Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 12:45

Evróputúrinn: Coetzee. Grace og Wiesberger efstir á Qatar Masters e. 2. dag

Það eru þeir Branden Grace, og George Coetzee frá Suður-Afríku, og Bernd Wiesberger frá Austurríki, sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Qatar Masters, sem fram fer í Doha GC í Qatar. Allir eru þeir búinir að spila á 9 undiri pari, 135 höggum; Coetzee (68 67); Grace ( 67 68) og Wiesberger (69 66). Til þess að fylgjast með stöðunni á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 12:30

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Elisa Serramia (18/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 19.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 01:00

Allenby-málið verður alltaf skrítnara – Heimilislausa konan með allt aðra útgáfu á hvað gerðist

Fyrir nokkrum dögum fylltust golffréttamiðlar af fréttum um að ástralski kylfingurinn Robert Allenby hefði verið rænt, af mönnum sem hann bar ekki kennsl á, eftir að þeir hefðu barið hann og líklega byrlað honum ólyfjan,  honum hefði verið troðið í farangursgeymslu bíls og hent út í skrúðgarði 10 km frá Amuse Wine Bar í miðbæ Honolulu á Hawaii, þar sem heimilislaus kona hefði bjargað honum frá öðrum 2 heimilislausum sem hefðu sparkað í hann og eldri hermaður hefði síðan borgað leigubílsfar fyrir hann á hótel. Ýmislegt í frásögn Allenby þótti stangast á og sumt var beinlínis rangt; eins og t.d. þegar Allenby sagði að FBI væri að rannsaka málið. FBI Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 00:01

Sjálfboðaliðar óskast á Smáþjóðaleikana

Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess á Smáþjóðaleikunum og því leitar ÍSÍ til þjóðarinnar um aðstoð.  Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar starfi á leikunum í fjölbreyttum verkefnum.  Golfsambandið hvetur kylfinga til að skrá sig og minnir á að golf er keppnisgrein á leikunum 2-6. júni en leikið verður á Korpúlfsstaðavelli. Heimasíða leikanna er www.iceland2015.is , þar er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliða. Facebook síða: Smáþjóðaleikar 2015 Youtube: ÍSÍ Smáþjóðaleikarnir Hér má sjá kynningarmyndbönd. Myndband 1. Myndband 2. AF HVERJU SJÁLFBOÐALIÐI Þeir leggja hönd á plóg og aðstoða íþróttafólkið að ná sínum markmiðum. Sjálfboðaliðar hafa jákvæð áhrif með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Rebecca Lee-Bentham (15/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 6 var kanadíska stúlkan Rebecca Lee-Bentham . Rebecca Lee-Bentham fæddist í 20. mars 1992, í Scarborough, Ontario, í Kanada og er því 22 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og indverski kylfingurinn Arjun Atwal og enska unglingastirnið Charley Hull, sem reyndar hlaut líka takmarkaðan spilarétt á LPGA eins og Lee-Bentham í þetta sinn. Rebecca byrjaði að spila golf 12 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann aðila, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jack Nicklaus —— 21. janúar 2015

Það er golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Jack Nicklaus sem á 75 ára merkisafmæli í dag, en Jack er fæddur 21. janúar 1940.   Golf 1 birti 2013, 12 greinar til kynningar á þessum einum besta kylfingi allra tíma og má sjá þær með því að smella hér: Jack Nicklaus 1;   Jack Nicklaus 2;   Jack Nicklaus 3;  Jack Nicklaus 4;  Jack Nicklaus 5;  Jack Nicklaus 6;  Jack Nicklaus 7;  Jack Nicklaus 8;  Jack Nicklaus 9;  Jack Nicklaus 10;  Jack Nicklaus 11;  Jack Nicklaus 12 Já, Jack William Nicklaus er 74 ára í dag en hann fæddist í Columbus, Ohio 21. janúar 1940.  Jack Nicklaus hefir á ferli sínum sigrað 115 sinnum og er þekktastur fyrir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 12:00

GOS: Golfklúbbur Selfoss nýr meðlimur Golf Iceland

Samtökin Golf Iceland eru samtök golklúbba og stærstu ferðaþjónustufyrirtækja landsins auk GSÍ og Ferðamálastofu. Í upphafi voru 10 golfklúbbar aðilar að samtökunum,en nú með aðild GOS eru golfvellirnir í samtökunum orðnir 16 Fjölgun aðila eykur eðlilega möguleika til frekari kynningarverkefna. Golf Iceland vinnur að því að kynna starfsemi sinna meðlima með það markmið að auka viðskipti  ferðamanna við viðkomandi aðila og þá er horft sérstaklega til erlendra kylfinga. Samtökin og þeir golfklúbbar sem eru meðlimir eru einnig meðlimir í IAGTO stærstu alþjóðlegu kynningarsamtökum söluaðila golfferða. Þá er lögð áhersla á fjölmiðlatengsl ,sem hafa  skilað sér í aukinni umfjöllun um golf á Íslandi í erlendum fjölmiðlum. Nægir þar að nefna sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 11:30

Dustin og Paulina eignast son

Dustin Johnson er nýbakaður faðir. Kærasta hans, Paulina Gretzky fæddi fyrsta barn þeirra mánudaginn 19. janúar 2015 í borg englanna, Los Angeles. Margir eru þegar búnir að skýra  nýjasta heimsbúann, Wayne Johnson (eftir afanum Wayne Gretzky) og menn velta því fyrir sér hvort hann verði næsta stórstjarna í annaðhvort íshokkí (eins og afinn) eða golfinu (eins og pabbinn) 🙂 Umboðsmaður Dustin sendi frá sér fréttatilkynningu sem sjá má með því að  SMELLA HÉR: „Paulina og ég erum ánægð að tilkynna fæðingu sonar okkar, en hann fæddist í Los Angeles mánudagsmorgunn,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Bæði Paulina og barnið eru heilbrigð, hvílast og eru hress.“ „Við þökkum einlæglega fyrir alla þá ást Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 11:00

GK: Þorrablót 23. janúar n.k.

Vinsæla Þorrablót Golfklúbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði verður haldið föstudaginn 23. janúar 2015, á Bóndadaginn.  Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið. Borðhald hefst kl. 20:00. Matseðill kvöldsins, er þorramatur auk þess sem boðið er upp á  glæsileg skemmtiatriði. Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Í fyrra var uppselt, aðeins verða seldir 65 miðar. Miðaverð er kr. 5.000 Skráning á pga@keilir.is

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2015 | 10:30

Dustin Johnson segist ekki nota eiturlyf

Í fremur löngu viðtali í Sports Illustrated (skammst.: SI) í þessari viku – Sjá með því að SMELLA HÉR: viðurkennir Dustin Johnson að hann eigi við allskyns vandamál að stríða – aðalvandinn sé áfengisdrykkja – en kókaínneysla sé ekki eitt af vandamálum hans. Í viðtalinu ræddi Johnson m.a. einkalíf sitt og golfleik sinn, sem hann klæjar í fingurnar að hefja aftur.  Hann talaði líka um meinta kókaínneyslu sína, sem SI skrifaði um. Þar segir hann m.a.: „Ég átti ekki við það vandamál að glíma. Þetta (eiturlyfjaneysla) er bara nokkuð, sem ég ætla ekki að falla í. Ég á við vandamál að glíma, en þetta er ekki eitt af þeim.“ segir hann Lesa meira