Kristján Þór valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar
Þann 22. janúar 2015 var Kristján Þór Einarsson, GM, valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2014. Kristján átti frábært ár en hann varð Íslandsmeistari í Holukeppni karla sem fram fór á Hvaleyrarvelli. Kristján sigraði á tveimur mótum til viðbótar á Eimskipsmótaröðinni og varð með því stigameistari GSÍ árið 2014. Ennfremur hlaut Kristján Júlíusarbikarinn fyrir lægsta meðalskor á Eimskipsmótaröðinni eða 71,37 högg. Kristján lauk síðan árinu með því að vera valinn í afrekshóp GSÍ . Golf 1 óskar Kristjáni Þór innilega til hamingju með heiðurstitilinn!!
PGA: Putnam efstur á Humana Challenge e. 1. dag
Það er bandaríski kylfingurinn Michael Putnam sem er í efsta sæti eftir 1. dag Humana Challenge, sem fram fer á La Quinta í Kaliforníu. Putnam lék 1. hring á 9 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti eru 5 kylfingar allir á 8 undir pari, 64 höggum: Francesco Molinari, Mark Wilson, Blake Adams, John Peterson og Scott Pinckney. Phil Mickelson lék á 1 undir pari, 71 höggi og eftir góða byrjun þar sem hann fékk 3 fugla, lauk hann hringnum með 3 skollum og 1 fugli á 18. holu og er í 89. sæti mótsins, sem hann deilir með 23 öðrum kylfingum; 8 höggum frá efsta manni. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
Ólöf María valin íþróttamaður UMSE
Kylfingurinn glæsilegi frá Dalvík Ólöf María Einarsdóttir, GHD, var þann 22. janúar 2015 valin íþróttamaður UMSE (Ungmennasamband Eyjafjarðar). Stutt er síðan að Ólöf María var valin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014. Ólöf María átti frábært ár 2014 í golfinu. Hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2. árið í röð, nú í flokki 15-16 ára, sigraði í 4 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar og er stigameistari GSÍ 2014 í telpnaflokki. Ólöf María stóð sig vel á Junior Open, sem hún og Arnór Snær Guðmundsson, klúbbfélagi hennar, tóku þátt í fyrir Íslands hönd, en það fór fran á West Lancashire golfvellinum rétt hjá Hoylake, Englandi í júlí 2014; en bæði komust í gegnum niðurskurð. Golf 1 óskar Ólöfu Lesa meira
SNAG á DEMO-degi PGA golfvörusýningarinnar 2015 – Myndskeið
Eitt af því sem sjá mátti á PGA golfvörusýningunni sem árlega fer fram í Orlandó, Flórída og stendur nú yfir dagana 20.-23. janúar 2015 var kynning á SNAG. Amanda Balionis sem margir þekkja því hún er þáttastjórnandi „PGA Tour Today“ prófaði SNAG-ið og klæddi sig m.a. í SNAG-búninginn. Þeir sem hitta áttu í hana af nokkurri fjarlægð voru Bryan bræður, sem eru þekktir golfbrelluhöggsmeistarar í Flórída. Sjá má myndskeið af SNAG skemmtun Balionis og Bryan bræðra á PGA golfvörusýningunni með því að SMELLA HÉR: Sjá má heimasíðu PGA golfvörusýningarinnar með því að SMELLA HÉR:
PGA: Mickelson byrjar vel á Humana Challenge – frábært glompuhögg Lefty í 4. holu
Phil Mickelson byrjar ágætlega á Humana Challenge. Hann fékk þannig fugl á 3. holu og 6. holu og setti niður frábært glompuhögg við 4. holu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Þegar þetta er ritað (kl. 21:51) er bandaríski kylfingurinn Mark Wilson í efsta sæti á 9 undir pari, eftir 12 spilaðar holur!!! Margir eiga þó eftir að ljúka leik og því getur staðan enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á 1. degi Humana Challenge með því að SMELLA HÉR:
GR: SNAG útbúnaður keyptur fyrir yngstu kynslóðina
Á dögunum festi Golfklúbbur Reykjavíkur kaup á SNAG búnaði en SNAG er skammstöfun á „Starting New At Golf“. Búnaðurinn mun nýtast vel í almennu starfi klúbbsins ásamt því að verða notaður við kennslu í Golfskóla GR sem starfræktur er á sumrin. Margir klúbbar hafa fjárfest í slíkum búnaði og hefur hann reynst vel í að kynna íþróttina og auðveldar byrjendum á öllum aldri með fyrstu skrefin í golfinu. Einnig er alltaf að fjölga þeim skólum sem hafa tekið búnaðinn í notkun í íþróttastarfi sínu. Myndin var tekin er Magnús Birgisson frá Hissa.is afhenti Garðari Eyland framkvæmdastjóra GR búnaðinn. Heimild: grgolf.is
Lottó myndbandið: „Ég lif´í draumi“
Íslensk Getspá hefur frá upphafi stutt dyggilega við íþróttahreyfinguna og öryrkja með sölu á LOTTÓ. Stuðningur þessi er afar mikilvægur enda skiptir hann íþróttahreyfinguna miklu máli og rennir stoðum undir rekstur hennar. Til að vekja athygli á málstaðnum þá hefur verið gert myndband með laginu „Ég lifi í draumi“ en textanum hefur þó verið breytt. Það er draumur íþróttamanna að ná árangri sinni grein og getur stuðningur þessi klárlega gert drauminn að veruleika. Sjá má marga af okkar bestu íþróttamönnum í nýju hlutverki m.a leikur Íslandsmeisarinn í golfi Birgir Leifur Hafþórsson á fiðlu, Kolbeinn Sigþórsson sýnir ótúlega takta með rafmagnsgítarinn, Sara Björk Gunnarsdóttir leikur á hljómborð, landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson Lesa meira
Mickelson snýr aftur til keppni á Humana Challenge
Phil Mickelson hefir passað sig að láta ekki mikið á sér bera að undanförnu, en nú snýr hann aftur til keppni eftir langt frí allt frá því fyrir jól og tekur nú þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Humana Challenge í Kaliforníu. Sexfaldi risamótsmeistarinn (Mickelson) snýr aftur til keppni eftir eitt versta ár sitt frá árinu 2003, en þetta er í fyrsta skipti síðan þá, sem hann sigraði ekki á keppnistímabilinu. Reyndar hefir Mickelson ekkert spilað frá því að hann gagnrýndi Watson fyrir opnum tjöldum eftir stört tap Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum í september 2014. Mickelson, 44 ára, hefir unnið mikið í ræktinni með einkaþjálfara sínum Sean Cochran, og hann Lesa meira
GKG: Ný afreksstefna og sóknaráætlun
Á haustmánuðum síðasta árs setti íþróttanefnd GKG á laggirnar sérstakt meistaraflokkráð til að styðja við bakið á íþróttastjóra og afreksþjálfara í málefnum meistaraflokka klúbbsins. Meistaraflokksráðið skipa Gunnar Páll Þórisson, Þórður Már Jóhannesson og Sigmundur Einar Másson. Meistaraflokksráðið ásamt Úlfari íþróttastjóra og Derrick afreksþjálfara hafa gert stöðugreiningu og mat á því hvernig GKG getur bætt umgjörð og áherslur í afreksstarfinu. Mikilvægt er að fremstu og metnaðarfyllstu kylfingar klúbbsins fái aðhald og aðstoð frá þjálfarateymi GKG og öðrum sérfræðingum til að ná hámarksárangri. Gert hefur verið samkomulag við átta kylfinga GKG sem saman mynda svokallað “Team GKG”. Allir kylfingar í þessum hópi hafa þegar náð skilgreindum kröfum GKG og hafa sett fram Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Klúbbmeistarar GKG 2013; Ragna Björk Ólafsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson, Mynd: GKG Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og núverandi Íslandsmeistari í holukeppni (2013) og stundar nú nám og er í golfliði Wake Forest háskólans í Bandaríkjunum, sem þykir einn allrabesti golfháskólinn. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við Lesa meira









