Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2015 | 12:00

Christy Kite látin

Christy, eiginkona frægðarhallarkylfingsins Tom Kite lést s.l. föstudag eftir langa baráttu við krabbamein. Það var forseti Öldungamótaraðar PGA Tour, þ.e. Champions Tour, Greg McLaughlin, sem tvítaði fréttirnar í gær: „The Champions Tour family mourns the passing of Christy Kite last evening. Our thoughts and prayers go to Tom and the entire Kite family.“ (Lausleg þýðing: „Champions Tour harmar andlát Christy Kite í gær. Hugsanir okkar og bænir eru með Tom og allri Kite fjölskyldunni.“ ) Kite ætlaði að taka þátt í fyrsta móti Champions Tour núna um helgina, en hætti við að taka þátt.  Jarðaför Christy Kite fer fram n.k. þriðudag í Austin, Texas. McLaughlin staðfesti að svartir borðar ættu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2015 | 09:00

PGA: 4 í forystu fyrir lokahring Humana Challenge – Hápunktar 3. dags

Það eru 4 kylfingar sem leiða fyrir lokahring Humana Challenge mótið sem fram fer á La Quinta: Erik Compton, Michael Putnam, Bill Haas og Justin Thomas. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum. Í 5. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari, 200 höggum eru: Matt Kuchar, Ryan Palmer, Scott Pinkney og Steve Wheatcroft. Til þess að sjá stöðuna á Humana Challenge fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2015 | 23:57

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Carmen Alonso (19/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 17.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2015 | 23:35

GSG: Aðalfundur verður haldinn 29. janúar n.k.

Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis verður 29.janúar 2015 kl 20:00 í golfskálanum. Störf aðalfundar eru: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. Reikningar lagðir fram og skýrðir. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Atkvæðagreiðsla um reikningana. Lagabreytingar. Lögð fram tillaga um gjaldskrá. Kosning formanns. Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanna reikninga og einn til vara. Önnur mál.. Stjórnin

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2015 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Dröfn Kristinsdótitr – 24. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO. Hún fæddist 24. janúar 1962. Jóhanna Dröfn hefir átt fast sæti fyrir hönd Golfklúbbsins Odds í kvennasveit GO og hefir tekið þátt í mörgum sveitakeppnum GSÍ á undanförnum árum, var m.a. í sveit GO sem vann 2. deild kvenna 2005.  Af mörgu er að taka í golfferli Jóhönnu Dröfn en hún hefir sigrað í mörgum opnum mótum vann m.a. ára-mót GO 2009.  Jóhanna Dröfn hefir setið stjórn í GO. Jóhanna er dóttir Kristins Sigurpáls Kristjánssonar og á eina dóttur Lilju Valþórsdóttur. Eins er Jóhanna Dröfn systir Dóru Kristínar í GHD. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (49 ára);  Aldilson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2015 | 23:11

Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Qatar Masters – hápunktar 4. dags

Það var Branden Grace frá Suður-Afríku sem stóð uppi sem sigurvegari í Qatar Masters. Grace var samtals á 19 undir pari, 269 höggum (67 68 68 66). Marc Warren frá Skotlandi varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir á samtals 18 undir pari, 270 höggum (71 65 67 67). Í 3. sæti varð síðan Bernd Wiesberger frá Þýskalandi á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 18:47

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng – 23. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮).  Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 26 ára í dag.  Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Soffía Margrét Hafþórsdóttir  43 ára afmæli! Valgeir Guðjónsson 63 ára afmæli! Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með daginn! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 15:00

Evróputúrinn: 4 leiða eftir 3. dag á Qatar Masters

Branden Grace frá S-Afríku, Mark Warren frá Skotlandi, Emiliano Grillo frá Argentínu og Bernd Wiesberger frá Austurríki eru  efstir og jafnir eftir 2. keppnisdag Qatar Masters í Doha, Qatar. Samtals eru þeir félagar allir búnir að spila á 13 undir pari, 203 höggum; Grace (67 68 68); Grillo (67 69 67);  Warren (71 65 67) og Wiesberger (69 66 68). Cañizares, Coetzee og Pepperell deila 5. sætinu allir á 11 undir pari, þ.e. 2 höggum á efti forystufereykinu. Sjá má hápunkta 3. keppnisdags Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jeong Eun Lee (16/45)

Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 6 var suður-kóreanska stúlkan Jeong Eun Lee . Jeong Eun Lee fæddist 20. október 1988 og er því 26 ára. Jeong Eun Lee gerðist atvinnumaður og hóf leik á kóreönsku LPGA (skammst. KLPGA)  árið 2007, en sló ekki í gegn fyrr en árið 2009. Það ár vann hún 2 sinnum, var 6 sinnum meðal efstu 10 í mótum og vann sér inn yfir 280 milljóna won og varð í 4. sæti á peningalistanum. Stærsta stund hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 07:30

Fréttir af ótímabærum dauða Tiger stórlega ýktar

Fréttir af dauða Tiger Woods breiddust út eins og eldur í sinu fyrr í þesari viku, sem olli mörgum golfaðdáandanum miklum áhyggjum. Staðfest hefir verið að eini parturinn af Tiger, sem dó var tönn, sem ljósmyndari nokkur sló úr honum við verðlaunaafhendingarpall í ítölsku Ölpunum, þar sem besti kylfingur allra tíma var að fylgjast með kærustu sinni Lindsey Vonn taka á móti verðlaunum. Fréttir af ótímabærum dauða Tiger fengu byr undir báða vængi eftir að facebook síða þar sem stóð á RIP Tiger Woods náði næstum 1 milljóna „Like“-a. Á umræddri facebook síðu stóð: „U.þ.b. kl. 11 á miðvikudaginn (21. janúar 2015) lést okkar elskulegi Tiger Woods. Hann var fæddur Lesa meira