Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Ricardo Gonzalez (26/27)
Það var argentínski kylfingurinn Ricardo Gonzalez sem varð í 2. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Ricardo Gonzalez fæddist 24. október 1969 og var sá elsti til þess að komast í gegnum Q-school að þessu sinni 45 ára, enda mikill reynslubolti hér á ferð. Þetta var í 7. sinn sem Gonzalez hefir þurft að fara í Q-school frá árinu 1989 og honum hefir tekist að komast í gegn í öll skipti nema 1996, en það ár gerðist hann atvinnumaður Lesa meira
Brúðkaupsafmæli foreldra Rory McIlroy
Á Twitter síðu Rory í gær 13. janúar 2015 mátti sjá meðfylgjandi mynd og eftirfarandi texta: „27 years married today…. Incredibly lucky to have such amazing parents, they are true role models. Hopefully I’m as happy as they are when I get to that point in my life.“ Lausleg íslensk þýðing: Gift í 27 ár í dag…. Ótrúlega heppinn að eiga svona frábæra foreldra, þeir eru sannar fyrirmyndir. Vonandi verð ég eins hamingjusamur og þau þegar ég kem að þessum punkti í lífi mínu.“
GB: Arnar Smári hlaut verðlaun úr Minningar- sjóði Auðuns Hlíðkvist og háttvísibikar GSÍ
Arnar Smári Bjarnason GB, hlaut fyrir skömmu verðlaun úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar fyrir árangur á árinu. Arnar Smári var í desember jafnframt sæmdur háttvísiverðlaunum GB (Háttvísibikar GSÍ) fyrir árið 2014. Bikarinn er veittur þeim ungling í GB sem skarar fram úr í æfingasókn, framförum, framkomu og ýmislegt sem prýða þarf ungan, efnilegan íþróttamann.
Trump fékk fegurðardrottningar til aðstoðar við opnun Red Tiger vallarins
Donald Trump opnaði nýja Red Tiger golfvöll sinn í Trump National Doral á mánudeginum s.l., þ.e. 12. janúar 2015. Til aðstoðar við opnunina fékk Trump fegurðardrottningar úr Miss Universe. Golf.com sagði að írska fegurðardrottningin Lisa Madden hefði haft langt um bestu sveifluna og á hæla henni hefði verið ungfrú Ísrael, Doron Matolon. Jafnframt var tekið fram að ungfrú Tékklandi Gabriela Frankova myndi fá sérstök verðlaun fyrir úthald og sagt að það gæti ekki verið auðvelt að slá bolta í háhæluðum skóm og reyna að halda pilsinu niðri í vindinum um leið! Sjá má frétt Golf.com og myndskeið frá opnuninni með því að SMELLA HÉR:
Jiménez gerir golffatnaðarsamning við Bobby Jones
Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez hefir gert samning við Bobby Jones um að klæðnast golffatnaði fyrirtækisins. Jíménez sem hefir verið valinn „áhugaverðasti kylfingurinn“ mun klæðast Bobby Jones vorlínunni 2015 í fyrsta sinn á móti Evrópumótaraðarinnar Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hefst í þessari viku. Jiménez mun klæðast allri línu Bobby Jones þ.á.m. lúxus merkjaprjónapeysum, bolum og buxum Boby Jones árið 2015. „Ég er mjög ánægður með að verða fulltrúi Bobby Jones,“ sagði Jiménez m.a. í fréttatilkynningu. „Lykilkrafa mín þegar ég valdi mér golfklæðnað fyrir 2015 var að velja bestu mögulegu bómullarbolina, sem væru fáanlegir ….. það er svo mikilvægt að maður hafi þægindatilfinningu allan tímann á golfvellinum til þess að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Victoria Elizabeth (10/45)
Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Victoria Elizabeth . Victoria Elizabeth fæddist 12. mars 1992 og er því 22 ára. Victoria Elizabeth er frá Dayton, Ohio. Victoria Elizabeth, spilaði á LPGA Futures Tour. Hún sigraði í fyrsta sinn á LPGA Futures Tour á Credit Union Classic mótinu styrktu af Wegmans. Hún komst í forystu strax á 2. hring og átti síðan glæsilegan lokahring upp á 68 högg og vann með 2 högga mun. Elizabeth spilaði fyrsta á Futures Tour Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann P. Kristbjörnsson – 13. janúar 2015
Það er Jóhann P. Kristbjörnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er í Golfklúbbi Suðurnesja, fæddur 13. janúar 1969 og því 46 ára í dag!!! Jóhann er með 12,4 í forgjöf og hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum með góðum árangri; var m.a. á Marsmóti 1 í Sandgerði vorið 2013. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark O´Meara 13. janúar 1957 (58 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (37 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (33 ára) ….. og ….. Siggi óli (47 ára) Gunnar Gunnarsson Birgir Albertsson Sanders, GS (48 ára) Baldur Ólafsson (46 ára) Guðjón Frímann Þórunnarson (34 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Feherty telur að Tiger muni aftur verða nr. 1 nú í ár 2015!
Golfþáttastjórnandinn á Golf Channel David Feherty telur að Tiger Woods muni að nýju verða nr. 1 á þessu ári, 2015. „Það myndi koma mér á óvart, við lok þessa 2015 keppnistímbils ef hann er ekki orðinn nr. 1 á heimslistanum aftur,“ sagði Feherty í viðtali við SBNation. „Ég hugsa að ef hann hefir nægt þol, líkaminn er kominn í gott form þá munum við sjá hann í efstu sætum í mótum aftur.“ Tiger er sem stendur nr. 34 á heimsilsitanum og er spáð að hann muni falli af topp-40 áður en hann tekur þátt í The Waste Mangement Phoenix Open, sem hann hefir tilkynnt þátttöku sína í. Tiger hefir samtals Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Renato Paratore (25/27)
Það var ítalski kylfingurinn Renato Paratore sem varð í 3. sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni 15.-20. nóvember 2014. Paratore er sá 3. yngsti í sögu Evrópumótarraðarinnar til þess að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school var aðeins 17 ára og 341 daga ungur, þegar hann flaug í gegn varð sem segir í 3. sæti í lokaúrtökumótinu og spilar nú á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2014-2015. Lokaúrtökumótið var fyrsta mót Paratore sem atvinnumanns í golfi. Aðeins nokkrum dögum síðar vann Paratore ítalska PGA meistaramótið (ens. Italian PGA Championship) á glæsilegan hátt þar sem hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 62 högg í San Lesa meira
Ný stjarna á bandaríska kvennagolfhimninum?
Nú er yngri systir LPGA kylfingsins Jessicu Korda byrjuð í keppnisgolfinu, Nelly Korda. Nelly er aðeins 16 ára. Hún vann núna um daginn Harder Hall Women’s Invitational í Sebring, Flórída, nokkuð sem eldri systur hennar tókst aldrei! Nelly Korda átti lokahring upp á 69 högg og átti 3 högg á þá sem næst kom, Allison Emrey. Við þetta komst Nelly í 10. sæti yfir bestu ungkylfinga Bandaríkjanna völdum af Golfweek (þ.e. á ensku Golfweek/Sagarin junior rankings.)









