Nýju stúlkurnar á LET 2015: Marika Voss (10/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira
PGA: 10 best klæddu kylfingarnir 2014
Golf.com tók saman lista yfir það sem að þess mati eru 10 best klæddu kylfingar á PGA mótaröðinni á árinu 2014. Kandídat í fyrirliðastöðu fyrir Ryder Cup 2016, Darren Clarke, lendir í 2. sæti og spurning hvort allir séu sammála niðurstöðunni um hver er í 1. sæti? Hér má sjá lista Golf.com yfir best klæddu kylfinga á PGA mótaröðinni 2014 SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Ian Poulter og Andrea Ásgrímsdóttir – 10. janúar 2014
Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi 2012, 2013 og 2014. Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (41 árs – Innilega til hamingju Andrea!!!) Ian Poulter í Rydernum 2012 – Ógleymanlegur!!! Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 í Hitchin, í Hertfordshire í Englandi og er því Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Emma de Groot (8/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var ástralska stúlkan Emma de Groot. Emma de Groot fæddist í Southport, Queensland í Ástralíu, 15. júlí 1988 og er því 26 ára. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segir foreldra sína þá aðila sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Þau hafi ætíð hvatt hana í golfinu en aldrei verið með neinar kröfur á hana. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Tennessee í 4 ár, þ.e. til 22 Lesa meira
Rory þarf ekki að leggja fram yfirlit yfir símtöl sín fyrir Hæstarétti Írlands
Fyrrum umboðsskrifstofa Rory McIlroy, Horizon Sport Management Ltd, fór fram á það fyrir Hæstarétti Írlands að Rory legði fram farsíma sinn til skoðunar og auk þess yfirlit yfir símtöl sín, og auk þess nánir samstarfsmenn hans þ.e. Donal Casey sem síðar varð forstjóri Rory McIlroy Inc og Sean O´Flaherty, sem var persónulegur aðstoðarmaður, Rory, gerðu það sama, því þar taldi umboðsskrifstofan að finna mætti mikilvægar upplýsingar í máli stofunnar gegn nr. 1 á heimslistanum (Rory). Hæstaréttardómarinn Raymond Fullam synjaði um þessa upplýsingarkröfu umboðsskrifstofunnar Dómarinn Fullham sagði að alls hefði verið farið fram á skoðun 8 farsíma og skoðun á öllum tölvum notuðum af Rory á tímabilinu október 2011 til desember 2013. Dómarinn Lesa meira
Fowler hlakkar til að byrja tímabilið í Abu Dhabi – Viðtal
Rickie Fowler hlakkar til að hefja 2015 keppnistímabilið á HSBC Abu Dhabi Golf Championship, sem er mót á Evrópumótaröðinni og hefst í næstu viku. Hann átti mjög gott ár 2014 og fór m.a. úr 40. sæti heimslistans upp í 10. sætið Gulf News tók viðtal við Fowler í aðdraganda mótsins í Abu Dhabi. Hér má sjá viðtalið í lauslegri þýðingu: Gulf News: Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir að þú ákvaðst að hefja tímabilið í Abu Dhabi? Rickie Fowler: Ég hafði heyrt margt jákvætt um Abu Dhabi HSBC Championship þannig að ég ákvað að skora á sjálfan mig og ferðast í eyðimörkina til þess að hefja keppnistímabilið hjá mér. Ég hef aldrei Lesa meira
Evróputúrinn: Schwartzel leiðir snemma 3. dags á South African Open – Hápunktar 2. dags
Það er Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel sem tekið hefir forystuna á South African Open, með glæsibyrjun á 3. hring, þar sem hann er búinn að fá 4 fugla í röð!!! Schwartzel er nú á 11 undir pari og hefir tekið afgerandi forystu. Í 2. sæti er enski kylfingurinn Lee Slattery, á samtals 7 undir pari, en hann hefir þegar leikið 18 holur á 3. hring og átti góðan dag þar sem hann lék á 7 undir pari, 65 höggum. Forystumaður 1. dags Andy Sullivan öfugt við Schwartzel byrjaði ekki vel á 3. hring fékk 4 skolla á 4 fyrstu holurnar en er nú aðeins búinn að taka þetta aftur með Lesa meira
PGA: Russell Henley leiðir á TOC e. 1. dag
Það er bandaríski kylfingurinn Russell Henley sem leiðir á fyrsta móti ársins, 2015, á PGA Tour, Tournament of Champions (skammst. TOC), sem fram fer á Kapalua, Hawaii. Henley lék 1. hring á glæsilegum 8 undir pari, 65 höggum; skilaði skollafríu korti með 8 glæsifuglum. Fast á hæla Henley er Sang-Moon Bae, sem er að berjast við að komast hjá herskyldu í Suður-Kóreu, en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti eru 5 kylfingar: Scott Stallings, Robert Streb, Patrick Reed, Jimmy Walker og Ben Martin, allir á 6 undir pari, 67 höggum. Sá síðastnefndi, Ben Martin, átti auk þess högg dagsins, glæsiörn á 18. holu Lesa meira
Tiger staðfestir þátttöku í Phoenix Open
Tiger Woods staðfesti í gær (9. janúar 2014) þátttöku í PGA Phoenix Open, móti sem hann hefir ekki spilað í, í 14 ár, allt frá því áhorfandi henti appelsínu á flöt, þar sem hann var að pútta, árið 2001. Tiger varð nýlega 39 ára og þetta er 20. keppnistímabil hans á PGA Tour. „Það verður frábært að snúa aftur til Phoenix,“ segir Tiger í grein, sem birtist á tigerwoods.com og staðfesti jafnframt að hann muni spila í Farmers Insurance Open 5.-8 . febrúar í Torrey Pines. „Áhorfendur eru ótrúlegir og alltaf ákafir (í Phoenix) og 16. holan er ansi einstök í golfinu. Torrey er mjög mikilvægur staður fyrir mig. Pabbi fór Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Adrian Otaegui (23/27)
Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui sem varð í 5. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Adrian Otaegui fæddist 21. nóvember 1992 í San Sebastian á Spáni og er því 22 ára. Hann var byrjaður að slá golfbolta 3 ára og 9 ára var hann kominn með 6 í forgjöf. Forgjöf hans er 3,8 í dag. Hann var aðeins 19 ára og 24 daga þegar hann tryggði sér kortið sitt og var næstyngsti korthafinn á Evróputúrnum á eftir Matteo Lesa meira










