Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 3. sæti og Elon í 1. sæti á FGCU Eagle Inv.!!!
Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon léku nú um helgina á FGCU Eagle Invitational. Mótið fór fram í Estero, Flórída dagana 13.-15. febrúar 2015 og lauk í gær. Sunna náði þeim stórglæsilega árangri að verða í 3. sæti af 84 keppendum lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (71 76 75). Gunnhildur varð T-52 í mótinu en hún lék á samtals 247 höggum (81 80 86). Lið Elon varð í 1. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á FGCU Eagle Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Sunnu, Gunnhildar og Elon er 1. mars 2015.
Adam Scott og frú eignuðust dóttur í nótt
Nr. 5 á heimslistanum Adam Scott og eiginkona hans Marie Kojzar eignuðust sitt fyrsta barn í nótt, 15. febrúar 2015. Hjónakornin kvæntust í fyrra eftir The Masters risamótið í mestu kyrrþey. Svo hljótt fór um brúðkaupið að ekkert spurðist út um það fyrir en 3 vikum eftir athöfnina. Stelpan þeirra Adam og Marie fæddist á Gullströndinni í Ástralíu og hefir þegar hlotið nafnið Bo Vera Scott. Móður og dóttur heilsast báðum vel. Í fréttatilkynningu frá Adam Scott sagði: „Við erum stolt og hamingjusöm að geta tilkynnt um fæðingu fallegu dóttur okkar, Bo Veru Scott, sem fæddist sunnudaginn 15. febrúar 2015. Kærar þakkir Dr. Flynn og félagar í Pindara Private Hospital á Lesa meira
PGA: Snedeker sigraði á Pebble Beach
Það var Brandt Snedeker, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Snedeker lék á samtals 22 undir pari, 265 höggum (64 67 67 67). Þetta var 7. sigur Snedeker á PGA Tour. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Snedeker kom Nick Watney á samtals 19 undir pari og í 3. sæti varð Charlie Beljan á samtals 18 undir pari. Faðirinn nýbakaði Dustin Johnson, varð í 4. sæti eftir langt hlé frá keppnisgolfi, en því sæti deildi hann með þeim Jason Day og Pat Perez, en allir léku þeir samtals á 17 undir pari, 270 höggum, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach National Lesa meira
Evróputúrinn: Dodt sigurvegari True Thailand Classic – Hápunktar 4. dags
Andrew Dodt frá Ástralíu sigraði á True Thailand Classic mótinu, en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Asíutúrsins. Dodt lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (71 67 67 67). Fyrir sigurinn hlaut Dodt € 289,862. Í 2. sæti urðu landi Dodt, Scott Hend og heimamaðurinn Thongchai Jaidee aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á True Thailand Classic SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskyfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís – 15. febrúar 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eru því 19 ára í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Þórdís Rögnvaldsdóttir (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (64 ára); Lee Anne Pace 15. febrúar Lesa meira
Tveir lifa af flugslys á golfvelli
Að flugvélar lendi á golfvelli er e.t.v. ekki óþekkt. En að flugvél hrapi á golfvöll – og allir komist lífs af er ansi sérstakt og auðvitað gleðilegt. Á einhvern óskiljanlegan hátt lifðu tveir menn einvhern veginn af þegar ein-hreyfla Cessna flugvél þeirra hrapaði á golfvöll Valley View í Layton, Utah. Skv. KSL.com sjónvarpsfréttastofunni klippti vélin tré við æfingasvæðið áður en hún lenti öfug þ.e. með nefið grafið í bönker á æfinga chippflötinni. Sjá fréttina með því að SMELLA HÉR: „Einn gæjinn sem við hjálpuðum úr vélinni, farþeginn virtist vera ansi mikið í lagi með. Flugmaðurinn var þjáðari því hann var fastur í vélinni,“ sagði yfirgolfkennari Valley View, Dustin Volk. „Það lak blóð Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Bonita Bredenhann (28/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 8.-34. sætinu. Næst Lesa meira
PGA: Sveifla Bill Murray greind
Á AT&T Pebble Beach National Pro Am er hefðinni skv. yfirleitt mikið af hollýwoodleikurum, sem spila við golfstjörnurnar á hverjum tíma. Einn af þeim sem nánast er með áskrift að mótinu er bandaríski leikarinn Bill Murray. Flestir kannast við Murray úr kvikmyndum á borð við Caddyshack, Ghostbusters, Lost in Translation og nú á árinu kemur út enn ein ný kvikmynd, sem líkleg er til vinsælda Rock the Kasbah. Hér í meðfylgjandi myndskeiði er golfsveifla Bill Murray greind. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Golfpörin
Í tilefni af Valentínusardeginum, sem þið hafið vonandi öll notið, birti Golf Channel myndir af nokkrum þekktum golfpörum, sem teknar hafa verið saman í golfmyndaseríu. Hér er linkur inn á síðu Golf Channel þar sem sjá má þessi hamingjuríku ástarsambönd kylfinga SMELLIÐ HÉR:
Champions Tour: Monty leiðir á ACE Group Classic e. 2. dag
Colin Montgomerie (Monty) er í forystu eftir 2. hring í gær, Valentínusardag, á ACE Group Classic í TwinEagles golfklúbbnum í Naples, Flórída. Montgomerie fékk fugl á fjórum af síðustu 6 holum sínum og er samtals á 12 undir pari, 132 höggum og er í forystu þrátt fyrir skramba sem hann fékk á hringnum. Lee Janzen var líka með skramba en var á 7 undir pari, 65 höggum 2. hringinn og er samtals á 11 undir pari, 1 höggi á eftir Monty. Esteban Toledo og Scott Dunlap eru báðir á 8-undir pari 128 höggum. Þrír aðrir kylfingar eru samtals á 7 undir pari, þ.á.m. Bernhard Langer, sem vann 5 mót á Champions Tour árið 2014 og Lesa meira










