Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 2014 (5/5)
Alls voru yfir 3600 greinar skrifaðar á Golf 1 árið 2014, sem er aukning frá árinu áður, 2013 og langmesta golffréttamagn á einum golfvef á Íslandi í dag. Lesendum Golf 1 fjölgaði jafnframt töluvert á árinu 2014. Golf 1 birtir nú 50 vinsælustu golffréttaefni ársins 2014 á vefnum, bæði golffréttir og myndaseríur og í dag birtist vinsælasta efnið 2014, sem var í 1.-10. sæti yfir mest lesna/skoðaða efnið. Þetta er eftirfarandi golffréttaefni (Smellið á undirstrikuðu fyrirsagnirnar til þess að sjá greinarnar/myndirnar): Hér á eftir fer listi yfir vinsælsasta golfefnið á Golf 1 á árinu 2014: 1. sæti Golf fær 4.000.000 í afreksstyrk frá ÍSÍ 2. sæti GS: Róbert Smári sigraði á næstsíðasta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sergio Garcia ——- 9. janúar 2015
Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 35 ára afmæli í dag. Hann var í fréttum fyrir 2 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur vel valin orð um kjúklingaætuna, orð sem túlkuð voru sem kynþáttaníð. Öllu skemmtilegri var fréttin um Garcia þegar hann sigraði á Thaíland Golf Open með kærustu sína, austurrísku leikkonuna Katharinu Boehm á pokanum fyrir ári síðai. Sjá með því að SMELLA HÉR: Fyrir u.þ.b. ári síðan voru fréttir að Sergio spilaði gjarnan knattspyrnu með heimalisti sínu í Borriol, lið sem hann styrkir mjög fjárhagslega. Lesa meira
Fallegustu konur í golfinu 2015 að mati Golf.com
Golf.com hefir löngum tekið saman lista um fallegustu konurnar í golfi. Með í þeirri talningu eru ekki aðeins kvenkylfingar sem keppa á bestu kvenmótaröðum heims, heldur allar konur sem tengjast golfinu með einhverjum hætti. Ein þeirra, sú sem er efst á listanum í ár er Holly Sonders fyrrum þáttastjórnandi á Golf Channel, sem nú er komin til Fox Sports. Holly er fædd 3. mars 1987, er í fiskamerkinu og 27 ára. Holly er sem sagt með golffréttasjónvarpsþátt, en sjálf spilar hún golf var m.a. í bandaríska háskólagolfinu á sínum tíma og spilaði með golfliði Michigan State. Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á Holly Sonders SMELLIÐ HÉR: Í ár Lesa meira
Tiger sagður íhuga þátttöku í Phoenix Open – ás Tiger 1997 og dómurinn frá 1999 rifjaðir upp
Tiger Woods er sagður íhuga að spila á Phoenix Open mótinu, en umboðsmaður hans Mark Steinberg sagði í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin hvar Tiger muni spila 1. mót ársins að þessu sinni. Á Golf.com var frétt þar sem sagði að Tiger væri að smíða plön um að spila í Waste Management Phoenix Open, sem fram fer 29. janúar til 1. febrúar í Scottsdale, en miðillinn sagði Tiger þegar hafa gert ráðstafanir til þess að fá lánsbíl meðan á mótinu stendur og hafa bókað hótel. Tiger tók síðast þátt í mótinu 2001. Mótsstjórnin sagði að engin formleg skráning frá Tiger hefði borist í mótið en ekki lokar fyrir skráningu fyrr en Lesa meira
PGA: Væntingar í fjölskyldu Zach Johnson orðnar að vandamáli
Sigurvegari síðasta árs á Hyundai Tournament of Champions (skammstafað TOC) á Maui á Hawaii á síðasta ári var Zach Johnson. Johnson átti aðeins 1 högg á landa sinn Jordan Spieth í fyrra og tekur því að nýju þátt í mótinu, þar sem aðeins sigurvegarar á PGA mótum síðasta árs keppa. Zach tekur nú þátt í 8. sinn í mótinu. Í nýlegu viðtali hló hann og sagði að væntingar væru nú í fjölskyldu sinni að hefja árið á Hawaii, þannig að það væri orðið að vandamáli! (Vandamálið líklegast að Zach veit ekki hversu lengi hann heldur áfram að sigra í mótum þannig að hann hljóti þátttöku- rétt í mótinu). Verðlaunafé í mótinu Lesa meira
BBC gæti misst einkarétt sinn á sendingum frá Opna breska
R&A er að velta fyrir sér hvort hverfa eigi frá einkarétti BBC á fréttaflutningi frá Opna breska risamótinu, en BBC hefir haft þann einkarétt í yfir 50 ár en samningur BBC rennur út á næsta ári 2016. Útboð er í gangi á réttinum s.s. fram kemur í the Daily Telegraph, the Royal & Ancient’s commitment to keeping the showpiece event on the BBC is wavering. Hingað til hefir R&A staðist freistinguna að skrifa undir samning við Sky Sports en nú kynni að verða breyting á. Aukin pressa hefir myndast á R&A að endurskoða íhaldsama afstöðu sína að veita BBC einkarétt m.a. af fjárhagslegum ástæðum, en öll hin 3 risamótin hljóta Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: John Parry (22/27)
Það var enski kylfingurinn John Parry sem varð í 6. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. John Anthony Parry fæddist 17. nóvember 1986 í Harrogate á Englandi og er því tiltölulega nýorðinn 28 ára. Hann gerðist atvinnumaður árið 2007 og átti þar áður glæstan áhugamannaferil; vann m.a. danska og spænska áhugamannameistaramótin og var fulltrúi Breta og Íra í Walker Cup. Parry vann Allianz Golf Open Grand Toulouse á Áskorendamótaröðinni 2009. Það keppnistímabil varð hann í 14. sæti á Áskorendamótaröðinni og Lesa meira
Evróputúrinn: Andy Sullivan í 1. sæti snemma 2. dags á South African Open
Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem er í efsta sæti á South African Open Championship snemma dags á 2. degi, en gestgjafi mótsins er Erkurhuleni bær í Gauteng, úthverfi Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Mótið fer fram 8.-11. janúar 2015 í Glendower golfklúbbnum og í dag, eftir 2. keppnisdag, verður skorið niður. Sullivan er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Andy Sullivan, sem ekki er meðal þekktustu kylfinga með því að SMELLA HÉR: Það voru þeir Andy Sullivan og heimamaðurinn Jbe Kruger sem leiddu eftir 1. dag mótsins, en sjá má hápunkta 1. dags með því að SMELLA Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jennifer Gleason (7/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Jennifer Gleason. Jennifer Gleason fæddist í 28. september 1980 í Clearwater, Flórída og er því 34 ára. Jennifer byrjaði að spila golf 15 ára. Hún segir foreldra sína og Vincent Reid, sem vakti áhuga hennar á golfinu og þjálfara sína Kelley Phillips og Lew Smither III vera þá einstaklinga sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Jennifer átti glæstan áhugamannaferil var m.a. í sama háskóla og Berglind Björnsdóttir, GR, þ.e. University of Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hjörleifur Larsen Guðfinnsson – 8. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Hjörleifur Larsen Guðfinnsson. Hjörleifur er fæddur 8. janúar 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stóð sig m.a. vel í Ármótapúttmóti Hraunkots 2014 fyrir u.þ.b. viku síðan þar sem hann náði 4.-9. sætinu af 116 keppendum. Eiginkona Hjörleifs er Þorbjörg Jónína Harðardóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Hjorleifur Larsen Guðfinnsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Nikki Garrett, 8. janúar 1984 (31 árs) ….. og ….. Jónína Pálsdóttir Kristrún Runólfsdóttir (54 ára) Bajopar Golf (35 ára) Lesa meira










