Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Hoey efstur á True Thailand Classic – Hápunktar 1. dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er True Thailand Classic presented by Black Mountain. Mótið fer fram í Black Mountain GC í Hua Hin í Thaílandi og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar við Asíutúrinn. Eftir 1. hringinn er Norður-Írinn Michael Hoey efstur, en hann setti vallarmet á 1. hringnum, lék á 8 undir pari, 64 höggum. Á hringnum fékk Hoey 8 fugla og dreifði þeim jafnt á báða leikhelminga vallarins. Í 2. sæti er hinn 24 ára Chien-yao Hung frá Tapei. Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag True Thailand Classic með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá högg dagsins á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 08:00

GO: Þorvaldur Þorsteinsson nýr framkvæmdastjóri

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds (GO) má lesa eftirfarandi frétt: Þorvaldur Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds. Emil Emilsson sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Odds síðastliðin fimm ár hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og halda á önnur mið. Stjórn klúbbsins hefur ákveðið að ráða Þorvald Þorsteinsson í hans stað. Þorvaldur mun koma til starfa þann 1. mars n.k. og taka við framkvæmdastjórastöðunni um miðjan apríl en Emil mun verða starfandi með okkur að undirbúningi golftímabilsins fram að þeim tíma. Þorvaldur er félagsmönnum í Oddi að góðu kunnur. Hann hefur verið félagi í klúbbnum í fjölda ára og verið gjaldkeri klúbbsins síðastliðin 4 ár. Hann er því öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2015 | 07:00

GÖ: Sveinn Steindórsson nýr vallarstjóri

Sveinn Steindórsson hefur verið ráðinn vallarstjóri GÖ frá og með 1. apríl 2015. Sveinn er menntaður gras- og golfvallafræðingur frá Elmwood College í Cupar á Skotlandi og hefur um árabil starfað í sínu fagi hér á landi og erlendis. Sveinn hefur síðustu fjögur ár verið aðstoðarvallarstjóri hjá golfklúbbnum Keili. Þrjú ár þar á undan var hann aðstoðarvallarstjóri hjá GKG. Sveinn er giftur Guðrúnu Svölu Gísladóttur félagsráðgjafa, og eiga þau tvö börn. Stjórn GÖ býður Svein velkominn til starfa hjá klúbbnum.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá varð T-12 á The Gold Rush

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State, The Bulldogs, tóku þátt í The Gold Rush. Mótsstaður var Old Ranch CC á Long Beach í Kaliforníu og stóð mótið 9.-10. febrúar 2014. Þátttakendur voru 65 frá 11 háskólum. Guðrún Brá lék samtals á 10 yfir pari, 226 höggum (75 76 75) og varð T-12, þ.e. deildi 12. sætinu með Katiu Joo. Fresno State varð í 2. sæti í liðakeppninni og var Guðrún Brá á næstbesta heildarskorinu í liðinu. Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 23. febrúar n.k. í San Jose, Kaliforníu Til þess að sjá lokastöðuna á The Gold Rush SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð E Hafsteinsson – 11. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð E. Hafsteinsson. Davíð er fæddur 11. febrúar 1963 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Hann er félagi í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Davíð er kvæntur Helgu Björg Marteinsdóttur og á 4 börn. Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska Davíð til hamingju með afmælið hér að neðan: Davíð E Hafsteinsson (52 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936 (79 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (37 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (34 ára); Steve Surry, 11. febrúar 1982 (33 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Marianne Skarpnord, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 14:00

SNAG er á fleygiferð og dreifist hratt um landið – Viðtal við Ragnar Hilmarsson

Á vefsíðu Hissa.is má finna eftirfarandi grein og viðtal við stórkylfinginn og skólastjórann Ragnar Hilmarsson, GKG:  Sumir nemendur hafa sagt að SNAG (stutt fyrir Starting New At Golf) sé það skemmtilegasta í skólanum -segir Ragnar Hilmarsson, skólastjóri Vættaskóla sem hefur boðið upp á SNAG sem valgrein í skólanum. „Það sem heillaði mig við þetta var að undirstaðan er sú sama og í venjulegu golfi og græjurnar eru litríkar og skemmtilegar. Til að kenna þetta þarf vissan aga sem við viljum hafa á golfvöllum landsins“, segir Ragnar Hilmarsson, kylfingur og skólastjóri í Vættaskóla í Reykjavík um SNAG-ið en það er á fullri ferð og dreifist hratt um landið að sögn Ingibjargar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 11:59

Caroline Wozniacki í sundfataútgáfu SI

Í nýjustu sundfataútgáfu Sports Illustrated (skammst. SI) eru myndir af fyrrum kærustu nr. 1 á heimslistanum, Caroline Wozniacki. Sjá má myndirnar af Wozniacki með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og The Ragin Cajuns í 13. sæti í Oak Hills

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, tóku þátt í UTSA Oak Hills Invitaional mótinu. Mótið fór fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas og var tveggja þ.e. fór fram dagana 9.-10. febrúar 2015 og lauk í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals 14 yfir pari, 227 höggum (78 72 77) og varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta heildarskori Louisiana Lafayette, sem varð í 13. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á UTSA Oak Hills Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 02:00

Golfvellir í Danmörku: Royal Golf Club – Kaupmannahöfn

Í kringum Kaupmannahöfn eru u.þ.b. 36 góðir golfklúbbar og einn af þeim er Royal Golf Club. Golfvöllur Royal Golf Club í Kaupmannahöfn er 6.600 metra langur og talinn meðal bestu golfvalla í Evrópu. Danska golftímabilið er aðeins lengra en hér heima en völlurinn er yfirleitt í frábæru ástandi frá febrúar til loka nóvember og í raun því aðeins 2 mánuðir sem lokað er. Völlurinn var hannaður með upprunalegu náttúru í huga og stefnt að því að hafa hann í fullu samræmi við umhverfið. Vallargjaldið er um 990 danskar krónur (þ.e. u.þ.b. 20.000 íslenskar krónur). Til þess að komast á heimasíðu Royal Golf Club SMELLIÐ HÉR:  Upplýsingar: Royal Golf Club Center Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2015 | 01:00

SÍGÍ: Ráðstefna um viðhald golf- og knattspyrnuvalla föstud. 13. feb. n.k.

Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, standa fyrir veglegri ráðstefnu samhliða aðalfundi sínum nk. föstudag og laugardag, þar sem góður og valinkunnur hópur innlendra og erlendra fyrirlesara kemur saman og miðlar þekkingu sinni og reynslu til allra þeirra sem áhuga hafa á að bæta við sig þekkingu í umsjón golf- og knattspyrnuvalla. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur gjaldfrjáls. Efst á baugi er kynning Stewarts Brown á námi í íþróttavallafræðum við Myerscough College í Englandi, en Brown er reyndur kennari við skólann, sem býður m.a. upp á B.Sc. nám í uppbyggingu og meðhöndlun íþróttavalla, e. Sports Turf Science & Management. „Okkur finnst mikilvægt að bjóða upp á þessa Lesa meira