Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Hoey —— 13. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Michael Hoey, en hann fæddist í Ballymoney á Norður-Írlandi, 13. febrúar 1979 og er því 36 ára í dag. Hoey gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 12 árum, 2002. Hoey býr í Templepatrick, á Norður-Írlandi og er félagi í Galgorm Estate golfklúbbnum. Hann er kvæntur eiginkonu sinni Bev (frá árinu 2011) og þau eiga saman Erin (f. 2013). Hoey hefir sigrað 8 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 5 sinnum á Evrópumótaröðinni og 4 sinnum á Áskorendamótaröðinni (eitt mót var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar). Eitt virtasta mót sem Hoey hefir sigrað til dagsins í dag er Alfred Dunhill Links Championship, en það mót vann hann árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 18:45

Honolulu lögreglan segist ekki hafa fundið sannanir fyrir viðveru Allenby í strippklúbb

Honolulu lögreglan sagðist ekki hafa fundið trúverðug sönnungargögn um að ástralski kylfingurinn Robert Allenby hafi verið í strippklúbb kvöldið sem hann segist hafa verið rændur, barinn og hent í farangursgeymslu bifreiðar þaðan sem honum var hent út úr bílnum í skrúðgarði 10 km utan við Honolulu að sögn konu, sem síðar neitaði þessari staðhæfingu Allenby. Þetta er þrátt fyrir frásagnir fjölmiðla um að Allenby hafi verið gestur á nektar- og strippstaðnum Club Femme Nu, sem er mitt á milli tattústofu og kóreansks veitingastaðar í miðborg Honolulu, þann 16. janúar s.l. Þetta mál er nú búið að vera í fréttum í tæpan mánuð. Lögreglan í Honolulu hefir einnig staðfest að rannsóknir þeirra hafi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Louise Stahle (27/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 9.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Jiménez efstur í hálfleik í Thaílandi – Hápunktar 2. dags

Það er spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem er efstur á True Thailand Classic mótinu sem fram fer í Black Mountain GC í Hua Hin, Thaílandi. Mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins. Jiménez er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 133 höggum (67 66). Einn í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Jiménez er heimamaðurinn Kiradech Amphibarat á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag  True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 09:00

Konan eða golfið? Ég mun hennar sakna með Bronz – Myndskeið

Herrakvöld Tuddana fer fram nú í ár eftir nákvæmlega viku þ.e. 20. febrúar. Hér er lag sem á rætur sínar að rekja til Golfklúbbsins Tudda, en það heitir „Ég mun hennar sakna“ og á væntanlega eftir að heyrast á framangreindu herrakvöldi. Í laginu, sem hljómsveitin Bronz flytur, er fjallað um grundvallarspurninguna, sem sérhver karlkylfingur stendur frammi fyrir einhvern tímann á ævinni hvort fremur eigi að eiga forgang golfíþróttin eða konan. Titill lagsins svarar í raun hvað verður fyrir valinu og hefir verið efni í fjölda golfbrandara. Hér má sjá „Ég mun hennar sakna“ með Bronz SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 19:00

Bjarki á 4 undir pari 68 höggum – í 11. sæti í Portúgal!!!

Bjarki Pétursson, GB, átti stórglæsilegan hring á Portuguese International Amateur Championship. Hann lék 2. hring á 4 undir pari, 68 höggum og er í 11. sæti sem hann deilir ásam 5 öðrum!!!  Samtals er Bjarki búinn að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum (74 68). Gísli Sveinbergs, GK er á samtals pari (74 70) og er T-20 og Axel Bóasson, GK er á samtals 7 yfir pari og T-50. Kristján Þór Einarsson, GM, komst ekki í gegnum niðurskurð; en veikindi í fjölskyldu Kristjáns Þórs hafa eflaust gert stigameistaranum okkar erfitt fyrir að einbeita sér að keppninni og verulega óvanalegt að sjá hann í þessari stöðu. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 15:00

Maður handtekinn í Allenby-málinu

Owen Harbison, 32 ára síbrotasmákrimmi í Honolulu hefir verið handtekinn eftir að vídeóupptökur veittu sönnur á að hann hefði notað stolin kreditkort ástralska kylfingsins Robert Allenby. Harbison hefir þegar verið í fangelsi vegna óskyldra mála. Ef hann verður dæmdur sekur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Allenby hélt því fram að sér hefði verið byrlað ólyfjan á vínbar sem hann var á, hann hefði verið barinn, þannig að hann hefði misst meðvitund og öllu sem hann var með á sér af verðmætum stolið þ.e. veski, reiðufé og kreditkort. Sér hefði síðan verið fleygt út í skrúðgarði 10 km frá vínbarnum. Vitni komu fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 12:30

Anna prinsessa meðal 7 fyrstu kvenna sem fengu inngöngu í R&A

Anna Bretaprinsessa, dóttir Elísabetar Englandsdrottningar er meðal fyrstu 7 kvenna sem fengu heiðursfélagsaðild (ens. honorary membership) að Royal&Ancient, fyrstar kvenna. Heimavöllur félaga R&A er St. Andrews völlurinn, sem oft er nefndur vagga golfíþróttarinnar. R&A var stofnað 1754 og það tók klúbbinn 260 ár að ákveða að konur mættu verða félagar í golfklúbbnum, en ákvörðun um það var tekin í september 2014, eftir atkvæðagreiðslu félaga klúbbsins. Konum hafði fram að því verið meinuð aðild að R&A, þó þær hafi mátt spila á völlum klúbbsins. Aðrar konur sem hlutu heiðursfélagaaðild eru: Annika Sörenstam, Dame Laura Davies en þær báðar hafa þegar hlotið inngöngu í frægðarhöll kylfinga; Renee Powell, ein fyrsta blökkukonan til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 12:15

4 íslenskir kylfingar taka þátt í Portuguese International Amateur Championship

Það eru þeir Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM, sem taka þátt í 85. móti Portuguese International Amateur Championship. Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og fóru strákarnir okkar ekki nógu vel af stað. Gísli og Bjarki deila 59.-70. sætinu, en báðir léku þeir á 2 yfir pari, 74 höggum; Axel lék á 4 yfir pari, 76 höggum og er í 87. sæti og Kristján Þór er í 110. sæti á 7 yfir pari, 79 höggum. Þátttakendur eru alls 120.  Efstur er Daninn Christoffer Bring en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Portuguese Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Anjelika Hammar (26/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 10.-34. sætinu. Næst Lesa meira