Golfráð 15. ríkasta læknis heims – Sanjay Gupta (1/2)
Golf 1 birti fyrr í mánuðnum samantekt yfir 15. ríkustu lækna heims – Sjá með því að SMELLA HÉR: Sá sem var „neðstur“ á listanum, þ.e. 15. ríkasti læknir heims, er Sanjay Gupta. Sanjay Gupta er taugaskurðlæknir (ens. neurosurgeon) og stakk Obama Bandaríkjaforseti m.a. upp á honum í landlæknisembætti Bandaríkjanna, en Gupta afþakkaði embættið til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni og sinnt glæstum ferli sínum. Fyrir utan að vera frábær læknir og kylfingur er Gupta virtur fréttamaður á CNN, en greinar hans um taugskurðlækningar þykja mjög góðar. Gupta spilar golf og ekki aðeins það, hann á vefsíðu þar sem m.a. má finna ágætis grein um golf, en í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Mike Hill – 27. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Mike Hill. Mike er fædur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 76 ára afmæli í dag. Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Hill, 27. janúar 1939, 74 ára (bróðir Dave Lesa meira
Golfútbúnaður: Sam Torrance auglýsir fyrir Tee-up nýja græju sem auðveldar að tía upp
Northcroft Golf’s Tee-Up er ný golf græja sem enginn annar en varafyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu Sam Torrance, OBE auglýsir. Með græjunni er auðveldlega hægt að koma fyrir tíi og bolta og er hún sérlega hentug fyrir þá sem þjást af bakverk. Tee-Up græjan er létt og auðvelt að nota hana – en tíinu er skotið úr græju sem líkist byssu og er auðvelt að aðlaga hana að hæð og hvers konar tí kosið er að nota. Gúmmikrækjan á enda græjunni auðveldar líka að hægt sé að pikka tíið aftur upp án þess að þurfa að beygja sig. John Bennett, framkvæmdastjóri Northcroft Golf sagði m.a.: „Tee-Up er ætlað að hjálpa Lesa meira
Allenby var á strippklúbbi áður en á hann var ráðist
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby greiddi $3,400 (u.þ.b. 440.000 ísl. kr.) reikning á strippklúbbi í Honolulu á Hawaii kvöldið sem hann segir að ráðist hafi verið á sig, hann byrlaður ólyfjan, hann barinn meðvitundarlaus, hann rændur þ.e. farið með hann á stað 10 km utan við Honolulu og síðan öllu steini léttara stolið af honum m.a. veski hans, kreditkortum, peningum og farsíma. Rannsókn stendur enn yfir á því hvað gerðist um kvöldið 16. janúar s.l. eftir að Allenby hafði ekki tekist að komast gegnum niðurskurð á PGA mótinu, Sony Open. Golf Channel sjónvarpsstöðin hefir eins gert sína eigin rannsókn og reynt að rekja aftur spor Allenby eftir að hann sagðist hafa Lesa meira
GA: Púttmótaröð 20 ára og yngri – Úrslitadagur er föstudagurinn 30. jan n.k.
Nú liggur fyrir hverjir mætast í 8 manna úrslitum púttmótakeppninnar í púttmótaröð 20 ára og yngri hjá Golfklúbbi Akureyrar Úrslitin fara fram á föstudaginn næstkomandi, 30 janúar og hefjast þau kl. 17:00 Þau sem mætast eru eftirfarandi: Stefán Einar – Kjartan Ísleifs Lárus Ingi – Eyþór Hrafnar Aðalsteinn Leifsson – Auður Bergrún Andrea Ýr – Birna Rut. Mótið klárast á föstudaginn og því fara undirúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fram líka.
GSÍ: 18 afrekskylfingar við æfingar í Portúgal
Átján kylfingar úr afrekshópi GSÍ verða við æfingar í Portúgal 2.-9. febrúar n.k. Fjórir munu í kjölfarið keppa á Opna portúgalska áhugamannamótinu í Lissabon 11.-14. febrúar en það eru:Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson og Kristján Þór Einarsson. Afrekskylfingarnair sem verða við æfingar í Portúgal eru eftirfarandi: Anna Sólveig Snorradóttir, GK Arnór Snær Guðmundsson, GHD Aron Snær Júlíusson, GKG Axel Bóasson, GK Bjarki Pétursson, GB Fannar Ingi Steingrímsson, GHG Gísli Sveinbergsson, GK Henning Darri Þórðarson, GK Kristján Benedikt Sveinsson, GA Kristján Þór Einarsson, GKj. Kristófer Orri Þórðarson, GKG Ólafur Loftsson, NK Stefán Þór Bogason, GR Helga Kristín Einarsdóttir, NK Karen Guðnadóttir, GS Ólöf María Einarsdóttir, GHD Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Saga Traustadóttir, Lesa meira
GSÍ: Mótaskráin 2015
Golfsamband Íslands hefur birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 og má nálgast hana með því að SMELLA HÉR: Eimskipsmótaröðinmótaröð þeirra bestu hefst 23. maí á Hólmsvelli í Leiru . Næst er ferðinni svo heitið til Vestmannaeyja en þar verður leikið dagana 29.-31. maí. Hlíðavöllur kemur nýr inn á mótaröð þeirra bestu en þriðja mót sumarsins verður í umsjá Golfklúbbs Mosfellsbæjar dagana 12.-14. júní. Íslandsmótið í holukeppni hefst 19.-21. júní en það er að þessu sinni leikið á Jaðarsvelli og í umsjá Golfklúbbs Akureyrar. Sjálft Íslandsmótið í golfi hefst svo 23. júlí á Garðavelli Akranesi en síðast var mótið leikið þar árið 2004. Golfklúbburinn Leynir fagnar í ár 50 ára afmæli Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Charley Hull (18/45)
Það voru 6 stúlkur sem deildu 28.-33. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 6 var enska stúlkan Charley Hull . Charley fæddist 20. mars 1996 í Kettering á Englandi. Hún byrjaði í golfi aðeins 5 ára og er félagi í Woburn golfklúbbnum í Kettering. Hún gerðist atvinnumaður 1. janúar 2013 aðeins 16 ára. Charley er 1,65 að hæð, ljóshærð og bláeygð. Hún á ættir að rekja til Póllands s.s. kom fram í ítarlegu viðtali við hana sem Golf 1 birti um jólín 2013 (Sjá hér CHARLEY 1 Lesa meira
GM: Ríkharður Már og Sigrún Linda efnilegust
Það var ekki bara Kristján Þór Einarsson sem hlaut viðurkenningu við kjör Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2014. Fjöldi viðurkenninga fyrir góðan árangur féll kylfingum í skaut og er ljóst að framtíð golfsins er án efa björt í Mosfellsbæ. Við munum segja frá þessum viðurkenningum næstu daga og byrjum á þeim efnilegustu árið 2014. Sigrún Linda Baldursdóttir voru veitt verðlaun fyrir að vera efnilegasti kvennkylfingur Mosfellsbæjar þetta árið. Sigrún átti frábært ár í keppnisgolfi en hún varð klúbbmeistari í flokki stúlkna 14 ára og yngri og jafnframt stigameistari á Áskorendamótaröð Íslandsbanka í flokki 14 ára og yngri. Sigrún var einnig í stúlknasveit Kjalar í flokki 18 ára og yngri. Sigrún er mjög samviskusöm og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton – 26. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 108 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 28 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Cotton Lesa meira










