Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Eduardo de la Riva (21/27)

Það var spænski kylfingurinn Eduardo de la Riva sem varð í 7. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni  15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Eduardo de la Riva er fæddur 11. júní 1982 í Barcelona á Spáni og varð því 30 ára á árinu. Hann er nákvæmlega 10 árum eldri en Rúnar Arnórsson, GK og á sama afmælisdag og Geoff Ogilvy. Nýliðaár de la Riva á The European Tour var árið 2003, en hann missti kortið sitt eftir að hafa orðið 175. á peningalistanum. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 12:00

Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 2014 (4/5)

Alls voru yfir 3600 greinar skrifaðar á Golf 1 árið 2014, sem er aukning frá árinu áður, 2013 og langmesta golffréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag. Lesendum Golf 1 fjölgaði jafnframt töluvert á árinu 2014. Golf 1 birtir nú 50 vinsælustu golffréttaefni ársins 2014 á vefnum, bæði golffréttir og myndaseríur og í dag birtist það sem var í 11.-20. sæti yfir mest lesna/skoðaða efnið. Þetta er eftirfarandi golffréttaefni (Smellið á undirstrikuðu fyrirsagnirnar til þess að sjá greinarnar/myndirnar):  11. sæti GK: Ekki búist við kalskemmdum 12. sæti Viðtalið: Grímur Þórisson GR og GÓ  13. sæti Íslenska kvennalandsliðið lauk leik í 29. sæti á HM kvenna í Japan 14. sæti  Nýju stúlkurnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 11:00

Barbara Nicklaus hlaut USGA Bob Jones viðurkenninguna

Eiginkona Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus þ.e. Barbara Nicklaus var heiðruð af bandaríska golfsambandinu USGA) í gær, miðvikudaginn 7. janúar 2014. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingi sem hefir sýnt íþróttamannslegan anda, persónulegan karakter og virðingu fyrir golfleiknum, svipuðum þeim sem Jones, sigurvegari 9 USGA meistaramóta sýndi. „Vá! Maður verður virkilega auðmjúkur af að hljóta þennan heiður!“ sagði Barbara Nicklaus þegar henni voru færðar fréttirnar. „Bandaríska golfsambandið (USGA) hefir verið hluti af lífi okkar Jack  frá því við vorum táningar og við höfum alltaf virt og emtið framlög þeirra og áhrif á þennan frábær leik, golfið. Að hljóta þennan heiður, sem ber nafn manns sem hafði þvílík djúp áhrif á fjölskyldu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Virginia Espejo (9/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Takið þátt í vali á höggi ársins

Á Evróputúrnum 2014 sáust mörg gullfalleg högg. Fram til 9. febrúar n.k. þ.e. í u.þ.b. 1 mánuð enn gefst mönnum færi á að velja högg ársins á vefsíðu Evróputúrsins (ens. European Tour). Þátttakendur í vali um besta högg ársins 2014 geta unnið golfferð til Þýskalands. Hér má sjá samantekt af glæsilegum höggum ársins 2014 SMELLIÐ HÉR:  Til þess að taka þátt í kosningunni um högg ársins 2014 á Evróputúrnum SMELLIÐ HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 08:00

Phil Mickelson á Paleo kúrnum

Phil Mickelson vann ekkert einasta mót á 2013-14 keppnistímabilinu og það er í fyrsta sinn sem það hefir gerst frá árinu 2003. Afleiðing þess er m.a. að hann er komin niður í 14. sæti heimslistans ….. og hann er farinn að taka á sínum málum hvað heilbrigði og hreysti varðar. „Phil er á Paleo kúrnum sem stendur, sem þýðir að hann neytir aðeins glútenlauss fæðis, borðar engan sykur eða unninn mat,“ sagði þjálfari Phil,  Sean Coachran. „Ég hugsa að það sé svona sem við vorum sköpuð til að borða.  Maður verður að velta því fyrir sér af hverju geymslutími Twinkie (vinsælar, mjúkar kremfylltar smákökur) eru 5 ár (líklegast vegna of mikilla rotvarnarefna?) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 07:45

David Duval gerist golffréttaskýrandi Golf Channel

David Duval hefir verið ráðinn golffréttaskýrandi Golf Channel. Fyrsti þátturinn með honum verður frá Humana Challenge mótinu á PGA mótaröðinni eftir 2 vikur, þar sem Duval lék á 59 höggum á lokahring sínum fyrir 16 árum síðan og fór við það í 1. sæti heimslistans. Duval sagði að hann liti ekki á þessa stöðu sína, að með henni væri hann að draga sig í hlé frá PGA Tour. Duval sem sigraði á Opna breska 2001 hefir verið að fást við meiðsli meiripart síðasta áratugar og hefir ekki verið með fullan keppnisrétt á PGA frá árinu 2011. „Þetta veitir færi á að koma að leiknum sem ég elska og læra nýja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 07:15

Asíutúrinn: 5 bestu björgunarhöggin

Hér á meðfylgjandi myndskeiði má sjá 5 bestu björgunarhöggin (ens.: recovery shots) á Asíutúrnum. Nr. 1 er klassahögg sem allir verða að sjá! Til þess að sjá 5 bestu björgunarhöggin  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 00:15

Rory með í Abu Dhabi en sleppir Tournament of Champions í Hawaii á PGA

Rory McIlroy verður ekki með á 1. móti ársins 2015 á PGA mótaröðinni, Tournament of Champions, en það er hefðbundið mót þeirra sem sigrað hafa á PGA mótaröðinni árið áður. Rory er án nokkurs efa stærsta nafnið sem vantar í mótið. Þess í stað tekur Rory þátt í 1. móti Evrópumótaraðarinnar á þessu ári, en það er Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Á heimasíðu sína skrifaði Rory m.a. að sér liði vel með sveiflu sína og gæti ekki beðið eftir að hefja keppnistímabilið í næstu viku! Swing feeling good! Can’t wait to get the season started next week at theAbu Dhabi HSBC Golf Championship ‪#‎ADunexpected‬  

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2015 | 19:00

Sænsk lúxuseyja – fyrrum eign Tiger – til sölu

Sænsk lúxuseyja, sem áður var í eigu kylfingsins Tiger Woods, er nú til sölu. Þetta er 62-ekru eyja, í Mälaren vatni í Svíþjóð og var fyrrum heimili Tiger og fyrrum eiginkonu hans Elínar Nordegren, þau 6 ár sem þau voru gift. Á eigninni eru m.a. 6 golfholur, glæsihýsi, veiðihús og flugvöllur. Á eyjunni er einnig hafnarlægi, einkaferja, sögufrægur kastali og graslendi fyrir hesta, hesthús og tvær litlar Skinnpälsarna eyjur, með vatnasvæði sem telur 500 ekrur. Verðandi eigendur verða þó að koma með sínar eigin kylfur því eignin er seld án innanstokksmuna. Sabine Rollinger, hjá Vladi Private Islands, sem er með eyjuna á söluskrá sagði m.a.: „Þessi eyja var eign  Tiger Woods, Lesa meira