Hvað var í sigurpoka Koepka?
Brooks Koepka sigraði á Waste Management Phoenix Open með glæsilokahring upp á 5-undir pari 66 högg og tryggði þar með fyrsta PGA Tour titil sinn. Hinn 24 ára Koepka er sá síðasti til að sigra með nýja 2015 Titleist Pro V1x boltanum, en hann notaði boltann í fyrsta sinn á TPC Scottsdale. „Ég fékk tækifæri til að æfa mikið með nýja boltanum þegar ég var heima s.l. mánuði og ég er fullur sjálfstrausts,“ sagði Koepka. „Það sem mér finnst best við hann er árangurinn sem ég næ af 60 yarda færi með honum og hann er mýkri en fyrri Titleist boltar. Lengd af járnunum er svipuð en ég elska það sem Lesa meira
PGA: Högg 4. dags á Phoenix Open – Örn Koepka – Myndskeið
Högg lokadagsins á Waste Management Phoenix Open var arnarpitch sigurvegarans Brooks Koepka á par-5 15. holu TPC Scottsdale. Það var á þessu andartaki sem Koepka deildi efsta sætinu og sigraði að lokum í mótinu. Til þess að sjá glæsilegan örn Brooks Koepka SMELLIÐ HÉR:
Hver er kylfingurinn: Brooks Koepka?
Brooks Koepka sigraði í gær í fyrsta sinn á PGA Tour móti þ.e. á Waste Management Phoenix Open, sem fram fór á TPC Scottsdale í Arizona. En hver er kylfingurinn? Koepka fæddist í Wellington, Flórída 3. maí 1990 og er því 24 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida State University þar sem hann vann 3 sinnum einstaklingskeppnir og varð þrisvar All-American. Koepka spilaði á Opna bandaríska risamótinu 2012 meðan hann var enn áhugamaður, en reyndar er besti árangur hans í risamótum glæsilegur T-4 árangur á Opna bandaríska 2014. Eftir að hafa ekki náð niðurskurði á Opna bandaríska 2012 gerðist Koepka atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Áskorendamótaröðinni Lesa meira
PGA: Brooks Koepka sigraði á Phoenix Open – Hápunktar 4. dags
Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open í gærkvöldi. Koepka spilaði á samtals 15 undir pari, 269 höggum (71 68 64 66) og átti 1 högg á þá sem næstir komu, en það voru Bubba Watson, Ryan Palmer og Hideki Matsuyama, en allir voru þeir samtals á 14 undir pari, hver. Áhugamaðurinn Jon Rahm og skoski kylfingurinn Martin Laird, sem leiddi fyrir lokahringinn deildu 5. sætinu, á samtals 12 undir pari, hvor. Litið er á Koepka sem eina af rísandi stjörnum bandarískra kylfinga, en hann spilaði m.a. á Evróputúrnum á s.l. keppnistímabili og var valinn nýliði ársins þar. Til þess að Lesa meira
PGA: Örn Luke Guthrie á 4. degi á Phoenix Open – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn Luke Guthrie átti flott 300 metra dræv, á 17. holu á 4. degi Waste Management Phoenix Open …. sem næstum fór ofan í holu fyrir ási. Par-4, 17. brautin er 322 yardar eða 294 metrar og var dræv Guthrie því vel yfir 300 metra. A.m.k. sleikti boltinn stöngina, en höggið var of kraftmikið og fór fram yfir grín í átt að nokkrum fuglum sem þar voru og stukku upp. Guthrie átti síðan ekki síður flott pitch fyrir erninum, u.þ.b. 9 metrum frá holu, sem fór beint ofan í. Þó ekki hafi ásinn orðið að veruleika skreytti flottur örn skorkort Guthrie í gær. Deginum þar áður varð Guthrie 25 Lesa meira
Ás Paulu Creamer
Paula Creamer fór holu í höggi á 2. hring Coates Golf Championship, sem fram fór í Ocala í Flórída nú um helgina. Paula segir að hún virðist hafa sérstakt lag á að fara holu í höggi á holum þar sem engin verðlaun eru. En hún segir það ekki skipta máli þetta sé eftir sem áður 1 á skorkortinu. Paula lauk keppni í Coates Golf Championship í T-53, þ.e. deildi 53. sætinu ásamt 5 öðrum á samtals 4 yfir pari, 292 höggum (72 70 77 73). Eins og sjá má var 2. hringurinn hennar besti hringur Til þess að sjá ásinn og viðtal við Paulu um hann SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 23 ára afmæli í dag. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Mynd: Golf 1 Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 8 ár. Hún spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011. Hildur Kristín er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttur, GR, golfdrottningar Lesa meira
Evróputúrinn: Rory sigraði í Dubaí
Það kom víst engum á óvart að það var nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy frá N-Írlandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega Dubaí Desert Classic, en hann var búinn að leiða frá 2. keppnisdegi í mótinu. Rory spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (66 64 66 70) og er þetta fyrsti sigur hans á árinu 2015. Þetta er 10. sigur Rory á Evrópumótaröðinni og sá fyrsti frá 10. ágúst á síðasta ári, 2014, þegar Rory sigraði á PGA Championship risamótinu. Þetta er í 2. skiptið sem Rory sigrar á Omega Dubaí Desert Classic, en fyrra skiptið kom sigurinn 1. febrúar 2009 nákvæmlega fyrir 6 árum og Lesa meira
LPGA: Na Yeon Choi sigraði á Coates Golf Championship
Það var NY Choi frá Suður-Kóreu sem sigraði á 1. móti 2015 keppnistímabilisins á LPGA; Coates Golf Championship, sem fram fór í Ocala, Flórída. Choi lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 70 66 68). Aðeins 1 höggi á eftir varð nýkrýnd nr. 1 á Rolex-heimslistanum og sú yngsta til þess að ná þeim áfanga, aðeins 17 ára en það er auðvitað Lydia Ko. Hún deildi 2. sætinu með þeim Jessicu Korda frá Bandaríkjunum og Ha-na Jang frá Suður-Kóreu. Allar léku þær stöllur á samtals 15 undir pari. Í 5. sæti varð síðan Amy Yang frá Suður-Kóreu; var samtals á 14 undir pari; í 6. sæti varð Alison Walshe Lesa meira
Evróputúrinn: Samantekt á hápunktum morgunsins á 4. degi Dubaí Desert Classic – Myndskeið
Rory McIlroy hafði 4 högga forystu fyrir lokahringinn sem leikinn hefir verið í morgun. Nú þegar hann á eftir að spila 3 holur á hann enn 4 högg á næsta mann, Svíann Alex Noren, sem búinn er að eiga frábæran hring. Það virðist fátt í vegi fyrir að nr. 1 á heimslistanum (Rory) nái að innsigla 1. sigur sinn á 2015. Hér má sjá stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic á 4. keppnisdegi SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá samantekt á hápunktunum frá því að morgni 4. og lokakeppnisdagsins á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:










