Nýju stúlkurnar á LET 2015: Louise Friberg (22/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 15.-34. sætinu. Næst Lesa meira
Rory í viðtali við CNN um eitraða snáka og af hverju George er bestur
Fréttasjónvarpsstöðin CNN bauð áhorfendum sínum að leggja spurningar fyrir nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og má sjá spurningar áhorfenda sem bárust og svör Rory hér að neðan: Spurning: „Rory, hugsarðu nokkurn tímann meðvitað um sveiflu þína er hún bara ekki orðin þér eðlilega? Rory: „Nei, maður er meðvitað að hugsa um sveifluna sína allan tímann. Það er á ákveðinn hátt sem ég vil sjá mig sveifla kylfinunni og ég vinn mikla tæknivinnu með aðstoð myndbandstökuvéla með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, milli keppna og geng úr skugga um að ég sé í réttri stöðu fyrir mig. Þannig að ég er stöðungt að hugsa um sveifluna mína og gegn úr skugga Lesa meira
Evróputúrinn: Hápunktar morgunsins á 3. degi Omega Dubaí Desert Classic – Myndskeið
Rory McIlroy er að eiga hreint magnaða byrjun á 3. hring Omega Dubaí Desert Classic mótsins. Hann sýnir og sannar af hverju hann er nr. 1 á heimslistanum, en það er full verðskuldað þegar horft er á þvílíkt golfaugnakonfekt hann er að færa aðdáendum sínum. Annað hvert högg hans virðist verða fugl og höggin á milli öll pör – Hann er búinn að spila 8 holur á 3. hring nú og er kominn með 4 fugla! Ef fram heldur sem horfir er ekki vafi hver stendur uppi sem sigurvegari mótsins! Rory heldur a.m.k. enn sem komið er forystu sinni – en á hæla hans eru ekki minni kappar en Lee Lesa meira
10 bestu golfbrelluhögg Bryan bræðra á árinu 2014 – Myndskeið
Bryan bræður frá Flórída eru einstakir snillingar þegar kemur að golfbrelluhöggum. Sjá má 10 bestu golfbrelluhögg þeirra á árinu 2014 með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Rory leiðir í Dubaí – Hápunktar 2. dags
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, leiðir á Omega Dubaí Desert Classic mótinu, þegar allir hafa lokið leik. Hann er með 1 höggs forystu en samtals er Rory búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (66 64). Rory átti stórglæsilegan 2. hring upp á 8 undir pari, 64 högg þar sem hann skilaði hreinu skorkorti; fékk 8 fugla og 10 pör. Þriðji hringurinn er þegar hafinn og eftir 4 leiknar holur er Rory enn búinn að auka forystu sína í 16 undir pari; búinn að fá 2 fugla á fyrstu 4 holurnar!!! Til þess að fylgjast með á skortöflu á Omega Dubaí Desert Classic, en 3. hringur er þegar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2015
Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 60 ára stórafmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (60 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 (43 ára); Jill McGill, 30. janúar 1972 (43 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Louise Stahle (19/45)
Það voru 3 stúlkur sem deildu 25.-27. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 3 var sænska stúlkan Louise Stahle . Louise Stahle fæddist í Lundi, Svíþjóð, 19. mars 1985 og er því 29 ára. Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil. Árið 2002 sigraði Stahle á French Open Amateur Championship. Hún var jafnframt í 2. sæti á Girls British Open 2002 og var í Junior Solheim Cup liði Evrópu sem tapaði það ár fyrir Bandaríkjamönnum. Árið eftir þ.e. 2003 var hún líka í Junior Solheim Cup liði Evrópu þegar mótið Lesa meira
Adam Scott snýr aftur til keppni 5. mars n.k.
Adam Scott, nr. 3 á heimslistanum, birti í dag á facebook síðu sinni hluta af keppnisdagskrá sinni fyri árið 2015. Hann ætlar sér að hefja árið með þátttöku í Cadillac heimsmótinu í Flórída og spila síðan í hverri viku fram að Masters risamótinu, sem hann sigraði s.s. allir vita á sögulegan hátt árið 2013. Eftir Cadillac heimsmótið spilar Scott í Valspar mótinu, Arnold Palmer mótinu og síðan Valero Texas Open. Adam Scott er enn að jafna sig eftir að hafa misst frábæran kylfubera sinn Stevie Williams, sem áður var á pokanum hjá Tiger, en hefir nú ákveðið að draga úr vinnu sinni. Scott er þegar kominn með nýjan kylfubera, Mike Lesa meira
LPGA: Jang efst í hálfleik á Coates Golf Championship
Ha-na Jang frá Suður-Kóreu er efst eftir 2. dag á Coates Golf Championship, sem fram fer í Ocala, Flórída og er fyrsta mót ársins á LPGA mótaröðinni. Í Kóreu kemur engum þetta á óvart, en hér á Vesturlöndum er Jang Ha-na fremur óþekkt stærð. Þessi 22 ára suður-kóreanska stúlka leiðir nú á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). „Ég vona að spila vel næstu tvo daga til þess að fólk fái að kynnast hver ég er,“ sagði Jang í gegnum túlk, en hún talar ekki ensku. Jang hefir fullan keppnisrétt á LPGA, en vegna þess að þetta er ekki mót sem opið er öllum varð hún að fara í Lesa meira
GÞ: Árgjöld hjá GÞ þau lægstu á 18 holu velli
Rúmlega þriggja milljón króna hagnaður var á Golfklúbbi Þorlákshafnar á síðasta ári, en aðalfundur klúbbsins var haldinn fimmtudaginn 22. janúar síðastliðinn. Hagnaður klúbbsins hefur aldrei verið meiri þrátt fyrir að árgjöld klúbbsins séu þau lægstu á 18 holu velli á Íslandi. Ein af megin ástæðunum fyrir þessum hagnaði er aukinn fjöldi höfuðborgarbúa sem sækja völlinn heim á hverju sumri, en Þorlákshafnarvöllur þykir einn sá besti á landinu. Aðalfundurinn var með hefðbundnu sniði, Guðmundur K. Baldursson formaður GÞ fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikning klúbbsins og mikil ánægja á meðal fundargesta var með skýrsluna og ársreikninginn. Aðeins ein breyting var á stjórn klúbbsins, en Hákon Hjartarson gaf ekki kost á sér Lesa meira










