Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2015 | 09:00

LET: Su-Hyun Oh sigraði á RACV Ladies Masters

Heimakonan Su-Hyun Oh sigraði á RACV Ladies Masters, sem fram fór á Royal Pines á Gullströndinni í Ástralíu. Þetta er fyrsti sigur hinnar 18 ára Oh á atvinnumannamóti. Oh lék á samtals 7 undir pari, 285 höggum (69 75 72 69). Í 2. sæti urðu Charley Hull, Florentyna Parker,  Katherine (Hull) sem eftir giftingu sína tók upp ættarnafn eiginmanns síns Kirk. Þær voru heilum 3 höggum á eftir Oh, sem sigraði fremur sannfærandi. Til þess að sjá lokastöðuna á RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2015 | 07:00

GR: Tom MacKenzie arkítekt hefir skilað drögum að uppbyggingu Grafarholtsvallar

Á heimasíðu GR má lesa eftirfarandi frétt: „Tom Mackenzie arkitekt hefur nú skilað drögum að uppbyggingu og greinagerð um ástandið á Grafarholtsvelli ásamt því hvað Golfklúbbi Reykjavíkur ber að gera til að rétta við og bæta gæði og vallaraðstæður. Umrædda skýrslu má nú finna […] hér neðar á síðunni. Skýrslan hefur nú verið þýdd yfir á íslensku. Nú hafa félagsmenn okkar tíma til að kynna sér þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á vellinum á komandi árum. Samhliða þessu verður haldinn opinn félagsfundur á næst mánuðum þar sem farið verður yfir helstu þætti skýrslunnar. Við skorum á allar félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur að kynna sér skýrslu Tom Mackenzie. Frekari fréttir hvað þetta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2015 | 04:53

PGA: Furyk með forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Jim Furyk, nr. 6 á heimslistanum, er í forystu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, fyrir lokahringinn. Forystan er naum en Furyk er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 197 höggum (64 70 63). Það er einkum stórglæsilegum 3. hring Furyk að þakka að hann leiðir, en á hringnum fékk hann hvorki fleiri né færri en 9 fugla og skilaði „hreinu“ skollalausu skorkorti! Á hæla Furyk aðeins 1 höggi á eftir eru ástralski kylfingurinn Matt Jones og bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker, sem búnir eru að spila á samtals 17 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach National Pro-Am að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 23:13

Mickey Wright 80 ára

Mickey Wright varð 80 ára í dag, Valentínusardaginn 2015, en hún er fædd 14. febrúar 1935. Wright var af mörgum þ.á.m. Ben Hogan og Byron Nelson talin hafa bestu golfsveifluna í golfsögunni. Wright sigraði 13 sinnum á sama ári, þ.e. 1963, sem er met enn þann dag í dag. Hún vann sér inn 82 LPGA titla þar af 13 í risamótum kvennagolfsins. Aðeins Kathy Whitworth, hefir sigrað fleiri á LPGA eða 88.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurlaug Albertsdóttir – 14. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurlaug Albertsdóttir. Sigurlaug er fædd 14. febrúar 1950 og á því 65 ára stórafmæli í dag. Sigurlaug er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Sigurlaug Albertsdóttir (65 ára – Innilega til hamingju) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Norman von Nieda (Guðfaðir ástralska golfsins) 14. febrúar 1914; Mickey Wright, 14. febrúar 1935 (80); Bruce Patton Summerhayes, 14. febrúar 1944 (71 árs); Masanori Kobayashi, 14. febrúar 1976 (39 ára); Maude Aimee Leblanc, kanadísk, 14. febrúar 1989 (26 ára) …. og ….. Arnór Snær Guðmundsson (16 ára) Einar Sumarlidason (61 árs) Maurizio Veloccia (47 ára) Snyrtistofan Helena Fagra (21 ára) Töfrakonur Töfrakonur Ehf (24 ára) Snorri Snorrason Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 19:00

Bjarki og Gísli enduðu T-37 í Portúgal

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK luku leik á Portuguese International Amateur Championship í dag. Báðir höfnuðu þeir í 37. sæti ásamt einum öðrum. Bjarki lék á samtals 2 yfir pari, 142 höggum (74 68 76) og Gísli Sveinbergs, GK er búinn að spila á samtals 2 yfir pari (74 70 74). Til þess að sjá lokastöðuna í Portuguese SMELLIÐ HÉR: (Fara þarf hægra meginn á síðuna skrolla niður þar sem segir Resultados)

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 10:00

Eigið öll góðan Valentínusardag!

Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 09:00

LET: 3 leiða f. lokahring RACV Ladies Masters

Það eru ensku kylfingarnir Charley Hull og Holly Clyburn auk Eun Woo Choi frá Suður-Kóreu sem leiða fyrir lokahring RACV Ladies Masters 2015. Mótið fer fram í Royal Pines á Gullströndinni í Ástralíu. Clyburn, Hull og Choi eru allar búnar að spila á samtals 4 undir pari. Hópur annarra 3 kylfinga fylgir fast á eftir, en aðeins 1 höggi muna á þeim þ.e. forystukonunum í 1. sæti og þeim Tonje Daffinrud frá Noregi og áströlsku kylfingunum Su-Hyun Oh  og forystukonu 2. dags Rebeccu Artis. Til þess að sjá stöðuna RACV Ladies Masters 2015 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2015 | 07:00

Bjarki og Gísli spila lokahringinn í Montado í dag

Þriðji hringur í Montado í Portúgal þar sem 4 íslenskir kylfingar taka þátt á Portuguese International Amateur Championship féll niður í gær vegna þoku. Ákveðið var að aðeins 40 efstu fái að spila lokahringinn í dag og því ljóst að aðeins Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, spila í dag. Bjarki hefir leikið á  samtals 2 undir pari, 142 höggum (74 68) og er T-19 og Gísli Sveinbergs, GK er búinn að spila á  samtals pari (74 70) og er T-32. Axel Bóasson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM, spila ekki í dag, en a.m.k. Kristján Þór mun gegna hlutverki kylfubera sbr. facebook færslu hans: „Eftir að það þurfti að fresta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 20:30

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz með frábæra grein um íslenskt golf í Golf Digest!

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz skrifaði frábæra grein í Golf Digest sem ber titilinn „Under the Midnight Sun“ (Undir miðnætursól). Þar hvetur hann m.a. bandaríska kylfinga til þess að koma til landsins og spila golf á Arctic Open á Akureyri. Horovitz starfaði lengi sem kaddý á St. Andrews og á fjölda vina hér á landi, m.a. hóp kylfinga, sem gjarnan spilar vellina í Skotlandi.  Hann tók sjálfur þátt í Arctic Open í fyrra, 2014 – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Horovitz kom einnig hingað til lands árið þar áður og áritaði bók sína þann 26. nóvember 2013, þ.e. „An American Caddie in St. Andrews“ við það Lesa meira