Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 08:00

Jafnvel hundar Dufner-ast!

Bandaríski PGA Tour kylfingurinn DA Points tók meðfylgjandi mynd af hundi að Dufner-ast. Að Dufner-ast er eiginlega sögn sem bundin er við golf. Að Dufner-ast eða á ens.: „Dufnering“ er æði sem hófst í mars 2013 þegar PGA kylfingurinn Jason Dufner heimsótti J. Erik Jonsson Community skólann í Dallas fyrir mót og ljósmyndarar fundu Dufner þar sem honum hundleiddist greinilega inn í skólastofu og hann sat með uppgjafarsvip á gólfinu með krökkunum og hallaði sér upp að vegg skólastofunnar. Þessi pósa vakti kátínu meðal félaga hans á PGA og kepptust allir við að láta taka af sér myndir í sömu stellingu og Jason Dufner. Það að „dufnerast“ eða „dufnering“ eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 05:30

PGA: Walker leiðir fyrir lokahriginn á Hawaii

Það er Jimmy Walker, sem hefir forystuna fyrir lokahringinn á Sony Open á Hawaii. Hann er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 194 höggu (66 66 62). í 2. sæti er Matt Kuchar 2 höggum á eftir Walker á amtals 14 undir pari, 196 höggum (65 63 68). Brian Harman og Troy Merritt deila 3. sætinu á amtals 13 undir pari, hvor og Tim Clark og Justin Thomas eru í 5. sæti á 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sony Open á Hawaii SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 00:45

Evróputúrinn: Kóreanskur nýliði fékk ás á 3. hring í Abu Dhabi HSBC mótinu

Kóreanski nýliðinn An Byeong-hun var í frábæru formi á 3. hring Abu Dhabi HSBC Golf Championship og fór holu í höggi af 147 yarda (134 metra) færi með 9-járni á 15. holu 3, keppnisdag. Þetta var 4. ásinn í þessari viku og allir á sömu holu. Rory McIlroy náði ás á 2. keppnisdegi og Tom Lewis og Miguel Angel Jiménez náðu ásum á 1. hring. An var að vonum ánægður með ásinn. „Ég var að spila vel allan daginn, virkilega stöðugt, setja niður pútt vitið þið. Ég gæti e.t.v. hafa enn púttað betur því ég var svolítið pirraður að missa 4 metra pútt á síðustu holunni,“ sagði An glaður, og bætti við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 19:00

Saga kvennagolfs frá Maríu Skotadrottningu (1567) til Ólympíuleikanna (2016)

CNN hefir tekið saman á skemmtilegan hátt „sögu kvennagolfsins“ frá Maríu Skotadrottningu, sem olli hneykslun 1567-1568 þegar hún spilaði golf  aðeins nokkrum dögum eftir andlát eiginmanns síns Lord Darnley. Fólk hefir eflaust ekki vitað það þá, að golfið er eitt besta ráð við áföllum lífsins og stressi. Það sem vakti meiri hneykslun en annað var að María Skotadrottning spilaði golfið við ástmann sinn. CNN stiklar á stóru í sögu kvennagolfsins í gegnum tíðina, en minnist þó á einhverjar þær bestu m.a. Baba Zaharias og Anniku Sörenstam. Hér má sjá skemmtilega samantekt CNN um sögu kvennagolfs frá Maríu Skotadrotningu (1567) til Ólympíuleikanna (2016) SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 18:00

Golfútbúnaður: 10 bestu járnin 2015 – Myndskeið

Rick Shiels kynnir hér í þessu myndskeiði 10 bestu járnin á árinu 2015. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 17:30

Þáttur á FOX um Gullna Björninn á morgun – Myndskeið

Jack Nicklaus eða m.ö.o. „Gullni Björninn“ hafði yfirburði í golfinu í áratugi og setti á þeim tíma met sem kannski verða aldrei slegin. Þann 21. janúar n.k. verður Nicklaus 75 ára. Í tilefni af þessu stórafmæli og til að halda upp á feril Jack hefir USGA, þ.e. bandaríska golfsambandið í samvinnu við Rolex gert þátt sem ber nafnið „Nicklaus: The Making of a Champion“ og verður hann sýndur á FOX sjónvarpsstöðinni á morgun í Bandaríkjunum, sunnudaginn 18. janúar kl. 12:00 EST þ.e. á austurstrandar tíma. Í þættinum kemur m.a. Tiger Woods fram og hefir vakið athygli að hann segir á einum stað að enginn hafi gert það eins vel og Jack Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jimmy Powell ——- 17. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jimmy Powell.  Powell er fæddur 17. janúar 1935 og á því 80 ára stórafmæli í dag.  Powell fæddist í Dallas, Texas og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með golfliði North Texas State University.  Hann gerðist atvinnumaður 1959 og á 8. áratug síðustu aldar var hann golfkennari á Stevens Park golfvellinum í Dallas.  Hátindur ferils hans var á Öldungamótaröð PGA þar sem hann vann 4 titla.  Besti árangur Powell í risamóti var að vera jafn öðrum í 33. sæti á PGA Championship risamótinu 1975.  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru:  Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Nina Muehl, 17. janúar 1987 (28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 13:15

Snilldarpar Kaymer á 10. braut í Abu Dhabi golfklúbbnum – Myndskeið

Martin Kaymer er efstur í Abu Dhabi HSBC Golf Championship fyrir lokahringinn sem spilaður verður á morgun. Hann fékk hvorki fleiri né færri en 7 glæsifugla á hring sínum upp í dag og 65 högg því það sem skrifað var á skorkortið. En högg dagsins hjá Kaymer og líklega í öllu mótinu er parið sem hann fékk á 10. braut golfvallar Abu Dhabi golfklúbbsins. Eftir teighögg sló Kaymer 2. höggið sitt í glompu og úr glompunni yfir í flatarglompu og þaðan …… beint ofan í holu! Svona gera bara snillingar!!!! Til þess að sjá myndskeið af snilldarpari Kaymer á 10. braut Abu Dhabi golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 13:00

Evróputúrinn: Kaymer með afgerandi forystu e. 3. dag í Abu Dhabi

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er búinn að taka afgerandi forystu á Abu Dhabi HSBC Golf Championship eftir 3. keppnisdag. Hann átti enn einn glæsihringinn upp á 7 undir pari, 65 högg og er samtals búinn að spila á 20 undir pari, 196 höggum (64 67 65). Belginn Thomas Pieters er í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir Kaymer og stefnir því allt í 4. sigur Kaymer í Abu Dhabi á morgun. Samtals er Pieters búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (65 67 70). Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Frakkinn Alexander Levy deila 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy deilir síðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 10:45

PGA: Every vísað úr Sony Open

Matt Every hlaut frávísun úr Sony Open á Hawaii í gær fyrir að vera með ólöglega kylfu í pokanum. Every beyglaði 4- járnið sitt á 1. hring í Waialae Country Club og gleymdi að sögn að hafa sett það aftur í pokann. Eftir að hann notaði járnið sitt á par-5 18. holunni (sem var 9. hola Every í gær) tók hann eftir beyglunni og kallaði sjálfur á dómara sem vísuðu honum úr mótinu, þar sem viðurlög við að nota breytta kylfu skv. 4. gr. golfreglnanna er frávísun. Hefði hann ekki notað kylfiuna hefðu viðurlögin verið að á hverri holu þar sem brot var framið hefði verið bætt við tveimur höggum; hámarksvíti í hverri Lesa meira