Caroline Wozniacki: Serena og maraþonið björguðu mér eftir sambandsslitin við Rory
Caroline Wozniacki segir að ákvörðun hennar að taka þátt í New York maraþoninu hafi hleypt nýjum krafti í tennisferil sinn og hún gerir sér vonir um að vinna fyrsta grand slam titil sinn. Eftir mikla sorg eftir sambandsslitin við Rory McIlroy, sem hún var trúlofuð, rétt eftir að brúðkaupsboðskortin höfðu verið send út, þá hóf Caroline að þjálfa fyrir New York maraþonið Eftir að hún kláraði fyrsta maraþonið sitt – með hjálp Serenu Williams – s.l. nóvember náði hún upp styrk sínum á fleiri veg en einn. „Allt gerist af ákveðinni ástæðu og ég kom út úr þessu (sambandsslitunum) sterkari manneskja“ sagði Caroline. „Þetta gerði mér gott á þessum tíma – Lesa meira
Tönn slegin úr Tiger
Tiger Woods getur bætt við enn einni ástæðu hvers vegna honum er í nöp við ljósmyndara – einn þeirra kostaði hann tönn …. í orðsins fyllstu. Tiger kom kærustu sinni, Lindsey Vonn á óvart þegar hann birtist öllum að óvörum í ítölsku Ölpunum þar sem Lindsey er við keppni að reyna við 63. heimmeistaratitil sinn. Það var hins vegar Tiger sem dró að sér alla athyglina þegar ljósmyndari einn sem tróðst fram til að mynda Lindsey, sló ljósmyndavél sinni í munn Tiger með þeim afleiðinum að hann missti tönn. „Í þvögu ljósmyndara við sviðið á heimsmeistaraverðlaunapallinum á Ítalíu þá var ljósmyndari með myndavél sína um öxlina og hann var að troðast Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Elina Nummenpaa (15/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (18 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (75 ára stórafmæli!!!); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (52 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (40 ára stórafmæli!!!); Brian Harman, 19. janúar 1987 (28 ára) ….. og ….. Brynhildur Gunnarsdóttir Angels Love Nails (43 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Stal?
Ungi franski kylfingurinn Gary Stal sem sigraði Abu Dhabi HSBC Golf Championship 18. janúar 2015 var með eftirfarandi verkfæri í pokanum, en á upptalningu sést að hann er „Titleist-maður“: Bolti: Titleist, Pro V1x Skór: FootJoy (sjá kynnningu Golf 1 á skóm Stal með því að SMELLA HÉR: ) Dræver: Titleist, 915 D2 – 8.5° Brautartré: Titleist, 915 F – 13.5° Blendingur: Titleist, 915 H-D – 17.5° 1 járn: Titleist, 712 U – (3) 4 – 9 járn: Titleist, 714 MB Sand Wedge: Titleist, Vokey SM5 – 08 F 52° Lob Wedge: Titleist, Vokey SM5 – 08 M 58° Pútter: Odyssey, Versa BWB 7 Ein besta kylfa í poka Gary Stal Lesa meira
Fólk á félagsmiðlum dregur í efa mannráns/líkamsárásarsögu Allanby – FBI rannsakar málið ekki
Eftir að fréttir bárust af því að ástralska kylfingnum Robert Allanby hafi verið rænt, hann orðið fyrir líkamsárás af völdum ránsmanna sinna þannig að hann missti meðvitund og þeir hafi síðan stolið öllu sem hann var með á sér af verðmæti, hafa ýmsir orðið til þess að draga í efa sögu Allanby á félagsmiðlunum. Þar virðast menn þeirrar skoðunar að Allanby hafi sett allt á svið til að hljóta athygli, en ýmislegt í frásögn hans stangast á og sumt er hreint ekki rétt. T.a.m. sagði Allanby í viðtölum (m.a. myndskeiðinu hér að neðan á 1:25 mínútu) að FBI færi með rannsókn málsins. Vá, hann er svo mikilvægur og þekktur kylfingur að Lesa meira
Evróputúrinn: Rickie Fowler lauk keppni T-66 í Abu Dhabi
Ein skærasta ungstjarna Bandaríkjanna í golfinu, Nr. 10 á heimslistanum, Rickie Fowler fann sig ekki í fyrsta skiptið, sem hann tók þátt í Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Eftir byrjun sem lofaði góðu, 67 höggum, hrundi Rickie niður skortöfluna. Hann lauk keppni í 66. sæti, sem hann deildi með þeim David Drysdale frá Skotlandi og Englendingnum Simon Khan. Heildarskor Rickie var 2 undir pari, 286 högg (67 75 73 71) og því var nr. 10 á heimslistanum eiginlega búinn að spila sig úr öllum sigurlíkum á 2. degi, a.m.k. var skorið næstu 2 daga lítið betra; allt yfir 70. Það munaði 17 höggum á heildarskori Rickie og sigurvegarans unga frá Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jimmy Walker?
Fyrir aðeins 2 árum, 2013, voru ekki margir sem könnuðust við kylfinginn Jimmy Walker. Nú eru fleiri og fleiri sem vita um hvílíkur snilldarkylfingur er annars vegar þar sem Jimmy Walker fer. Honum tókst á stórkostlegan hátt að verja titil sinn á Sony Open, átti heil 9 högg á næsta mann, Scott Piercy, þann 18. janúar 2015. Það hefir allt verið upp á við fyrir Walker frá því hann vann fyrsta mótið sitt Frys.com Open, 13. október 2013. Sigurinn var hans fyrsti sigur á PGA Tour. Síðan þá hefir Walker sigrað í 3 öðrum PGA Tour mótum og verið í Ryder bikars liði Bandaríkjanna 2014. En, hver er kylfingurinn, Jimmy Walker? Jimmy Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Gary Stal?
Gary Stal fæddist í Decines nálægt Lyon í Frakklandi 9. febrúar 1992 og er því 22 ára. Stal gerðist atvinnumaður í golfi 2012. Áður en hann gerðist atvinnumaður var hann m.a. búinn að sigra French Amateur Championship, þ.e. franska áhugamannameistaramótið í höggleik árið 2011 og átti 8 högg á þann sem næstur var. Áhugamannsferillinn var einkar glæsilegur. Heima í Frakklandi er Gary Stal í GC de Lyon. Sama ár og hann gerðist atvinnumaður í golfi, þ.e. 2012 var Stal kominn á Áskorendamótaröðina og vann fyrsta mót sitt, þar sem hann tók þátt í boði styrktaraðila, Kärnten Golf Open, í júní 2012. Strax í mánuðnum þar á eftir nældi Stal sér Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Lindy Duncan (13/45)
Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 6 var bandaríska stúlkan Lindy Duncan . Lindy Duncan fæddist 16. janúar 1991 og er því nýorðin 24 ára. Hún byrjaði í golfi 9 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Áhugamál Lindy er að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og ……sofa! Lindy útskrifaðist frá Duke med gráðu i sálfræði 2013 og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni í fyrra, 2014 en átti erfitt nýliðaár og varð því að taka Lesa meira










