn um valið kom fram að eftirfarandi: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG: Íslandsmeistari i höggleik karla og komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga um árabil og var eini íslenski kylfingurinn sem náði alla leið í lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR: Íslandsmeistari í höggleik kvenna og var lykilmaður í landsliði Íslands sem keppti á Heimsmeistaramótinu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir – 7. janúar 2015
Afmæliskylfingar dagsins er Dalvíkingurinn Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir. Hún er fædd 7. janúar 1942 Gígja er félagi í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD) Komast má facebook síðu Gígju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD (73 ára – Elsku Gígja, Innilega til hamingju með afmælið!!!) Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Emanuele Canonica, 7. janúar 1971 (44 árs); Daniel Vancsik, 7. janúar 1977 (38 ára); Natalie Gulbis, 7. janúar 1984 (31 árs); Joost Luiten 7. janúar 1986 (29 ára); Martina Gilles, 7. janúar 1988 (27 ára) ; Jodi Ewart, 7. janúar 1988 (27 ára) …… og Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Richard McEvoy (20/27)
Það var kylfingurinn Richard McEvoy sem varð í 8. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Richard McEvoy er fæddur 13. júní 1979 í Shoeburyness á Englandi. McEvoy byrjaði í golfi eftir að vinur pabba hans sem var golfkennari gaf honum kylfur 8 ára gamall, en McEvoy reyndist mjög hæfileikaríkur unglingur. Hann var í sigurliði Breta og Íra í Walker Cup og vann Q-school Evrópumótaraðarinnar 2003 en hélt ekki kortinu sínu 2004. Hann fékk aftur spilaréttindi sín í lok 2005 Lesa meira
Gulbis í líkamsrækt e. hátíðarnar
Natalie Gulbis er komin niður í í 231.sæti á heimslista kvenna – Rolex listanum. Hún er ein af þeim kvenkylfingum, sem notað hefir kynþokkann til þess að halda sér í fréttum, þó árangurinn á golfvellinum hafi ekki fylgst eftir að sama skapi. Gulbis er því mjög meðvituð um útlit sitt og mikilvægi þess að líta vel út á golfvellinum. Þess mætti geta að skvísan á afmæli í dag er 31 árs! Burtséð frá góðu útliti á golfvellinum, þá er auðvitað hverjum kylfingi hollt að stunda líkamsrækt samhliða golfæfingum. Gulbis tvítaði um daginn að hún væri byrjuð á fullu í ræktinni eftir hátíðarnar og lét fylgja með eftirfarandi myndir:
Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 árið 2014 (3/5)
Alls voru yfir 3600 greinar skrifaðar á Golf 1 árið 2014, sem er aukning frá árinu áður, 2013 og langmesta golffréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag. Lesendum Golf 1 fjölgaði jafnframt töluvert á árinu 2014. Golf 1 birtir nú 50 vinsælustu golffréttaefni ársins 2014 á vefnum, bæði golffréttir og myndaseríur og í dag birtist það sem var í 21.-30. sæti yfir mest lesna/skoðaða efnið. Þetta er eftirfarandi golffréttaefni (Smellið á undirstrikuðu fyrirsagnirnar til þess að sjá greinarnar/myndirnar): 21. sæti Áskorendamótaröð Íslandsbanka nr. 1 á Setbergsvelli – 24. maí 2014 22. sæti Frægir golffrasar 23. sæti GKJ: Ingvar Andri sigraði í bráðabana – Margrét Óskars með flesta punkta (37) í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Amber Ratcliffe (8/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira
15 ríkustu læknar í heimi – hversu margir þeirra skyldu spila golf?
Læknar hafa löngum verið miklir kvennaseglar og hafa fjárgírugar konur í gegnum tíðina látið sér fátt finnast um háan aldursmun milli sín og velstæðs læknis, útlit læknisins, hvaðan hann er eða hvort hann er algjört himpigimpi í mannlegum samskiptum o.s.frv Atriði sem venjulega skipta máli í sambandi manna eru látin lönd og leið og slakað á kröfunum vegna þess eins að maðurinn á peninga. Þetta á reyndar við alla ríka menn; en læknar hafa löngum talist til þeirra sem eru velstæðir, þótt verulega sé nú sorfið að efnahag þeirra s.s. fjöldauppsagnir og launadeilur a.m.k. hérlendra lækna bera vitni um. Aðalatriðið er að læknir hafi nóg fé milli handanna og geti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2015
Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 53 ára afmæli í dag. Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, 6. janúar 1921; Nancy Lopez 6. janúar Lesa meira
Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 árið 2014 (2/5)
Alls voru yfir 3600 greinar skrifaðar á Golf 1 árið 2014, sem er aukning frá árinu áður, 2013 og langmesta golffréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag. Lesendum Golf 1 fjölgaði jafnframt töluvert á árinu 2014. Golf 1 birtir nú 50 vinsælustu golffréttaefni ársins 2014 á vefnum, bæði golffréttir og myndaseríur og í dag birtist það sem var í 31.-40. sæti yfir mest lesna/skoðaða efnið. Þetta er eftirfarandi golffréttaefni (Smellið á undirstrikuðu fyrirsagnirnar til þess að sjá greinarnar/myndirnar): 31. sæti Eimskipsmótaröðin 2014 (5) – Íslandsmótið í höggleik hjá GKG – 1 dagur – 24. júlí 2014 – Myndasería 32. sæti Tvít milli Rory og Rickie 33. sæti Viðtalið: Pétur Sigurdór Lesa meira










