Lahiri: Er ekki enn búinn að ná þessu
Anirban Lahiri sagði m.a. eftir sigurinn á Maybank Malaysian Open að hann væri ekki enn búinn að ná því að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsti sigur Lahiri á Evrópumótaröðinni (hann er sá 3. til að vinna fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni þetta árið – hinir eru Gary Stal og Andy Sullivan) og sigurinn tryggir Lahiri kortið á Evróputúrnum til loka árs 2017! Auk þess fær Lahiri það sem óvíst er að jafnvel Tiger takist, en það er þátttökuréttur á WGC Cadillac mótinu í Flórída. Svo fer Lahiri líka úr 73. sæti heimslistans einhvers staðar á topp-40, sem þýðir að þátttökurétturinn á The Masters er tryggður. Hér má sjá Lesa meira
Evróputúrinn: Íslandsvinurinn Lahiri sigraði á Maybank Malaysian Open
Það var Indlandsmeistarinn og Íslandsvinurinn Anirban Lahiri, sem sigraði á Maybank Malaysian Open, nú í morgun 8. febrúar 2015. Lahiri lék samtals á 16 undir pari, 272 höggum (70 72 62 68). Með glæsilokahring sínum upp á 4 undir pari, 68 höggum og enn glæsilegri 3. hring upp á 10 undir pari, 62 högg, þar sem Lahiri fékk 10 fugla má segja að Lahiri hafi tryggt sér sigurinn og komið þar með í veg fyrir að Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger næði að tryggja sér sinn fyrsta sigur í 3 ár á Evrópumótaröðinni. Wiesberger sem leiddi fyrir lokahringinn var aðeins 1 höggi á eftir Lahiri, en hann á tvo sigra á Evrópumótaröðinni í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind í 22. sæti í Lady Bulldog Inv.
Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG, tóku í gær þátt í Lady Bulldog Invitational mótinu, sem University of Georgia var gestgjafi í. Mótið var eins dags þ.e. tveggja hringja fór fram á UGA golfvellinum í Athens, Geogíu ríki. Þátttakendur voru 51. Berglind lék á 164 höggum (85 79) þ.e. bætti sig um 6 högg milli hringja, en þess ber að geta að þetta er fyrsta mót vorkeppnistímabilsins hjá Berglindi. Berlind varð í 22. sæti í mótinu Til þess að úrslitin í Lady Bulldog Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Berglindar og UNCG er Kiawah Island Classic sem fram fer þann 1. mars n.k.
GÓ: Dagný Finnsdóttir í Einherjaklúbbinn
Dagný Finnsdóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ) vann það afrek að fara holu í höggi s.l. sumar. Nánar tiltekið átti afrekið sér stað 18. júlí 2014 stað á 7. braut Tungudalsvallar á Ísafirði. Dagný hlaut nú um daginn formlega inntöku í Einherjaklúbbinn er hún fékk viðurkenningarskjal fyrir ásinn (sem sjá má á myndinni hér að neðan). Dagný var mjög dugleg í golfi sl. sumar en fyrir utan að fá ásin var Dagný m.a. í sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ (sjá mynd hér að neðan): Golf 1 óskar Dagnýju innilega til hamingju með ásinn og inngöngua í Einherjaklúbbinn!
GA: Staðan í liðapúttmótaröðinni e. 1. umferð
Nú er fyrstu umferð lokið í liðapúttmóti GA. Með því að SMELLA HÉR: má fá allar upplýsingar varðandi úrslit sem og næstu viðureignir. Lið nr. 1, 2 og 6 leiða – öll komin með 1 vinning.
GR: Nóg að gera hjá afrekskylfingunum
Á heimasíðu GR, grgolf.is, má lesa eftirfarandi frétt: „Þrír kylfingar frá GR voru valdir í æfingahóp landsliðsins sem fór til Portúgal í morgun. Þau Stefán Bogason, Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir verða við æfingar með landsliðinu í Morgado í Portúgal næstu vikuna ásamt tólf öðrum kylfingum. Ingvar Andri Magnússon og Viktor Ingi Einarsson voru á dögunum valdir til að keppa fyrir hönd Íslands á Alþjóðaleikum ungmenna. Mótið fer fram í Hollandi í sumar. Fararstjóri og þjálfari í ferðinni verður David Barnwell golfkennari GR. Þann 14. febrúar munu 21 kylfingur úr afreksstarfi GR halda í níu daga æfingaferð til Costa Ballena á Spáni. Þeir sem voru valdir í ferðina eru þeir Lesa meira
PGA: English og Holmes efstir og jafnir fyrir lokahring Farmers Insurance Open
Það eru þeir Harris English og JB Holmes sem deila forystunni eftir 3. keppnisdag Farmers Insurance Open. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum, hvor; English (68 66 73) og Holmes (69 70 68). Fimm kylfingar deila 3. sætinu: Lucas Glover, Jimmy Walker, Spencer Levin, Chad Campbell og Nick Watney allir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum. Það verður því heldur betur spennandi lokahringurinn á morgun. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Geir Kristinn Aðalsteinsson – 7. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Geir Kristinn Aðalsteinsson. Geir Kristinn er fæddur 7. febrúar 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Geir Kristinn er oddviti L-listans, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, formaður Norðurorku og ÍBA. Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Geir Kristinn Aðalsteinsson (40 ára stórafmæli- Innilega til hamingju með daginn!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (33 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (24 ára) ….. og ….. Ólafur Hjörtur Ólafsson (36 ára) Anna Björnsdottir Alda Demusdóttir (67 ára) Bjarni Kristjánsson (35 ára) Ellen Kristjánsdóttir GL (31 árs) Ragnheiður Kristjánsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Monique Smit (25/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 13.-34. sætinu. Næst Lesa meira
PGA: Chad Campbell með ás á 3. hring Farmers Insurance Open
Chad Campell var með glæsilegan ás á par-3 3. braut Torrey Pines. Sjá má ás Campbell með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:










