Kel Nagle látinn
Kel Nagle, sem fullu nafni hét Kelvin David George Nagle, AM golfgoðsögn Ástralíu, 94 ára, lést í dag í Sydney. Hann hlaut friðsælan dauðdaga, sofnaði svefninum langa eftir mikil og langvarandi veikindi. Kel var elsti risamótssigurvegarinn, en hann sigraði á Centenary Open Championship árið 1969, þegar mótið fór fram á Old Course í St. Andrews, en þar mun Opna breska einmitt verða haldið seinna í sumar. Það hefði verið frábært að hafa Nagle þar, 55 árum eftir stóra sigur hans þar. Kel var fæddur 21. desember 1920 og lést sem sagt í dag 29. janúar 2015. Margir af fyrrum sigurvegurum Opna breska hafa þegar vottað fjölskyldu Nagle samúð sína og einn sá Lesa meira
LPGA: Korda, Lewis og Muñoz leiða e. 1. dag á Coates Golf Championship
Það eru 3 kylfingar: Jessica Korda, Stacy Lewis and Azahara Muñoz, sem leiða eftir 1. dag á Coates Golf Championship. Mótið er styrkt af R + L Carriers og fer fram í Ocala í Flórída. Þær Korda, Lewis og Muñoz léku allar á 6 undir pari, 66 höggum. Í 4. sæti eru Ha Na Yang frá Suður-Kóreu og Ernst Austin frá Bandaríkjunum aðeins 1 höggi á eftir. Hópur þekktra kylfinga deilir síðan 6. sætinu 2 höggum á eftir forystukonunum en það eru Lydia Ko og Lexi Thompson og síðan NY Choi og Mi Jung Hur frá Suður-Kóreu. Michelle Wie er ásamt 15 öðrum þ.á.m. Paulu Creamer og Cristinu Kim í 27. sæti en þar spiluðu allar á sléttu pari, 72 höggu. Til þess að sjá stöðuna á Coates Golf Championship Lesa meira
Rory: „Óska engum leiðinlegra og andstyggilegra málaferla“
Rory McIlroy segir að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum lagadeilur þær sem hann stendur í og lýsti ferlinu, sem „leiðinlegu og andstyggilegu“ (ens. „tedious and nasty“). Nr. 1 á heimslistanum (Rory) lauk 1. hring á Dubai Desert Classic, sem hófst í dag, á glæsilegum 66 höggum, sem er ágætt. Hringurinn stendur enn yfir og sem stendur (þ.e. kl. 10:15) eru a.m.k. 3 sem eru búnir að spila 1 höggi betur en Rory: Lee Westwood, Andy Sullivan og Belginn Nicolas Colsaerts. En Rory er engu að síður meðal efstu og átti frábæran hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla. Rory verður að mæta fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Matthíasdóttir – 28. janúar 2015
Það er Ragnheiður Matthíasdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragnheiður er í GSS, Golfklúbbi Sauðárkróks Skagafirði og er oft ofarlega í opnum mótum sem haldin eru. Gaman er í sérhvert sinn að hitta Ragnheiði á Opnu kvennamóti þeirra GSS-inga, sem án þess að á nokkur önnur kvennamót á landinu sé hallað er án nokkurs efa eitt það besta og skemmtilegasta. Og Ragnheiður er frábær kylfingur í alla staði ! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (62 ára); Nick Price, 28. janúar 1957 (58 ára); ….. og ….. Henrik Stokke Hafdís Ævarsdóttir Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir (55 ára) Þórður Sigurel Arnfinnsson (33 ára) El Rincón del Lesa meira
GKG: Púttmótaröð barna og unglinga hefst n.k. laugardag
Púttmótaröð barna og unglinga í GKG rennur af stað á laugardag kl. 11 í Kórnum. Mótin verða með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Óþarfi er að skrá sig, bara mæta, og þátttaka er ókeypis. Sjá helstu upplýsingar hér fyrir neðan. Mótaröðin stendur yfir í fjóra mánuði, fyrsta mótið 31. janúar og seinasta í byrjun maí. Alls verða 7 mót en fjögur bestu mótin telja. Þrír aldursflokkar, kynjaskipt: 12 ára og yngri (fædd ´03 og síðar) 13-16 ára (fædd 02-99) 17 ára og eldri (fædd 98 og fyrr) Eftir seinasta mótið í vor verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki, stúlkna og pilta. Einnig verða veitt verðlaun Lesa meira
Allenby stendur við framburð sinn – Myndskeið
Robert Allenby er nú mættur á Waste Management Phoenix Open, sem er mót vikunnar á PGA tour. Á blaðamannafundi virtist Allenby stundum reiður og sagðist standa við sögu sína um að hann hefði verið barinn og rændur í Honolulu og hann hafi aðeins verið að segja það sem hann myndi af atburðinum. „Það hefir svo sannarlega verið mikill ruglingur í gangi,“ sagði Allenby m.a. „En ég held að nr. 1 sé að þið ættuð öll að muna að ég stend við fyrri framburð minn , hann er nákvæmlega eins nú og ég sagði frá honum. Ég sagði ykkur það sem ég vissi og ég sagði það sem annar hafði sagt Lesa meira
Lee Westwood hótar að kýla þann næsta sem kallar sig „Hoff“ – eftir að Westy bjargaði manni frá drukknun
Lee Westwood bjargaði viðskiptajöfrinum og milljónamæringnum Colin Davies frá drukknum í karíbíska hafinu, við eynna Barbados þar sem þeir báðir voru í fríi. Davies þjáist af Parkinsons. Fólk fór að kalla hann „The Hoff“ eftir að hann bjargaði Davies frá drukknun, með vísan til bandaríska Strandvarðar/Baywatch-leikarans David Hasselhoff. Hinn 41 árs Lee hefir upplýst að sér hafi fyrst fundist brandararnir þar sem hann er borinn saman við „Strandvarðar leikarann David Hassellhoff“ (nefndur „the Hoff“ í Englandi) fyndnir. Nú hins vegar séu brandararnir farnir að pirra hann og hann hótaði jafnvel að kýla þann næsta sem bæri sig saman við leikarann. „Þetta var fyndið fyrst,“ sagði Lee í viðtali við The Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Emma Goddard (21/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 15.-34. sætinu. Næst Lesa meira
Kaymer viðurkennir að ofursjálfstraust hafi átt þátt í að hann varð af 1. sætinu í Abu Dhabi – Myndskeið
Martin Kaymer hefir heitið því að fylgja í fótspor Rory McIlroy og nota bitra reynslu sína sem aukna hvatningu eftir að hafa orðið fyrir einu versta „tapi“ í golfsögunni á Abu Dhabi HSBC Championship. Rúmlega 10 dögum eftir þetta tap þegar hann henti frá sér 10 högga forystu þegar aðeins átti eftir að spila 13 holur þá viðurkennir Kaymer að hann hafi átt erfitt með að kyngja þessu. „Þetta var ekki bara stór golflexía heldur líka gríðarleg lífsreynsla,“ sagði Kaymer. „Þetta var svipað og kom fyrir Rory fyrir nokkrum árum á Masters. Þegar hann tapaði á þessum 9 síðustu holum (árið 2011) – það var sjokkerandi og dapurt að horfa Lesa meira
GSÍ fær 4,6 milljónir úr afrekssjóði ÍSÍ
Afrekssjóður ÍSÍ fékk í síðustu viku samþykki framkvæmdastjórnar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir úthlutun á árinu 2015. GSÍ fær 4,6 milljónir úr afrekssjóði ÍSÍ og skiptist styrkurinn með eftirfarandi hætti: Landsliðs Íslands vegna HM og EM kr. 3.500.000,- Unglingalandsliðsverkefni kr. 500.000,- Gísli Sveinbergsson / Eingreiðslustyrkur kr. – 200.000,- Ragnhildur Kristinsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,- Fannar Steingrímsson / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,- Alls voru 27 sérsambönd styrkt og var heildarstyrkveiting 122.310.000,- GSÍ hlaut 10. hæsta styrkinn en þann hæsta hlaut Handknattleikssamband Ísland (HSÍ) eða 25 milljónir eða 5 falt hærri styrk en settur er í golfið. Sjá má úthlutun styrkja í heild með því að SMELLA HÉR:










