Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 13:00

GB: Mótaskráin komin inn á golf.is

Mótaskrá GB er komin inn á golf.is Vorið hefst hjá GB með glæsilegu vormóti 9. maí 2015. Meistaramót GB í ár hefst 1. júlí og svo eru ýmsir fastir liðir á dagskrá eins og Opna Gevalíamótið 16. maí 2015 og Opna Icealandair Hotels 18. júlí n.k. Síðan fer fram eitt mót á Íslandsbankamótaröðinni þ.e. 5. mótið en það fer fram 22. ágúst 2015. Sjá má mótaskránna í heild með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 11:00

Fékk hús í verðlaun fyrir ás!

Verðlaun í golfi fyrir ása eru venjulega ansi frábær.  Hér á landi jafnvel þekkist að í verðlaun séu utanlandsferðir, eða bílar en heldur óvenjulegra var að í verðlaun væri naut  eins og a.m.k. 1 dæmi er um á Norðurlandi. Erlendis þekkjast geimferðir í verðlaun og nú bætast enn ein glæsiverðlaunin sem sögur fara af við; en á True Thailand Classic s.l. helgi (14.-15. febrúar 2015) var í verðlaun heilt hús fyrir að fara holu í höggi á par-3 14. holunni sem er 192 yardar (175 metra). Heimamaðurinn Panuphol Pittayarat var kominn 5 yfir par þegar hann náði draumahögginu, sem ekki bara bætti skor hans til muna heldur er þessi 22 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 09:00

Hvorum tekst að halda boltanum uppi lengur GMac eða Robbie Keane? Myndskeið

Fyrirliði írska landsliðsins í fótbolta Robbie Keane og nr. 20 á heimlistanum í golfi Graeme McDowell (GMac) fóru nú um daginn í keppni um hvor þeirra gæti lengur haldið uppi bolta – Keane, fótbolta og GMac  golfbolta. Líklegast gæti keppnin hafa staðið yfir dögum saman ef þeir hefðu viljað. Spurning hvor þeirra hafði betur? Hér má sjá myndskeið af þeim Keane og GMac SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 08:00

GR: Þorrablóti aflýst vegna dræmrar þátttöku

Þorrablóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem fara átti fram laugardagskvöldið 21. febrúar hefur verið aflýst vegna dræmrar þátttöku. Menn missa þar með af frábærum skemmtiatriðum en m.a. ætlaði Guðni Ágústsson að mæta og segja gaman- sögur. Þeir aðilar sem gengið hafa frá greiðslu við skráningu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu í síma 585-0200.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 07:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Nontaya Srisawang (21/45)

Það voru 3 stúlkur sem deildu 25.-27. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Ein þessara 3 var tælenska stúlkan Nontaya Srisawang. Nontaya Srisawang fæddist 15. desember 1987 í Chiang Mai, Thailandi og er því 27 ára. Nontaya byrjaði að spila golf 12 ára og það var pabbi hennar sem kenndi henni.  Hún er góð vinkonu Titiyu Plucksataporn, fyrsta thaílenska kylfingnum á LET.  Í janúar árið 2006 gerðist Nontaya atvinnumaður í golfi. Nontayu finnst gaman að hlusta á músík, horfa á kvikmyndir og taka ljósmyndir. Hún lærði  Golf Management í Ramkhamhang University Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 07:00

Davis Love III fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í 2. sinn

Skv. óstaðfestum fréttum frá mönnum kunnugum öllum hnútum innanbúða hjá PGA of America hafa ráðamenn þar þegar valið Davis Love III sem fyrirliða liðs Bandaríkjanna í Rydernum á næsta ári, 2016. Golf Channel var fyrst með fréttina. Ryderinn 2016 mun fara fram í Bandaríkjunum. Sagt er að tilkynna eigi formlega um valið 24. febrúar þegar Honda Classic fer fram í höfuðstöðvum PGA í Palm Beach Gardens, Flórida. Love var fyrirliði þegar Evrópu sigraði í „Kraftaverkinu í Medinah 2012″ í Chicago 2012. Lið Bandaríkjanna hefir aðeins sigrað í 1 af s.l. 7 viðeignum heimsálfanna í Ryder bikarnum. Búist er við að lið Evrópu tilnefni Darren Clarke sem fyrirliða sinn í Rydernum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stacy Lewis —— 16. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna og fyrrum nr. 1 – Stacy Lewis.  Stacy er fædd 16. febrúar 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006; Marlene Hagge. f. 16. febrúar 1934 (81 árs); Stephen McAllister, 16. febrúar 1962 (53 ára); Ana Belén Sánchez, 16. febrúar 1976 (39 ára); Stacy Lewis, 16. febrúar 1985 (30 ára); Hjörleifur G. Bergsteinsson, GK, 16. febrúar 1992 (23 ára) ……og ….. Ragnar Ágúst Ragnarsson GK, (22 ára) Skemmti Síða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Kelsey MacDonald (29/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 8.-34. sætinu. Næst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Snedeker?

Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Brandt Snedeker á AT&T Pebble Beach National Pro-Am í gær, 15. febrúar 2015: Dræver: TaylorMade Burner SuperFast (Fujikura 661 Tour Spec X skaft), 9.5° 3-tré: PING G25 (Aldila Tour Green skaft), 15° Blendingur: PING Anser (Aldila Tour Blue 85H TX skaft), 17° Járn: Bridgestone J40 (4-PW; Aerotech SteelFiber i95 S sköft) Fleygjárn: Bridgestone J15 (51°og 55°; True Temper GS 95 sköft); Titleist Vokey TVD K-Grind (60°; True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue skaft) Pútter: Odyssey White Hot XG Rossie Bolti: Bridgestone Tour B330

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur, Hrafn og Rúnar við keppni í háskólamótum

Dagur Ebenezerson, GM og golflið Catawba hefja keppni í dag á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Mótið stendur 16.-17. febrúar. Því sama gegnir um Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner – þau verða við keppni á Coastal Georgia Inv. og stendur mótið 16.-17. febrúar. Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla keppa í  Big Ten Match Play en mótið hófst í gær í Hammock Beach Resort á Palm Coast, í Flórída. Golf 1 mun birta úrslit í mótunum um leið og þau liggja fyrir.