Wozniacki vill ekki tjá sig um trúlofun sína við Rory lengur
Caroline Wozniacki sneri aftur til Sydney, Ástralíu, nú í byrjun janúar til þess að taka þátt í Sydney International, en hún hefir spilað í því tennismóti á hverju ári frá 2009. Sydney var borgin þar sem þau Rory voru stödd síðustu áramót 2013-2014 og tilkynntu um trúlofun sína. Þegar Wozniacki sneri aftur til Sydney nú neitaði hún að horfa um öxl og tjá sig um trúlofun sína við Rory McIlroy, sem eins og allir vita er nr. 1 á heimslistanum í golfinu. „Auðvitað líður manni öðruvísi, vegna þess að margt hefir gerst síðan þá,“ sagði Caroline við Fairfax Media. „Ég elska Sydney, það er frábær staður, mér finnst það svo Lesa meira
PGA: Nick Taylor með klikkaðslega gott glompuhögg á Kapalua
Sjá má alveg æðislegt glompuhögg hjá Nick Taylor sem þátt tekur á Tournament of Champions (skammst.: TOC) á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii. Bolti Taylor lenti í glompu á par-3 11. holunni, en ekkkert mál fyrir Taylor, sem slær úr bönkernum með háu höggi og beint ofan í holu fyrir fugli! Taylor er á Kapalua á TOC vegna sigurs síns á Sandersons Farms Open, en aðeins sigurvegarar á PGA Tour mótum 2014 fá að taka þátt í mótinu. Sjá má úrslitafrétt um Sanderson Farms mótið með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá flott fuglaglompuhögg Taylor á Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Sullivan sigraði á S-African Open – hápunktar 4. dags
Það var enski kylfingurinn Andy Sullivan, sem sigraði í gær, 11. janúar á South African Open, sem fram fór á Glendower golfvellinum í Ekurhuleni, Gauteng hjá Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Sullivan tókst það ótrúlega að jafna við Masters meistarann og heimamanninn Charl Schwartzel á lokahringnum og knýja fram bráðabana. Báðir voru þeir Sullivan og Schwartzel á samtals 11 undir pari eftir 72 spilaðar holur. Í bráðabananum, sem fram fór á par-4 18. holu Glendower golfvallarins sigraði Sullivan strax þá þegar með fugli. Í 3. sæti varð Englendingurinn Lee Slatery á samtals 10 undir pari. Þetta er fyrsti sigur Andy Sullivan á Evróputúrnum og sagði Sullivan m.a að móti loknu að sigurinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnhildur Þórarinsdóttir – 11. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnhildur Þórarinsdóttir. Hrafnhildur er fædd 11. janúar 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK) Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafnhildi til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafnhildur Þórarinsdóttir (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmællið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900 Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (63 ára); Fiona Puyo, (spænsk – spilar á LET Access), 11. janúar 1987 (28 ára); Yi Eun-jung, 11. janúar 1988 (27 ára); Haley Millsap, 11. janúar 1990 (25 ára)….. og ….. Kristján Þór Einarsson (Stigameistari GSÍ Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Celine Herbin (9/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var franska stúlkan Celine Herbin . Celine Herbin er dóttir Michel og Claudine Herbin . Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches, Frakklandi, og er því 32 ára. Herbin byrjaði að spila golf 15 og 1/2 árs sem er fremur seint af atvinnukylfingi að vera í dag. Herbin segir að þeir sem mest áhrif hafi haft á feril hennar sé þjálfari hennar, en þjálfun hennar var slík að hún komst inn á bestu kvenmótaröð heims í 1. tilraun. Lesa meira
GSG: Fjör á SNAG æfingum í Sandgerði
Í morgun, 11. janúar 2015 fóru fram SNAG æfingar í Sandgerði. SNAG stendur fyrir Starting New At Golf og eru kylfur og boltar stærri en þær hefðbundnu og ansi handhægar fyrir yngstu kynslóðina sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi og reyndar þá eldri líka, þegar sjónin er farin að daprast … reyndar fyrir fólk á öllum aldri – því allir geta haft gaman að SNAG. Sjá má nokkrar myndir frá æfingunum í Sandgerði hér að neðan:
Evróputúrinn: Schwartzel í forystu á S-Afrícan Open – Hápunktar 3. dags
Það er Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel sem er í forystu eftir 3. dag South African Open, sem fram fer í Ekurhuleni í Suður-Afríku. Schwartzel er búinn að spila á samtals 13 undir pari og á 3 högg á næstu keppandur, sem eru enski kylfingurinn Andy Sullivan og spænski kylfingurinn Pablo Martin Benavides – báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Í 4. sæti er síðan heimamaðurinn Jared Harvey. Allt fremur óþekktir 3 kylfingar í efstu 4 sætum mótsins. Til þess að sjá stöðuna á South-Afrícan Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á South-African Open SMELLIÐ HÉR:
PGA: 4 deila forystunni á TOC e. 2. dag
Það eru 4 kylfingar sem deila forystunni eftir 2. dag á Hyundai Tournament of Champions í Kapalua á Hawaii. Þetta eru þeir Zach Johnson, Jimmy Walker, Russell Henley og Sang-Moon Bae. Alli hafa þessir kappar spilað á 11 undir pari, 135 höggum og hafa 1 höggs forystu á annan hóp 5 kylfinga sem fylgir fast á eftir. Sjá má stöðuna á Tournament of Champions eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Matt Ford (24/27)
Það var enski kylfingurinn Matt Ford sem varð í 4. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Matt Ford fæddist 19. apríl 1978 í Swindon, Englandi og er því 36 ára. Ford býr í dag í Maidstone. Matt Ford er með BSc Hons gráðu í íþróttafræðum (ens. Sports Science). Hann komst í enska landsliðið í golfi eftir að hann bætti forgjöf sína úr 2 í +3. Matt Ford gerðist atvinnumaður 25 ára og vann m.a. PGA National Assistants Championship á Lesa meira
Ólöf María íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 var kynntur á hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er kylfingurinn landskunni, Ólöf María Einarsdóttir. Ólöf María átti frábært ár 2014 í golfinu. Hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð, nú í flokki 15-16 ára, sigraði í 4 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar og er stigameistari GSÍ 2014 í telpnaflokki. Ólöf María stóð sig vel á Junior Open, sem hún og Arnór Snær Guðmundsson, klúbbfélagi hennar, tóku þátt í fyrir Íslands hönd, en það fór fran á West Lancashire golfvellinum rétt hjá Hoylake, Englandi í júlí 2014; en bæði komust í gegnum niðurskurð. Golf 1 óskar Ólöfu Maríu innilega til hamingju að hafa verið valin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar!!!










