Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2015 | 08:00

GSÍ: Sigurður Elvar ráðinn útgáfustjóri

Sigurður Elvar Þórólfsson hefir verið ráðinn útgáfustjóri Golfsambands Íslands.  Staðan er ný, en meginstarf það sem fellur undir verksvið hins nýja útgáfustjóra, útgáfa blaðsins Golf á Íslandi,  hefir á s.l. árum verið í höndum Páls Ketilssonar, eiganda Kylfings.is, sem Sigurður Elvar hefir starfað hjá sem fréttastjóri undanfarin misseri. Áður hafði GSÍ ráðið Jón Júlíus Karlsson, sem einnig gegndi stöðu fréttastjóra hjá Kylfingi.is í stöðu hjá Golfsambandinu. Það er því óhætt að segja að tengsl GSÍ við Kylfing.is hafi og séu enn býsna sterk og kemur flestum ráðning Sigurðar Elvars ekki á óvart. Í fréttatilkynningu frá GSÍ segir: „Sigurður Elvar Þórólfsson hefur verið ráðinn sem útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Hann mun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2015 | 00:30

Ko upplýsir um plön sín að hætta í golfi

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydía Ko, hefir upplýst um plön sín að hætta í golfatvinnumennsku við 30 ára aldurinn til þess að hefja annan starfsferil. Hin 17 ára nýsjálenska Ko, sem fæddist í Kóreu, sló met Tiger Woods sem yngsti kylfingur í golfsögunni til þess að verða nr. 1 á heimslistanum.   Fyrra met Tiger var 21 ár. „Ég áætla að hætta í golfi þegar ég er 30 en ætla ekki bara að ströndina og dingla mér það sem eftir er lífsins,“ sagði Ko við fréttamenn, fyrir Opna ástralska sem hefst á Royal Melbourne í þessari viku. „Það er alltaf annar ferill sem tekur við og ég er byrjuð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2015 | 00:15

Darren Clarke fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016

Tilkynnt var um það í gær að Darren Clarke yrði nýi fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum árið 2016. Hinn 46 ára Clarke (f. 14. ágúst 1968) frá Norður-Írlandi hefir leikið í 5 Ryder bikurum og var valinn varafyrirliði árið 2010 og 2012. Hann var valinn umfram Miguel Ángel Jíménez og Thomas Björn sem báðir voru búnir að sýna starfinu áhuga. Clarke sagði: „Ég er náttúrulega gífurlega toltur að hafa verið valinn fyrirliði liðs Evrópu árið 2016.  Ryder bikarinn hefir verið massívur partur lífs míns og ferils, þannig að hafa tækifæri til þess að leiða lið Evrópu á næsta ári er gríðarlegur heiður.“ „Ég er heppinn að hafa spilað undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson, sem fæddur er 18. febrúar 1978 og á því 37 ára afmæli í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Casey Grice (22/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice. Byrjað verður að kynna þær 4 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum um fullan keppnisrétt á LPGA og eru því líkt og hinar 21 sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 10:00

Spurningar vakna um öryggi kylfubera eftir atvik á Pebble Beach

Átjánda brautin á Pebble Beach er nokkuð sérstök eins og þeir vita sem hafa verið svo heppnir að spila völlinn. Eins og sjá má á Kevin Na, sem tók þátt í AT&T Pebble Beach National Pro Am. Bolti hans fór í kletta endurkastaðist af þeim og á ströndina. Na fann aldrei bolta sinn en gerði samt tilraun til þess vegna þess að ströndin þarna er hindrun og boltinn ekki utan vallar skv. staðarreglum. Á slá bolta sínum þangað veitir kylfingum færi á að finna bolta sinn vítislaust. Ekki fór eins vel hjá kylfusveini Matt Bettencourt, en það er mágur Matt,  Brian Rush.  Hann rann til og datt þegar hann var að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2015 | 07:00

Góð ráð frá Lexi

Á heimasíðu golfdrottningarinnar ungu Lexi Thompson mátti sjá meðfylgjandi mynd og lesa eftirfarandi ráð: „Keep your dreams alive. Understand to achieve anything requires faith and belief in yourself, vision, hard work, determination, and dedication. Remember all things are possible for those who believe.“ Lausleg þýðing: „Haldið lífinu í draumum ykkar. Skiljið að til þess að ná öllu verður að hafa trú og enn meiri trú á sjálfa ykkur, framsýni, eljusemi, ákveðni og ástundun.  Munið að allt er mögulegt fyrir þá sem trúa.“ Lexi varð fyrir u.þ.b. viku þ.e. 10. febrúar 20 ára en hefir þrátt fyrir ungan aldur þegar unnið á risamóti. Ofangreint er e.t.v. svolítið bandarískt, en satt engu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 18:00

Á Tiger að hætta í golfi?

Alltaf eru jafnmiklar væntingar bundnar því að Tiger hefji leik að nýju eftir meiðsli og alltaf eru vonbrigðin jafnmikil þegar honum gengur illa. Mikið var gert úr að nú væri Tiger búinn að ráða einn sveifluþjálfarann enn, Chris Como og sá  ætti aðeins að vera leiðbeinandi Tiger ætlaði jú sjálfur að finna gömlu sveifluna sína, sem hann er búinn að verja svo miklum tíma í að breyta. En nú erum við að sjá Tiger gera hluti sem hann hefir aldrei gert áður á ferlinum eins og að spila hring upp á 82 högg (á Waste Management Phoenix Open 2015) – hann hefir ekki tekið þátt í þessu móti í heil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason. Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 51 árs afmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Bjarki Bjarkason (51 árs afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (52 árs); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (28 ára) ….. og ….. Aron Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2015 | 14:30

Champions Tour: Lee Janzen vann ACE Group Classic mótið!

Lee Janzen vann um helgina fyrsta titil sinn á Champions Tour. Það gerði hann á ACE Group Classic mótinu, sem fram fór í Twin Eagles golfklúbbnum í Naples, Flórída. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þeir Janzen og Bart Bryant efstir og jafnir báðir búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum hvor; Janzen (68 65 67) og Bryant (70 68 62). Það varð því að koma til bráðabana og var par-4 18. hola Twin Eagles Talon vallarins spiluð og þar sigraði Janzen með pari, en Bryant datt strax úr leik á 1. holu með skolla. Í 3. sæti varð Esteban Toledo á samtals 14 undir pari og Lesa meira