PGA: Jimmy Walker sigraði á Sony Open – Hápunktar 4. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker, sem sigraði á Sony Open og varði þar með titil sinn frá árinu áður. Svolítil sárabót eftir að hafa orðið í 2. sæti á Hyundai Tournment og Champions vikuna þar áður. Samtals verðlaunafé þessar 2 vikur: 1,67 milljónir dollara – ekki slæmt 2 vikna kaup það á draumaeyjum Hawaii!!! Samtals var Walker á 23 undir pari, 257 höggum (66 66 62 63). Í 2. sæti heilum 9 höggum á eftir Walker varð Scott Piercy, á samtals 14 undir pari, 266 höggum (67 67 66 66) og 3. sætinu deildu Matt Kuchar, Gary Woodland og Harris English. Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open Lesa meira
Kaymer: „Svolítið sjokkeraður“ – Myndskeið
Eftir að úrslitin í Abu Dhabi HSBC Golf Championship var tekið viðtal við Martin Kaymer, þýska kylfinginn, sem leiddi alla 3 fyrstu daga mótsins – var með 6 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn. Og svo var niðurstaðan bara 3. sætið eftir 75 högga vonbrigðahring. Í viðtalinu var Kaymer beðinn um að segja hvernig sér liði eftir að úrslitin lágu fyrir. Kaymer svaraði sallarólegur að hann væri „svolítið sjokkeraður.“ Hér má sjá smyndskeið af stuttu viðtalinu við Martin Kaymer eftir að úrslitin á Abu Dhabi HSBC Golf Championship lágu fyrir SMELLIÐ HÉR:
Allenby rænt, hann barinn og stolið af honum á Hawaii
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby er á Hawaii og tók þar þátt í Sony Open, en komst ekki í gegnum niðurskurð. Hann var búinn að mæla sér mót við landa sinn og kylfubera í miðbæ Honolulu á Hawaii en varð viðskila við hann. Hann sagði að mögulegt væri að sér hefði verið byrlað lyf á Amuse Wine Bar í Waikiki Beach, síðan var honum rænt, keyrt með hann í bílastæðishús þar sem hann var barinn og stolinn af honum farsími, peningaveski og öll kreditkort. Næst taldi Allenby að sér hefði verið troðið í farangursgeymslu bíls og keyrt með hann u.þ.b. 6 mílna (10 km) leið í skrúðgarð utan við Honolulu, en af Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Guðný María Guðmundsdóttir. Guðný María er fædd 18. janúar 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Guðný María er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hún hefir m.a. séð til þess að GVS hefir árlega haldið hið frábæra Art Deco kvennamót. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Buell Patrick Abbott 18. janúar 1912 – 1984 (100 ára fæðingarafmæli í dag!); Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (31 árs) ….. og …… Runar Pálsson 49 ára Anna Sigríður Carlsdóttir 67 ára Þóra Jónsdóttir 51 árs Orri Bergmann Valtýsson 19 ára Heiðar Ingi Svansson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Evróputúrinn: Stal stjarnan í Abu Dhabi
Gary Stal frá Frakklandi vann upp 8 högga forskot sem Þjóðverjinn Martin Kaymer hafði fyrir lokahringinn á Abu Dhabi …. og þó ekki alveg. Gary Stal átti lokahring upp á 7 undir pari, sem hefði ekki dugað hefði Martin Kaymer ekki líka verið að spila illa en hann átti ótrúlega lélegan lokahring upp á 3 yfir pari, 75 högg. Gary Stal kom alla veganna með glæsileik sínum í veg fyrir að Martin Kaymer næði að sigra á mótinu í Abu Dhabi í 4. skiptið Það var Gary Stal sem hampaði Fálkabikarnum fræga í lok mótsins en ekki Martin Kaymer. Stal er stjarnan í Abu Dhabi þessa stundina! Stal komst á Lesa meira
Evróputúrinn: Stal stal sigrinum í Abu Dhabi!!
Frakkinn Gary Stal sneri við 8 högga forystu Martin Kaymer og stal sigrinum á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Gary Stal lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 69 67 65) og átti glæsilokahring upp á 7 undir pari, 65 högg og skilaði inn skollalausu skorkorti. Stal komst á Evrópumótaröðina 2014 og sjá má kynningu Golf 1 á Stal með því að SMELLA HÉR: Kaymer hins vegar átti versta hring sinn í mótinu, lokadaginn, lék á 3 yfir pari, 75 höggum og var þetta eini hringurinn yfir pari, í annars frábærum leik upp á 17 yfir pari, 271 högg (64 67 65 75). Bara með því að vera Lesa meira
GÞ: Aðalfundur verður haldinn í Golfskálanum 22. janúar n.k.
Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar verður haldinn í Golfskálanum fimmtudaginn 22.janúar. Hér að neðan er fundarboð með dagskrá. AÐALFUNDUR FUNDARBOÐ Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir starfsárið 2014 verður haldinn i Golfskálanum i Þorlákshöfn fimmtudaginn 22. janúar 2015 og hefst kl. 20.00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar og skýrslur nefnda. 3. Lagður fram ársreikningur félagsins til afgreiðslu. 4. Umræður um skýrslur og ársreikning, atkvæðagreiðsla um ársreikning. 5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna. 6. Tilnefning og kosning nefndarformanna. 7. Ákvörðun árgjalds. 8. Önnur mál. FéIagar Golfklúbbsins eru hvattir til að mæta á aðalfundinn og taka með sér gesti sem hefðu áhuga á að kynna sér starfsemi klúbbsins. Í fundarlok verður boðið uppá kaffi og léttar veitingar.
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jing Yan (12/45)
Það var kínverski kylfingurinn Jing Yan, sem varð í 34. sæti á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Jing Yan fæddist 1996 í Kína og er talin eitt helsta efnið þaðan og einsýnt að hún muni spila fyrir hönd Kína á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Yan er aðeins 19 ára. Hún lék eitt ár í bandaríska háskólagolfinu með golfliði The University of Washington, þ.e. Huskies, en ákvað s.l. ár, 2014 að gerast atvinnumaður í golfi. Yan býr í Singapore, þar sem pabbi hennar er golffréttamaður fyrir ESPN. Hún sigraði m.a. í Amateur Stroke-Play at Lesa meira
Ekki það sama Jón og séra Jón – eða Bhavik Patel og Dustin Johnson?
Bhavik Patel er 24 ára atvinnumaður í golfi, sem spilar í 2. deild PGA Tour, þ.e. Web.com mótaröðinni – Hann er nr. 941 á heimslistanum. Patel hefir aldrei spilað á PGA Tour mótaröðinni sjálfri og nú lengist í að honum takist það því hann missir af Web.com Tour finals mótaröðinni á þessu ári og fær ekki að spila á Web.com Hann féll nefnilega nýlega á lyfjaprófi og fékk 1 árs keppnisbann til 7. október 2015. Patel tók lyfið á bannlistanum, því hann var að ná sér af meiðslum. Hann sagði m.a. að þetta hefði verið dómgreindarleysi – hann hefði verið að taka lyfið til að ná sér af meiðslum. Hann Lesa meira
PGA: Max Homa með örn á 16. braut á 3. hring Sony Open – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn Max Homa fékk glæsiörn á 16. braut 3. hrings Sony Open. Sextánda brautin á Waialea er par-4 og Homa sló 120 yarda þ.e. 100 metra frá holu. Hann þurfti því aðeins 2 högg á 16. holu! Til þess að sjá örn Max Homa á par-4 16. holu Waialea á 3. hring Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá kynningu Golf 1 á Max Homa SMELLIÐ HÉR:










