Day og Lahiri með stór stökk upp heimslistann
Sigurvegarar helgarinnar á PGA Tour og Evrópumótaröðinni taka stór stökk upp heimslistann. Jason Day sem sigraði á Farmers Insurance Open eftir 4 manna bráðabana var í 8. sæti heimslistans en fer upp um 4 sæti og er nú 4. besti kylfingur heims, á eftir þeim Rory McIlroy sem er í 1. sæti; Henrik Stenson í 2. sæti og Bubba Watson, sem er í 3. sæti. Íslandsvinurinn og Indverjinn Anirban Lahiri sigraði á Maybank Malaysia Open og fór við það upp um 36 sæti á heimslistanum. Fyrir mótið var Lahiri í 73. sæti en er nú kominn upp í 37. sæti á heimslistanum. Þetta er það hæsta sem bæði Day og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá keppir í Kaliforníu í dag
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State, The Bulldogs, hefja leik í dag á The Golfd Rush. Mótsstaður er Old Ranch CC á Long Beach í Kaliforníu og stendur mótið 9.-10. febrúar 2014. Þátttakendur eru 65 frá 11 háskólum. Guðrún Brá fer út af 1. teig kl. 8.30 að staðartíma Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín hefur leik í dag í Texas
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, hefja í dag leik á Oak Hills Invitaional. Mótið fer fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas og er tveggja dagana 9.-10. febrúar 2015. Þátttakendur eru frá 15 háskólum. Fylgjast má með Haraldi Franklín á skortöflu með þvi að SMELLA HÉR:
PGA: Jason Day sigraði á Farmers Insurance Open e. 4 manna bráðabana
Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem bar sigur úr býtum eftir 4 manna bráðabana á Farmers Insurance Open í La Jolla, Kaliforníu. Sigurinn vannst þegar á 2. holu bráðabanans. Það voru auk Day þeir Harris English, JB Holmes og Scott Stallings sem voru efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik, allir á 9 undir pari, 279 höggum. Það varð því að koma til bráðabana og var par-5 18. holan spiluð fyrst. English og Stallings voru á pari meðan Day og Holmes fengu fugl. Næst var því einvígi milli þeirra tveggja sem eftir voru á par-3 16. holunni. Þar fékk Day par en Holmes tapaði sigrinum, með skolla. Lesa meira
Billy Casper látinn
Billy Casper, einn af sigursælustu sigurvegurum á PGA Tour og einn besti púttari allra tíma er látinn. Hann lést í Springville, Utah, í fyrradag, 7. febrúar 2015. Hann varð 83 ára og banamein hans var hjartaáfall. Skv. syni Billy Casper, Bob, var faðir hans í 5 vikur eftir Þakkargjörðarhátiðina (ens.: Thanksgiving) á sjúkrahúsi þar sem hann barðist við lungnabólgu. Hann gat þó verið heima þar sem hann var í endurhæfingu 4 sinnum í viku. Ástand hans versnaði í síðustu viku og voru kona hans Shirley, til 62 ára og fjölskylda hjá honum þegar Billy Caspar lést. Á árunum 1956 og 1975 vann Casper 51 titil á PGA Tour þ.á.m. 3 Lesa meira
Jamega Tour: Fannar með frábært golf – var á 5 undir pari lokahringinn í Portúgal – 68 högg!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, átti hreint æðislegan lokahring á móti Jamega Algarve Pro Golf Tour, í Morgado, Portúgal í dag. Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt þ.e. þeir Axel Bóasson, núverandi klúbbmeistari GK; Gísli Sveinbergsson, GK; Kristján Þór Einarsson, GM stigameistari GSÍ 2014;Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Bjarki Pétursson, GB, en mótinu, sem var tveggja daga lauk í dag, 8. febrúar 2015. Þáttakendur voru 72. Fannar Ingi átti stórglæsilegan seinni hring upp á 5 undir pari, 68 högg en Morgado völlurinn er par-73!!! Á hringnum fékk Fannar Ingi 7 fugla og 2 skolla. Hann var á sama heildarskori og Scott Drummond frá Skotlandi, en hann er sá eini af þátttakendunum, sem sigrað hefir á móti Lesa meira
GH: Hjálmar Bogi nýkjörinn formaður Golfklúbbs Húsavíkur
Miklar breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Húsavíkur á aðalfundi sem haldinn var fimmtudaginn 5.febrúar 2015. Nýr formaður er Hjálmar Bogi Hafliðason, varaformaður Björg Jónsdóttir, gjaldkeri Gunnlaugur Stefánsson, ritari Jóhanna Guðjónsdóttir. Fundurinn var mjög vel sóttur eða um 30 manns. Góður fundur og létt stemmning, fólk farið að hugsa gott til glóðarinnar fyrir sumarið!
Afmæliskylfingur dagsins: Paige McKenzie —- 8. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie. Paige á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 32 ára afmæli í dag. Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilaði á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og að lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike. Paige MacKenziePaige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var Lesa meira
GSÍ: 18 afrekskylfingar á heimleið eftir góða æfingaferð í Portúgal
Fjölmargir kylfingar eru nú í æfingarferð á vegum Golfsambands Íslands. Það eru þeir Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðarlandsliðsþjálfari sem fara fyrir hópnum. Úlfar skrifaði nokkrar línur: „Það fer vel um okkur hér á Morgado í Portúgal. Það er fínasta gluggaveður, sól en svalt. Við nýtum tímann vel og æfingar hafa gengið að óskum, allir í hópnum mjög einbeittir og áhugasamir. Áherslan er fyrst og fremst á leikæfingu og allt sem því fylgir, eins og undirbúning, markmiðasetningu, leikskipulag og hugarfar. Síðan setjum við Birgir Leifur upp keppnir á hverjum degi enda mikilvægt að þjálfa keppnisskapið. Í dag hófst mót á vellinum sem er hluti af Jamega og Algarve Lesa meira
Jamega Tour: Axel Bóasson í 1. sæti e. 1. dag í Portúgal
Fimm íslenskir kylfingar taka þátt á móti Jamega Algarve Pro Golf Tour, í Morgado, Portúgal; þ.e. þeir Axel Bóasson, núverandi klúbbmeistari GK; Gísli Sveinbergsson, GK; Kristján Þór Einarsson, GM stigameistari GSÍ 2014; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG og Bjarki Pétursson, GB. Mótið stendur 7.-8. febrúar 2014. 72 eru skráðir í mótið. Eftir 1. hring sem leikinn var í gær er Axel Bóasson, GK, efstur í mótinu; lék á glæsilegum 4 undir pari, 69 höggum. Axel átti erfiða byrjun en lék síðan eins og engill að sögn landsliðsþjálfarans okkar, Úlfars Jónssonar. Á hringnum fékk Axel 7 fugla en einnig 1 skolla og 1 skramba. Seinni hringurinn hjá Axel er að hefjast nákvæmlega Lesa meira










