Champions Tour: Jiménez sigraði í Hawaii
Það var spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem sigraði á Mitsubishi Electric Championship, á Hualalai á Hawaii í gær, 25. janúar 2015. Lokaskor Jíménez var samtals 17 undir pari, 199 högg. Mark O´Meara lauk keppni í 2. sæti í 15. skiptið og var afar vonsvikinn, eftir frábæran lokahring upp á 64 högg. „Fólk man eftir hver sigraði mótið ekki þeim sem varð í 2. sæti,“ sagði O´Meara m.a. eftir hringinn. „Ég er vonsvikinn en Miguel spilaði vel þegar þess þurfti.“ Til þess að sjá lokastöðuna á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Steffi Kirchmayr (20/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 17.-34. sætinu. Næst Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Bill Haas?
Bill Haas, 32 ára sigraði í gær, 25. janúar 2015, á Humana Challenge mótinu, sem haldið er í samvinnu við Clinton Foundation á Hawaii. Þetta var 6. sigur Bill Haas á PGA Tour. En hver er kylfingurinn Bill Haas? Bill er af mikilli golffjölskyldu. Hann fæddist 24. maí 1982 í Charlotte, Norður Karólínu og ólst upp í Greer, Suður-Karólínu, sem er úthverfi Greenville. Hann er sá 3. í fjölskyldu sinni til þess að spila golf með golfliði Wake Forest háskólanum (þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var við nám og spilaði með kvennagolfliði skólans). Hinir tveir í fjölskyldu Bill er faðir hans Jay og föðurbróðir Jerry. Jerry varð reyndar golfþjálfari Lesa meira
PGA: Haas sigraði á Humana Challenge – Hápunktar 4. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Bill Haas , sem stóð uppi sem sigurvegari á Humana Challenge, sem sett er upp í samvinnu við Bill Clinton stofnunina í La Quinta, Kaliforníu Haas lék á samtals 22 undir pari, 266 högg (67 63 69 67) átti 1 högg á hóp 5 kylfinga: Charley Hoffman, Brendan Steele, Sun Joon Park, Steve Wheatcroft og Matt Kuchar. Haas kom sjálfum sér á óvart, sbr.: „Ef þið hefðuð sagt við mig í síðustu viku að ég myndi sigra myndi ég hafa hlegið að ykkur,“ en Haas fannst hann ekki vera í sínu besta formi þegar hann kom til keppni. Hann æfði þó með föður sínum og golfkennara Lesa meira
Tillaga um nafn á listaverk e. Söndru Gal?
Þýski kylfingurinn Sandra Gal auglýsir á facebook síðu sinni eftir tillögum að nafni að abstrakt verki sem hún er nýbúin að ljúka við. Söndru er margt til lista lagt. Ekki bara er hún frábær LPGA kylfingur og fyrrverandi W-7 módel heldur þykir hún mjög góður málari. Að teikna og mála hefir verið aðaláhugamál Söndru frá unga aldri. Koma má með tillögu að nafni að myndinni með því að fara á facebook síðu Söndru með því að SMELLA HÉR:
GJÓ: Aðalfundur í Hraðfrystihúsinu Hellissandi 5. febrúar n.k.
Aðalfundur Golfklúbbsins Jökuls verður haldinn í Hraðfrystihúsi Hellissands fimmtudaginn 5.febrúar kl 20. Allir félagar hvattir til að mæta.
Lindsey ánægð með Tiger
Þegar Lindsey Vonn setti met yfir flesta sigra á heimsmeistaramótinu 19. janúar s.l. með sigri hennar í risasvigi í Cortina d’Ampezzo, á Ítalíu var henni fagnað af móttökunefnd, foreldra, stjúpforeldra og systur. Stæsti aðdáandi hennar og kærasti, besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, kom henni á óvart að birtast í ítölsku Ölpunum! „Tiger kom mér algerlega á óvart!“ – sagði Ólympíugullhafinn, 30 ára (Vonn) í nýlegu viðtali í PEOPLE. „Þetta er fyndið vegna þess að ég hafði verið leiðinleg við hann vegna þess að hann ætlaði ekkert að koma hingað en síðan kom pabbi eftir að ég var kominn í mark og sagði: „Sjáðu hvern ég fann?“ og þarna var hann. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ari Gylfason ——- 25. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ari Gylfason. Ari er fæddur 25. janúar 1974 og á því 41 árs afmæli í dag. Ari býr í Sandgerði og er félagi í GSG – Hann varð m.a í 3. sæti í 1. flokki á Meistaramóti GSG, 2013 og gengur yfirleitt vel í opnum mótum. Ari er í sambúð með Maríu Guðmundu Pálsdóttur og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ari Gylfason (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (50 ára stórafmæli!!!); Lynnette Teresa Brooky, 25. Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Natalie Sheary (17/45)
Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 6 var bandaríska stúlkan Natalie Sheary . Natalie Sheary fæddist í30. maí 1989 í West Hartford, Conneticut og er því 25 ára. Hún byrjaði í golfi 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Sheary var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með sama golfliði og Ólafía Þórunn okkar Kristinsdóttir, Wake Forest. Hún gerðist síðan atvinnumaður í golfi sama ár og hún útskrifaðist 2011. Áhugamál Natalie er að læra nýja hluti gegnum bækur og kvikmyndir, að horfa á Netflix, kanna nýja staði og fara í ræktina. Natalie komst á LPGA Lesa meira
Champions Tour: Jiménez og Mediate efstir e. 2. dag á Hawaii
Rocco Mediate og Miguel Ángel Jiménez eru efstir og jafnir á Mitsubishi Electric Championship í Hualalai í Hawaii eftir 1. dag. Jiménez og Mediate eru á samtals 11 undir pari, 133 höggum; Jiménez (69 64) og Mediate (66 67). Í 3. sæti er síðan Olin Browne á samtals 9 undi pari, 2 höggum á eftir forystumönnunum. Til þess að sjá hápunkta 2. dags Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR:










