GS: Starf umsjónarmanns golfvallar hjá GS laust til umsóknar
Starf umsjónarmanns golfvallar hjá Golfklúbbi Suðurnesja er laust til umsóknar Umsjónarmaður golfvallar innir af hendi öll venjuleg störf á golfvelli. Hann sér um daglegan rekstur golfvallar og æfingasvæðis, verkstjórnun vallarstarfsmanna, framkvæmdir, viðhald og eftirlit með golfvellinum og vélbúnaði klúbbsins. Starf hans heyrir undir stjórn og framkvæmdastjóra GS. Vinna á golfvelli eða sambærileg starfsreynsla er skilyrði. Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á skrifstofu GS í tölvupósti á netfangið gs[at]gs.is. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k.
GKG: Samningar undirritaðir við sveitafélögin um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG
Á heimasíðu GKG mátti lesa eftirfarandi frétt: Í dag (þ.e. í gær 29. janúar 2015) skrifaði golfklúbbur GKG undir samning við sveitafélögin Garðabæ og Kópavog um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar GKG. Um er að ræða 1.400 fermetra hús sem skiptist í almenna félagsaðstöðu og æfingaaðstöðu. Æfingaaðstaðan verður hin veglegasta og verður búin fullkomnum sveiflugreiningartækjum, golfhermum auk pútt og vippaðstöðu. Ljóst er að nýja aðstaðan mun gjörbylta öllu starfi GKG og mun gera okkur kleyft að veita GKG kylfingum þjónustu allt árið um kring. Framkvæmdir munu hefjast strax í febrúar og áætlað er að húsið verði vígt í mars á næsta ári.
GA: Liðapúttmótaröð GA 2015
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má lesa eftirfarandi frétt: Liðapúttmót GA hefst í næstu viku. Sex lið eru skráð til leiks og verður leikfyrirkomulagið þannig að allir spila við alla, samtals því 5 umferðir. Að þeim loknum munu fjögur efstu liðin fara í undarúrslit. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Liðin sem skráð eru til leiks eru eftirfarandi: Lið 1 Halla Sif Svavarsdóttir Eiður Stefánsson Sigurður Samúelsson Þórunn Anna Haraldsdóttir Árni Ingólfsson Lið 2 Þórarinn Ólafur Gunnar Sverrir Freyr Viðar Lið 3 Sigmundur Mummi Lár Halli Bjarna Jónasína Lið 4 Stefán Tumi Aðalsteinn Lárus Lið 5 Ágúst Skúli Bjarni Anton Lið 6 Sigþór Haralds Halldór Karlsson Tryggvi Gunnarsson Eymundur Lúthersson Lesa meira
GR: Meistaramót GR 2015
Á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt: „Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2015 fer fram dagana 5.-11. júlí. Leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 5. júlí til þriðjudagsins 7. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3.flokkur karla og kvenna, 4.flokkur karla og 5.flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu. Miðvikudaginn 8. júlí til laugardagsins 11. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur. Allar upplýsingar um Meistaramót GR verða að finna á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir Meistaramót GR þegar nær dregur sumri. Kappleikjanefnd áskilur sér rétt til breytinga áður en skráning í mótið Lesa meira
PGA: Púað á Allenby í Phoenix
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby átti von á því versta í gær á 1. hring Phonix Open, eftir mannráns-strippbars-barnings-og stuldaratvik sem hann lenti í á Hawaíi í síðustu viku. Fyrir tveimur dögum sagði Allenby að hann væri að búa sig andlega undir eina erfiðustu viku lífs síns. Og það var eins gott fyrir hann að mæta vel undirbúinn því púað var á hann á par-3 16. brautinni þ.e. „partý-holunni“ eins og hún er oft kölluð og líka á lokaholu hans, 18. holunni, þar sem margir golfaðdáendur voru saman komnir. Að öðru leyti átti hinn 43 ára Allenby fremur rólegan hring upp á 1 undir pari 70 högg. Á þriðjudaginn í þessari Lesa meira
Evróputúrinn: Warren efstur í Dubaí snemma dags – Hápunktar morgunsins á 2. degi
Það er Skotinn Marc Warren, sem er efstur snemma dags á 2. hring á Omega Dubaí Desert Classic mótinu. Warren er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Warren er búinn að standa sig vel það sem af er árs, en hann varð m.a. í 2. sæti í Qatar í s.l. viku. Með þessari stöðu eykur hann svo sannarlega líkur sínar á því að fá nú í fyrsta sinn að spila á Masters risamótinu í apríl n.k. Með glæsiárangri sínum undanfarið er Warren kominn upp í 56. sæti heimslistans og gangi honum vel í Dubaí verður hann í þægilegri stöðu meðal efstu 50 á heimslistanum Lesa meira
Pablo Larrazabal trúlofaður
Spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal trúlofaðist kærustu sinni til 4 ára (þ.e. síðan 2011) nú á dögunum. Sú heitir Gala Alten og þykir með fegurri maka leikmanna á Evróputúrnum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Gala ansi ánægð með að hafa fest sér Pablo sinn. Larrazabal komst m.a. í fréttirnar á síðasta ári vegna þess að hann varð fyrir árás geitunga á móti í Malasíu. Rifja má það upp með því að SMELLA HÉR: Vonandi er að trúlofunin reynist honum ljúfari en raunir hans á golfvellinum í Malasíu!
PGA: Tiger byrjar 2015 ekkert vel í Phoenix
Tiger Woods sneri aftur á Waste Management Phoenix Open eftir um 14 ára hlé frá þátttöku í mótinu. Hann átti slælegan hring upp á 2 yfir pari, 73 högg, sem alls ekki dugar á móti frábærum ungum og upprennandi kylfingum og þeim sem ofarlega eru á heimslistanum. Tiger er í 104. sæti eftir 1. dag af 132 keppendum og verður að eiga frábæran hring í dag, bara til þess að komast í gegnum niðurskurð. Á 1. hring fékk Tiger glæsiörn (á par-5 13. holuna), 2 fugla og 4 skolla og því miður líka skramba (á par-3 4. holuna). Á hinni frægu 16. holu, þar sem Tiger átti glæsiás árið 1997 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Donna Caponi —— 29. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Donna Caponi. Donna fæddist 29. janúar 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Sjá má eldri grein Golf 1 um Donnu Caponi með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (92 árs); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (61 árs) ; Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (64 ára); Erlingur Snær Loftsson, GHR, 29. janúar 1991 (24 ára) ….. og ….. Habbanía Hannyrðakona (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira
GR: Halldóra Steingrímsdóttir með besta skorið á 2. púttmóti GR-kvenna – 26 pútt
Á heimasíðu GR má lesa eftirfarandi frétt frá kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur: Það var frábær mæting á annað púttkvöld okkar GR kvenna á nýju ári. Tæplega 150 konur mættu og það virðist engu skipta hvernig viðrar, konur mæta og eru með, því þær eru félagsverur og hafa gaman af því að pútta saman. Sérstaklega var gaman að sjá mörg ný andlit að ekki sé talað um að heyra hláturinn óma um golfskálann okkar í Korpunni. Völlurinn stríddi sumum okkar en margar rúlluðu upp hringjum á frábæru skori. Halldóra M Steingrímsdóttir átti besta skor kvöldsins var á 26 höggum. Fleiri fylgdu fast á eftir en á toppinn í þessari viku skaust hún Lesa meira










