Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Nina Muehl (12/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 10:00

Hér getið þið boðið í bíl Bubba til styrktar Birdies for the Brave!

Í þetta skipti er ríkjandi Masters risamótsmeistarinn, Bubba Watson ekki í fréttum fyrir geðluðru eða vegna nýs tónlistarmyndbands – Nei, Bubba er góður og gefur til góðgerðarmála. Hann er búinn að gefa Birdies for the Brave,  andvirði Cadillac LaSalle C-Hawk Custom Roadster fornbílinn sinn, en bíllinn, sem er árgerð 1939, er rennilegur og glæsilegur í alla staði. Hann verður seldur á uppboði hjá Barrett-Jackson Collector Car Auction og síðasti sjéns að gera tilboð er föstudagurinn 16. janúar 2015. Þið getið boðið í bílinn og styrkt gott málefni í leiðinni með því að SMELLA HÉR: Hér að neðan má sjá bílinn frá hlið: Búist er við að Bubba Watson verði sjálfur viðstaddur uppboðið. Andvirði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 09:30

Brelluhögg þeirra bestu

Golf 1 gróf upp 3 ára myndskeið sem er eins gott í dag og það var þá. Þar sýnir heimsins besti Rory McIlroy brelluhögg ásamt þeim Jason Day, Sören Hansen og Ross Fisher. Sjá má myndskeið með brelluhöggunum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 09:00

Um fíkniefnanotkun Dustin Johnson og reglur PGA Tour þar um

Er Dustin Johnson maður með vandamál í einkalífinu (ástæðan sem gefin var upp fyrir að hann tæki sér 11 vikna „frí“ frá keppnisgolfinu) eða var hann bara settur í óopinbert bann frá PGA Tour? Eða hvorutveggja? Og hvernig geta æðstu yfirmenn golfmótaraðar sem PGA Tour ætlast til að vera teknir alvarlega þegar þeir vernda fíkniefnaneytendur á mótaröðinni með ógagnsæjum reglum, núna þegar golfið er aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum á næsta ári eftir aldar eyðimerkurgöngu? Fyrsta móti ársins á PGA Tour lauk í gær án þátttöku 8-falds sigurvegara Johnson, sem hélt áfram endurhæfingu sinni og að eigin sögn „átaki í einkalífinu.“ A.m.k. er það, það sem Dustin segir. Golf.com hélt því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 08:40

Pro Golf Tour: Þórður Rafn hefur leik á Red Sea Eygptian Classic 2015

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Red Sea Egyptian Classic 2015, sem fram fer í Sokhna golfklúbbnum. Mótið er hluti af þýska Pro Golf túrnum. Þátttakendur eru 87. Eftir 6 spilaðar holur er Þórður Rafn búinn að spila á 2 yfir pari, búinn að fá 2 skolla; einn á par-5 3. holuna og annan á par-4 4. holuna. Vonandi að Þórður Rafn nái að taka þetta aftur, en svo sannarlega ekki draumabyrjun! Fylgjast má með Þórði Rafni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 08:00

GÖ: Leitað að golfvallarstjóra og rekstraraðila fyrir golfskála GÖ

Golfklúbbur Öndverðarness leitar nú að golfvallarstjóra og rekstraraðila fyrir golfskálann. Golfvallarstjóri.  Leitað er að öflugum og sjálfstæðum einstaklingi sem á gott með að vinna með fólki og hefur reynslu af vallarstjórn og/eða menntun í golfvallarfræðum.  Æskilegt er að viðkomandi hafi til að bera frumkvæði, hæfni til almenns viðhalds á vélum og metnað til að ná árangri í starfi. Rekstraraðili golfskála. Leitað er að  metnaðarfullum rekstraraðila fyrir golfskálann sem sér um og ber ábyrgð á veitingarekstri og þjónustu klúbbsins við golfara í maí – sept. ár hvert.  Æskilegt er að viðkomandi sé matreiðslumaður og/eða hafi reynslu af veitingarekstri. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson formaður GÖ í síma 8965865 milli kl 12-14.  Umsóknir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Mitchell Platts hættir störfum

Mitchell Platts, forstjöri Evrópumótaraðarinnar hvað varðar kynningar og málefni fyrirtækju (ens. Director of Corporate Affairs and PR) s.l. 2 áratugi tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé frá Evrópumótaröðinni. Áður en Platts, 66 ára, tók til starfa 1993, var hann golffréttamaður fyrir The Times í London, en í þeirri aðstöðu hafði hann aðgang að bestu kylfingum heims sem og þeim sem komu að stjórn golfíþróttarinnar um allan heim. Sagt er að Platts hafi nýtt sér öll sambönd sín og rithæfileika sína til þess að komast í þá stöðu, sem hann er nú að yfirgefa. Platts hefir ritað og gefið út fjölda golfbóka þ.á.m. hina vinsælu  ‘Illustrated History of Golf’, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:50

PGA: Patrick Reed stóð uppi sem sigurvegari á Tournament of Champions 2015

Það var Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sem stóð uppi sem sigurvegari á Tournament of Champions eftir bráðabana við landa sinn og Ryder bikars félaga Jimmy Walker. Báðir léku þeir félagar á 21 undir pari, 271 höggi og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Reed fékk m.a. glæsiörn á 16. holu, sem varð til þess að hann jafnaði við Jimmy Walker, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið. 18. holan var spiluð í bráðabananum og sigraði Reed strax í 1. umferð með fugli. Hvorki fleiri né færri en 3 kylfingar deildu 3. sætinu aðeins 1 höggi á eftir þeim Reed og Walker þ.e.: Hideki Matsuyama, Russell Henley og Lesa meira

Hvor skyldi hafa betur?
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:40

PGA: Jimmy Walker og Patrick Reed í bráðabana í Hawaii

Þeir Jimmy Walker og Patrick Reed leika nú bráðabana um hvor þeirra standi uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins á PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions, sem fram fer á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii. Báðir eru efstir og jafnir efitr hefðbundinn 72 holu leik og verður því annaðhvor þeirra, sem vinnur mótið. Báðir léku á samtals 21 undir pari, 271 höggi; Reed (67 69 68 67) og Walker (67 68 67 69). Það er hin fræga par-5 18. hola sem leikin verður þar til úrslit liggja fyrir. Fylgjast má með bráðabananum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:00

PGA: Chris Kirk og Jason Day jöfnuðu glæsilega metskor upp á 62 á TOC

Þeir Chris Kirk frá Bandaríkjunum og Ástralinn Jason Day, spiluðu 4. hring á Tournament of Champions á glæsilegum 11 undir pari, 62 höggum!!! Day og Kirk fengu báðir 11 fugla og 7 pör – skiluðu sem sagt skollalausum skorkortum. Jason Day lauk keppni á 20 undir pari og er sem stendur í 2. sæti en Chris Kirk var á samtals 13 undir pari og er sem stendur T-14. Þar með jöfnuðu þeir mótsmet upp á lægsta hring í Tournament of Champions mótinu! Sem stendur (kl. 1:00 þann 13. janúar 2015) er Jimmy Walker efstur á 21 undir pari. Fylgjast má með lokahringnum á Tournament of Champions með því að SMELLA Lesa meira