Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2015 | 11:45

Evróputúrinn: Wiesberger efstur f. lokahring Maybank Malaysian Open – Hápunktar 3. dags

Það er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem er í efsta sæti á Maybank Malaysian Open. Wiesberger er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (70 66 63). Það var einkum glæsilegur 3. hringur Wiesberger sem kom honum í forystu í mótinu, en þar spilaði hann á 9 undir pari, 63 glæsihöggum; fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti 2 höggum á eftir er Spánverjinn Alejandro Cañizares á samtals 15 undir pari, 201 höggi (68 65 68). Spennandi lokahringur framundan í nótt!!! Til þess að sjá stöðun að öðru leyti eftir 3. dag Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2015 | 10:00

Fowler: Erfitt að horfa upp á Tiger

Rickie Fowler var í ráshóp með Tiger þegar hann hætti keppni eftir 11 spilaðar holur á Farmers Insurance Open. Hann sagði að erfitt hefði verið að sjá Tiger draga sig úr mótinu. Tiger var að hefja leik eftir að hafa átt versta hring ferils síns upp á 82 högg á Waste Management Phoenix Open í vikunni þar áður. „Augljóslega var erfitt að sjá hann ströggla með erfiða byrjun og það virtist fara í pirrurnar á honum,“ sagði Fowler. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað var að, augljóslega finnst mér gaman að spila með honum og það er bara erfitt að sjá hann ekki í sínu besta formi hvort sem er með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 23:30

PGA: Sjáið frábæran örn Matsuyama á 2. hring Farmers – Myndskeið

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama átti hreint æðislegan örn á par-4 5. holu Torrey Pines, í Kaliforníu nú áðan. Sjá má örn Matsuyam með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Anne Van Dam (24/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent ——- 6. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er  enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 45 ára afmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Golf 1 tók nýlega viðtal við Alastair, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   James Braid,  (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950);  Benn Barham, 6. febrúar 1976 (39 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (36 ára); spilar í LPGA; Chris Lloyd, 6. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 13:30

PGA: Nicholas Thompson efstur e. 1. dag Farmers Insurance Open

Það er bróðir Lexi Thompson, Nicholas, sem er í efsta sæti í hálfleik á Farmers Insurance Open, á Torrey Pines, La Jolla, Kaliforniu. Thompson er búinn að spila á 8 undir pari, 64 höggum. Forysta hans er þó naum, en á hæla hans aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 65 höggum er nafni hans Michael Thompson. Nýstirnið Brooks Koepka vermir síðan 3. sætið ásamt Cameron Tringale, á 6 undir pari, 66 höggum og eru þeir til alls líklegir. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Farmers Insureance Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 11:30

Evróputúrinn: Cañizares og Westwood í forystu í hálfleik Maybank Malaysia Open – Hápunktar 2. dags

Það eru Spánverjinn Alejandro Cañizares og enski kylfingurinn Lee Westwood sem eru í forystu í hálfleik þ.e. eftir 2 leikna hringi á Maybank Malaysia Open. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum og hafa 3 högga forystu á þann sem næstur kemur þ.e. Bernd Wiesberger frá Austurríki, sem búinn er að spila á samtals 8 undir pari. Fjórða sætinu deila þeir Paul Warig og Peter Lawrie á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Maybank Malaysia Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Maybank Malaysia Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 11:00

Fred Couples næsti Ryder bikars fyrirliði liðs Bandaríkjanna?

Fred Couples heilsaði upp á Tiger Woods í gær á Torrey Pines, en Couples er einn fárra sem hefir aðgang að innsta hring Tigers. Couples brosti, sem hans er vani, þegar blaðamenn nálguðust hann og sagði að hann hefði þurft að koma til Torrey Pines til þess að borga veðskuldir sínar eftir að hafa flaskað rækilega á að veðja á Super Bowl. „Þetta var ljótt,“ brosti Couples, sem stutt hefir Seattle Seahawks alla sína ævi og er sagður hafa tapað um 10 veðmálum við vini sína þ.m.t. LaCava, kylfusvein Tiger. Það eru fáir ef nokkrir sem fá að verja heilum morgni með fyrrum nr. 1 (Tiger).  En Couples á allt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2015 | 09:15

PGA: Woods dregur sig úr Farmers Insurance með bakverk

Viðvera Tiger Woods í Farmers Insurance Open var ekki löng, en mótið hófst í gær og Tiger er þegar búinn að draga sig úr mótinu. Hann bar við bakverkjum.  Bakverkir?   Hann sem átti að vera kominn í svo fínt form? „Gluteus vöðvarnir (sem leiða niður í læri) bara herpast saman og læsast,“ sagði Tiger eftir þennan fyrsta ekki-hring, þar sem aðeins voru spilaðar 11 holur. Eftir 11 holu leik var Tiger á 2 yfir pari, búinn að fá 2 fugla, 2 skolla og einn skramba á 11. holunni þ.e. lék par-4 holuna á 6 höggum.  Greinilegt að eitthvað var að! „Síðan virka þeir (vöðvarnir) ekki og þsss vegna fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 18:01

GSÍ: Breytingar á útgáfumálum

Breytingar á útgáfumálum Golfsambands Íslands Í stefnu Golfsambands Íslands fyrir tímabilið 2013-2020 er lögð áhersla á að efla samskipti innan golfhreyfingarinnar og gera golfsambandið að samstarfsvettvangi allra samtaka innan hreyfingarinnar. Hjá golfsambandinu eiga aðilar hreyfingarinnar að geta leitað aðstoðar og leiðsagnar um hvaðeina sem tengist íþróttinni. Ein af þeim leiðum sem nefnd er í stefnunni er að gera heimasíðu sambandsins, golf.is, að miðstöð upplýsinga, frétta og þekkingar fyrir golfhreyfinguna auk þess sem vefurinn á að hafa breiða skírskotun til allra hagsmunaaðila. Um árabil hefur golfsambandið gefið út tímaritið Golf á Íslandi, sem hefur það hlutverk að veita kylfingum upplýsingar, fróðleik og fréttir. Árlega eru gefin út fimm tölublöð og hefur Lesa meira