Afmæliskylfingur dagsins: Harold Horsefall Hilton – 12. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 146 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Hayes, 12. janúar 1955 (60 ára stórafmæli!!!); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn – 49 ára) ….. og ….. Berglind Richardsdóttir (42 árs) Sigríður Jóhannsdóttir (46 ára) Davíð Viðarsson (36 ára) Eiríkur Svanur Sigfússon (48 ára) Félag Um Jákvæða Sálfræði (25 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Asíutúrinn: Íslandsvinur leikmaður ársins 2014
„Íslandsvinurinn“ Anirban Lahiri frá Indlandi var valinn leikmaður ársins á Asíutúrnum, þar sem hann vann tvö mót 2014 og varð í 2. sæti á peningalistanum Mótin sem hann sigraði á Asíutúrnum 2014 voru CIMB Niaga Indonesian Masters, en sigur Lahiri vannst á einkar glæsilegan máta með erni á 72. holu. Annað mótið sem hann vann var the Venetian Macau Open, en með sigri í því móti eru heildarsigrar hans á Asíutúrnum orðnir 5. Hann tapaði hins vegar fyrir Bandaríkjamanninum David Lipsky í baráttunni um að verða í 1. sæti peningalistans, en Lipsky sigraði á einu ábatasamasta móti, sem Asíutúrinn á aðild að; Thaíland Golf Championship. Lahiri sagði eftir að ljóst var að Lesa meira
Upprifjun á sigri Kaymer í Abu Dhabi 2011
Nú í vikunni hefst Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en það er mót vikunnar á Evróputúrnum. Förum aftur til mótsins 4 ár aftur í tímann. Það ár varð Þjóðverjinn Martin Kaymer sá fyrsti til þess að sigra í mótinu ár eftir ár, en það ár, 2011, vann hann í Abu Dhabi í 3. skipti og 2. árið í röð. Meðal keppenda þá var Lee Westwood, sem þá var nr. 1 á heimslistanum. Nánasti keppninautur unga Þjóðverjans (Kaymer) var hins vegar Rory McIlroy, sem þó varð heilum 8 höggum á eftir Kaymer, sem þá var á undraverðu metheildarskori upp á 24 undir pari, 264 högg. Kaymer velti með sigrinum 2011 Tiger Lesa meira
GKG: viðurkenningar veittar fyrir afrek ársins 2014
Um helgina voru íþróttamönnum Garðabæjar veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu 2014. Í þeirra hópi margir kylfingar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ingi Rúnar Birgisson fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í höggleik hjá strákum 14 ára og yngri. Sigurður Arnar Garðarsson fékk svo viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni stráka 14 ára og yngri. Einnig var liði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem sigraði sveitakeppni GSÍ í flokki Pilta 18 ára og yngri veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur. Ragnar Már Garðarsson fékk viðurkenningu fyrir þátttöku sína í í verkefnum A-landsliðsins. Heimild: golf.is
GBE: Dugnaðarforkar á Eskifirði!
Laugardaginn 10. janúar 2015 voru 4 félagar í Golfklúbbi Byggðarholts á Eskifirði sem tóku til hendinni í klúbbhúsi golfklúbbsins á Byggðarholtsvelli. Dugnaðarforkar það! Hér má sjá nokkrar myndir frá tiltektinni, en allt var rifið að innan:
Bubba gefur Birdies for the Brave fallegan fornbíl
Hæst rankaði bandaríski kylfingurinn á heimslistanum (nr. 4), Bubba Watson og sá sem nýlega var valinn best klæddi kylfingurinn á PGA Tour af Golf.com gaf nýlega fornbíl til góðgerðarmála. Bubba ákvað að gefa „Birdies for the Brace“ góðgerðarsjóðnum, Cadillac LaSalle C-Hawk Custom Roadster, bifreið sína, árgerð 1939. „Birdies for the Brave“ styrkir fátæka hermenn og fjölskyldur þeirra. Það voru Amy og Phil Mickelson sem stofnuðu sjóðinn. Frá árinu 2006 hafa 1,5 milljarðar króna safnast.
Afreks- og framtíðarhópar leggja hart að sér fyrir næsta keppnistímabil
Okkar fremstu kylfingar leggja hart að sér við æfingar þó snjór þekji alla golfvelli landsins enda styttist í keppnistímabilið. Um helgina tóku 40 kylfingar úr afreks- og framtíðarhópum GSÍ tóku þátt í golfæfingum og þolprófum í Kórnum. Umdanfarnar vikur hafa kylfingarnir farið í líkamsmælingar hjá Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara þar sem styrkur, liðleiki og jafnvægi er sérstaklega skoðað og metið. Dr. Viðar Halldórsson var með afar fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur fyrir kylfingana og aðstandendur um hugarþjálfun. Hugarþjálfun er vanmetinn þáttur í þjálfun og fengu allir gagnleg ráð og verkefni í hendurnar til að vinna með í vetur. Heimild: golf.is
Birgir Leifur og Norma Dögg íþróttamenn ársins 2014 í Kópavogi
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts 8. janúar. Fengu þauað launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts 8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Marta Sanz Barrio (11/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira
PGA: Walker og Matsuyama efstir í Hawaii e. 3. dag Tournament of Champions
Það eru þeir Jimmy Walker og Hideki Matzuyama, sem deila forystunni eftir 3. dag á Plantation golfvellinum á Hyundai Tournament of Champions (skammst.: TOC) í Kapalua á Hawaii. Báðir eru þeir búnir að spila á 17 undir pari, 202 höggum; Walker (67 68 67) og Matsuyama (70 66 66). Tveimur höggum á eftir þeim félögum í 3. sæti eru þeir Sang Moon Bae og Patrick Reed. Í 5. sæti eru síðan þeir Brendon Todd og Russell Henley á 14 undir pari, hvor þ.e. 3 höggum á eftir Walker og Matsuyama. Til þess að sjá stöðuna á Tournament of Champions eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3 Lesa meira









