Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 11:59

Gleneagles e.t.v. til sölu fyrir 200 milljónir punda

Gleneagles hótelið og golfstaður sem þar er við hefir fengið tilboð upp á 200 milljónir punda frá áhugasömum kaupendum. Það er fyrirtækið Diageo, sem m.a. á Johnnie Walker og Guinness, sem er eigandi 5 stjörnu Gleneagles hótelsins og golfstaðarins. Diageo hefir nú falið JLL eignamiðlunarfyrirtækinu að kanna hver áhuginn er áður en ákvörðun verður tekin um hvort staðurinn verði seldur. Tvívegis hefir komið til greina að selja Gleneagles vegna tilboða sem bárust, það síðasta 1998, en bæði tilboðin þóttu of lág. Bandaríska fyrirtækið KSL Capital Partners, sem m.a. á Belfry, er talið vera eitt af þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa Gleneagles áhuga. Talsmaður Diageo lét m.a. hafa eftir sér: „Gleneagles Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 11:00

Heiðar Davíð golfkennari ársins 2014!

Heiðar Davíð Bragason, golfkennari GHD, var í gær kjörinn golfkennari ársins 2014  á aðalfundi PGA golfkennarafélags Íslands. Heiðar Davíð hefir náð frábærum árangri með börn og unglinga hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD), auk þess sem hann tók sjálfur þátt á Eimskipsmótaröðinni á Hellu (þ.e. 2 mótinu 2014). Hann hefir sjálfur tekið saman árangurinn 2014 og má sjá að hann er einkar vel kominn að viðkenningunni. Golf 1 óskar Heiðari Davíð innilega til hamingju með titilinn Golfkennari ársins!!! Hér má sjá árangur Heiðars Davíðs með krakkana á Dalvík 2014, en í samantekt á vefsíðu GHD segir:  „Við upphaf árs er vel við hæfi að líta um öxl og fara yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 10:30

Rory styður vin sinn og Nike félaga Tiger – eftir versta hring á ferli þess síðarnefnda

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy hefir lýst yfir stuðningi við vin sinn og Nike félaga Tiger Woods opinberlega, eftir að sá síðarnefndi átti versta hring ferils síns 11 yfir pari, 82 högg á 2. hring Phoenix Open s.l. föstudag, 30. janúar 2015. Hinn 39 ára 14 faldi risamótssigurvegari var að spila fyrsta PGA Tour mót sitt á keppnistímabilinu á TPC Scottsdale þegar hann fékk 6 skolla, tvo skramba, snjókerlingu +3 og tvo fugla. Talið er að Tiger muni falla utan topp-50 á heimslistanum og ef hann tekur sig ekki á og fer að spila betur mun þátttökuréttur hans á Cadillac heimsmótinu verða í hættu í fyrsta skipti á ferli Tiger. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 10:00

PGA: Martin Laird efstur e. 3. dag á Phoenix Open

Það er skoski kylfingurinn Martin Laird sem leiðir eftir 3. dag Waste Management Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale í AZ. Laird er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (66 66 68). „Mér leið eins og gamla manninum í hópnum“ sagði hinn 32 ára Laird sem lék með tveimur 21 árs strákum í holli þ.e. Daníel Berger og Justin Thomas, sem báðir eru nýliðar á PGA og miklir framtíðarmenn. Þrír kylfingar deila 2. sætinu, japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama og Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Zach Johnson, allir 3 höggum á eftir Laird. Laird kemur því til með að spila lokahringinn með tveimur öðrum „ungum strákum“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 09:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Daniela Iacobelli (20/45)

Það voru 3 stúlkur sem deildu 25.-27. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 3 var bandaríska stúlkan Daniela Iacobelli. Daniela Iacobelli fæddist 27. nóvember 1987 og er því 27 ára. Iacobelli byrjaði að spila golf 3 ára. Hún útskrifaðist frá Florida Institute of Technology með gráðu í viðskiptafræði (ens. business administration) árið 2009, eftir að hafa spilað í golfliði skólans í 4 ár.  Meðan hún lék í bandaríska háskólagolfinu var Iacobelli 29 sinnum með topp-10 árangra þ.á.m. 8 sigra í einstaklingskeppnum.  Hún var valin Sunshine State Conference nýliði ársins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2015 | 09:00

PGA: Samantekt frá 16. holu á 3. degi í Phoenix

Áhorfendur eru fjölmargir og býsna skrautlegir við 16. holuna á TPC Scottsdale, í Scottsdale Arizona þar sem Waste Management Phoenix Open fer fram. Menn klæðast ýmsum skrautlegum búningum og svo er líka ansi mikið drukkið af bjór, sem öðru. Allaveganna, allir að skemmta sér.  Aðdáendur Rickie Fowler voru fjölmennir, sumir með stóra appelsínugula kúrekahatta; Prúðuleikararnir voru mættir á svæðið í gær a.m.k. 2 klæddir eins og þeir og síðan mættu kylfingarnir hver af öðrum og sýndu snilldartaka ….. sérstaklega ítalski kylfingurinn Francesco Molinari. 16. holan er eflaust draumahola allra að fá ás á og hann fékk Molinari einmitt – En ýmsir aðrir voru nálægt því að fara að fordæmi Molinari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 23:43

LPGA: Lydia Ko yngst til að verða nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga

Jafnvel þó Na-yeon Choi hafi sigrað á fyrsta móti LPGA í ár, 2015, Coates Golf Championship, þá varð Lydia Ko nú í kvöld sú yngsta í golfsögunni til þess að komast í efsta sæti Rolex heimslista kvenna, aðeins 17 ára. Lydia Ko leiddi fyrir lokahringinn í dag í Ocala, Flórída, en gat ekki tryggt sér sigurinn. Hún varð í 2. sæti ásamt þeim Jessicu Korda og Ha-na Jang, aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum. Það var skrambi á 17. holu sem kostaði Ko sigurinn. En Ko fer engu að síður upp fyrir Inbee Park á Rolex-heimslistanum…. beinustu leið í 1. sætið! Sjá má lokastöðuna á Coates Golf Championship með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 23:23

PGA: Það rigndi bjórdósum þegar Francesco Molinari fór holu í höggi á 16. holu á Phoenix Open

Það rigndi bjórdósum á 3. hring Waste Management Phoenix Open á par-3 16. holunni frægu þegar Francesco Molinari fór holu í höggi þar fyrr í kvöld. Sjá má ásinn flotta hjá Molinari með því að SMELLA HÉR:  Molinari notaði pitching-wedge við ásinn, af 133 yarda (121,6 metra) færi. Áhorfendur, tjúnuðust upp og það rigndi bjór og bjórdósum inn á völlinn eftir að ás Molinari var staðreynd. „Ég gat ekki annað en brosað,“ sagði Molinari eftir glæsihring sinn upp á 7 undir pari, 64 högg á 3. hring. „Brian Davis var hins vegar því miður að spila á eftir mér og hann varð að bíða meðan að flötin og glompurnar voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Jóhannsson – 31. janúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Jóhannsson. Heiðar á afmæli 31. janúar 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Heiðar er í GBB og kvæntur Kristjönu Andrésdóttur, klúbbmeistara GBB 2012.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Heiðar Jóhannsson (60 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Michael Louis Allen, 31. janúar 1959 (56 ára);  Justin Timberlake, 31. janúar 1981 (34 ára); Tina Miller 31. janúar 1983 (32 árs) ….. og ….. Páll Heiðar (51 árs) Sigurður Ingvi Rögnvaldsson   GHD, (22 ára)   Ásgrímur Jóhannesson (26 ára) Magnús Árni Skúlason Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2015 | 16:00

PGA: Tiger á 82 í Phoenix á 2. degi

Tiger Woods átti versta hring á ferli sínum á 2. keppnisdegi Waste Management Phoenix Open í gær. 82 högg – versti hringur ferilisins í móti staðreynd!!!! Hringurinn var ferlegur – það fór allt úrskeiðis sem hægt var að klúðra – drævin hrikaleg – vippin slæleg og púttin afleit. Ekki sjón að sjá. Skorkortið var vægast sagt skrautlegt: aðeins 2 fuglar og síðan 7 pör, 6 skollar, 2 skrambar og 1 snjókerling á par-5 15. holunni. Tiger komst að sjálfsögðu ekki í gegnum niðurskurð – Varð í síðasta sæti á samtals 13 yfir pari ásamt einhverjum Michael Hopper. Ótrúlegt!!! Í New York Times stóð:  „Eftir því sem leið á hringinn voru Lesa meira