Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2015 | 10:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Rikard Karlberg (19/27)

Það var sænski kylfingurinn Rikard Karlberg sem varð í 9. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni  15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Rikard Karlberg er fæddur í 1. desember 1986 og er því 28 ára. Árið 2007 varð Karlberg í efsta sæti á stigalista Nordic Golf League þar sem hann hafði sigrað í 4 mótum og þannig vann hann sér inn kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann var nýliði á Evrópumótaröðinni 2014 þó hann hafi þegar tekið þátt í 70 mótum á Evrópumótaröðinni; aðallega gegnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2015 | 08:15

McGinley: „Erum að komast nær niðurstöðu hver verður næsti fyrirliði Evrópu í Rydernum 2016″

Paul McGinley, fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu 2014 sagði í viðtali við SKY nú nýlega að fyrirsvarsmenn Evróputúrsins væru að nálgast niðurstöðu um hver verði fyrirliði Evrópu í Ryder Cup 2016, sem fram fer á Hazeltine í Minnesota, Bandaríkjunum. McGinley sem leiddi lið Evrópu til sigurs 3. skiptið í röð er hluti valnefndar sem ákveður hver verður næsti fyrirliði. Á SKY kemur fram að Darren Clarke njóti yfirgnæfandi stuðnings í fyrirliðastöðuna á Hazeltine, en aðrir líklegir kandídatar eru afmæliskylfingur gærdagsins Miguel Ángel Jiménez, og Daninn Thomas Björn. Jafnvel Írinn Pádraig Harrington hefir verið nefndur til sögunnar. McGinley sagði í viðtali við Sky Sports News HQ að viðræður við ofangreinda aðila o.fl. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2015 | 06:45

Rory: „Líkami minn hatar mig“

Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, er í sömu stöðu og margir nú í blálok jóla, eftir að hafa hlaðið á sig jólakræsingunum og fagnað glæsilegum sigrum sínum á liðnu ári en Rory vann sem kunnugt er tvö risamót golfsins Opna breska og PGA Championship risamótin, 2014. Nú er komið að skuldadögunum; hátíðarkílóin verða að fjúka. Rory er byrjaður að æfa af krafti til þess að vera í sem bestu formi fyrir fyrsta mót sitt á þessu ári, Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en það hefst  í Abu Dhabi, 15. janúar þ.e. eftir 9 daga. Meðal þeirra sem þáttt taka í mótinu eru nr. 2 á heimslistanum, Henrik Stenson, nr. 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 17:30

Afmæliskylfingur dagsins: Miguel Ángel Jiménez – 5. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er enginn annar en „vélvirkinn“, spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez. Jiménez er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og á því 51 árs afmæli í dag!!!  Hann var kvæntur Monserrat Ramirez (frá árinu 1991) en þau skildu.   Jiménez og Ramirez eiga tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999. Í maí 2014 kvæntist Jiménez Susönnu Styblo (Sjá mynd hér að neðan): Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á. Jimenéz gerðist atvinnumaður 1983 en spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 og tók stöðugum framförum næstu keppnistímabil. Hans fyrsti sigur var árið 1992, þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 16:00

Fannar Ingi varð T-3 á Junior Honda Classic

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG tók þátt í The Junior Honda Classic, en mótið fór fram í PGA National Resort í Palm Beach Gardens í Flórída, þar sem aðalmótið Honda Classic á PGA mótaröðinni fer fram árlega. Frábær reynsla sem Fannar Ingi fær þarna! Fannar Ingi lék samtals á 7 yfir pari, 151 höggi (75 76). Hann deildi  3. sæti í mótinu með 2 öðrum (T-3), sem er stórglæsilegur árangur, en 43 þátttakendur voru í mótinu! Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að  SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 14:00

Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 árið 2014 (1/5)

Það voru yfir 3600 greinar skrifaðar á árinu 2014 á Golf 1, sem er langmesta fréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag.  Þetta gerir u.þ.b. 10 birtar greinar á hverjum einasta degi ársins og er fjölgun á birtum greinum frá árinu 2013. Hér birtast 50 vinsælustu golffréttaefnin á Golf 1 árið 2014 af 3600, langflest golfgreinar en í þessari talningu eru einnig vinsælustu myndseríurnar.  Efnið er bútað niður í 5 greinar og 10 vinsælustu golffréttaefnin birt hverju sinni og byrjað á því sem var í 50. sætinu og síðan talið upp í það sem vinsælast var.  Hér birtist fyrsta greinin þ.e. vinsælasta golffréttaefni Golf 1 2014  í 50. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 12:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Andrew Dodt (18/27)

Það var ástralski kylfingurinn Andrew Dodt sem varð í 10. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni  15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Andrew Dodt er fæddur í Brisbane í Queensland, Ástralíu 26. janúar 1986 og er því 28 ára. Dodt lærði að spila golf 4 ára í  Gatton golfklúbbnum, sem er mjög nálægt heimili hans í Gatton, Ástralíu. Dodt var í golflandsliði Ástrala (ens. Golf Australia National Squad) og vann mörg mót áhugamanna þ.á.m. varð hann ástralskur meistari áhugamanna í höggleik 2007 (ens. Australian Amateur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 09:45

Heimslistinn í árslok 2014

Hvernig skyldi nú heimslistinn hafa litið út í árslok 2014? Nýr listi er væntanlegur í dag – þannig að ekki er seinna að vænna að líta á hvernig listinn leit út í árslok 2014. Rory McIlroy var í efsta sæti í árslok 2014 – byrjaði árið í 6. sæti heimslistans en eftir sigra á Opna breska í júlí ogWGC-Bridgestone Invitational í byrjun ágúst 2014 var hann aftur í toppsæti listans.  Lokavika 2014 var 60. vika hans í 1. sæti heimslistans. Vegna árs fullu af bakmeiðslum og endurhæfingu eftir bakuppskurð fór Tiger Woods úr efsta sætinu sem hann var í, í árslok 2013 niður í 32. sætið í lok árs 2014. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 00:36

Þórður Rafn komst ekki á Alps Tour

Þann 15.-17. desember s.l. fór fram úrtökumót á Alps Tour Golf mótaröðina og tók Þórður Rafn Gissurarson, GR,  þátt í því. Úrtökumótið fór fram á Asia golfvelli La Cala á Mijas Costa á Spáni, sem er par-72 og 5925 metra langur, fyrri daginn og Evrópu golfvellinum, par-71, seinni daginn. Þátttakendur voru 144. Leiknir voru 2 hringir og eftir það skorið niður. Þórður Rafn lék hringina tvo á samtals 7 yfir pari, 150 höggum (79 71) og munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist áfram gegnum niðurskurð og má segja að fyrri hringurinn á Asíu, hjá Þórði Rafni hafi gert útslagið á að hann komst ekki áfram. Sjá má úrslitin á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2015 | 00:01

Áramótakveðja Ólafs Björns

Á heimasíðu Ólafs Björns Loftssonar, NK, er áramótakveðja hans auk þess sem hann reifar markmið sín fyrir nýja árið 2015, sem er eftirfarandi: Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og fyrir ómetanlegan stuðning. Sértsaklega vil ég þó koma á framfæri þökkum til Forskots, afrekssjóð kylfinga sem samanstendur af Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanka, Valitor og Golfsambandi Íslands. Stuðningur þeirra hefur reynst mér gífurlega vel og er algjör forsenda fyrir starfi mínu sem atvinnukylfingur. Undanfarnar vikur hef ég unnið vel með mínum þjálfurum hér á Íslandi ásamt því að fara í tveggja vikna æfingaferð til Flórída fyrr í mánuðinum. Aðaláherslur mínar þessa Lesa meira