PGA: Skrambi Scott Piercy
Bandaríski kylfingurinn Scott Piercy lenti í ógöngum á par-4 10. holunni á Northern Trust Open í gær. Bolti hans lenti í bönker rétt hjá holunni og síðan tók það hann 4 högg að komast upp úr glompunum sem eru allt í kringum tíundu. Hann fékk skramba eða 6-u á þessa par-4 holu! Skrambans ólukka!!! Sjá má skramba Piercy með því að SMELLA HÉR:
Jiménez: „Clarke á skilið að verða fyrirliði“
„Darren Clarke átti skilið að vera útnefndur fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2016,“ var meðal þess sem spænski kylfingurinn, 51 árs, Miguel Ángel Jiménez sagði eftir að niðurstöður 5 manna valnefndar lágu fyrir. Þó að Jiménez segðist vera „svolítið vonsvikinn,“ gerði hann það alveg ljóst að hann byði fram krafta sína til þess að aðstoða Clarke í Hazeltine sem aðstoðarfyrirliði. „Ég sendi Darren SMS í gær bara til þess að óska honum til hamingju og til þess að segja honum að ég viti að hann muni standa sig vel,“ sagði Jiménez. „Ég hringdi ekki í hann vegna þess að ég veit að hann er mjög upptekinn, en ég vildi Lesa meira
LET: Ko, Jutanugarn og Jang leiða á Australia Womens Open – Hápunktar 2. dags
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko, ásamt þeim Ariya Jutanugarn frá Thaílandi og Ha-Na Jang frá S-Kóreu leiðir á Australian Women´s Open í hálfleik þ.e. eftir 2. keppnisdag í Ástralíu. Allar eru þær stöllur búnar að spila á samtals 6 undirpari 140 höggum; Ko (70 70); Jutanugarn (69 71) og Jang (71 69). Ein í 4. sæti er enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull 2 höggum á eftir forystukonunum, þ.e. á samtals 4 undir pari. Tvær deila síðan 5. sæti þ.e. þær Jessica Korda og Amy Yang, báðar á 3 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. hrings Australian Women´s Open Lesa meira
GKG: Tímabundin lokun skrifstofu vegna framkvæmda
Á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar má lesa eftirfarandi frétt: „Skálinn okkar verður fjarlægður á morgun (19. febrúar) ef veður leyfir. Samhliða því verður ProShoppan og hvíta húsið fært út fyrir byggingarsvæðið. Á meðan þessum framkvæmdum stendur verður síma- og rafmangslaust auk þess sem við höfum enga aðstöðu til að taka á móti ykkur og munu starfsmenn vinna heima þessa daga. Áætlað er að við getum opnað aftur þriðjudaginn 24. febrúar. Vona að þið sýnið okkur þolinmæði og biðlund á meðan þessum framkvæmdum stendur. Stjórn og starfsfólk GKG„
13 merki þess að skammt er í The Masters
The Masters risamótið er vorboði, atburður sem allir kylfingar um allan heim hlakka til, því hann markar fyrir marga upphaf golfvorsins og sumarsins, sem í vændum er. Golf Digest hefir tekið saman í máli og myndum 13 atriði sem eru til marks um að The Masters risamótið nálgast óðfluga. Sjá má þessi 13 atriði með því að SMELLA HÉR:
PGA: 6 í forystu e. 1. dag á Riviera
Það eru „gömlu brýnin“ Retief Goosen og Vijay Singh sem eru meðal þeirra 6 sem leiða e. 1. dag á Northern Trust Open, en mótið fer að venju fram á golfvelli Riviera CC í Pacific Palisades, í Kaliforníu. Hinir eru Nick Watney, James Hahn, Daniel Summerhayes og Derek Fathauer. Allir léku þessir 6 fyrsta hring mótsins á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:
Fyndið myndskeið
Það að slá bolta úr erfiðri legu getur verið býsna vandasamt stundum og eins gott að búa yfir kunnáttu til að slá sem flest högg. Ekki fór vel fyrir þessum kylfingi í myndskeiðinu, en hann er að reyna að slá bolta sem liggur í slakka, þ.e. aflíðandi brekku niður í vatnshindrun. Sjá má þetta högg kylfingsins með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir F. 19. febrúar 1970 (45 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (49 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (44 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (43 ára)….. og ….. Áhöfnin Á Vestmannaey F. 19. febrúar 1973 (42 ára) Áslaug Helga Hálfdánardóttir F. 19. febrúar 1974 (41 árs) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með stöðunni á Hero Indian Open hér
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Hero Indian Open, en mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Asíutúrsins. Í forystu nú snemma dags eru þeir Richard T Lee frá Kanada og heimamaðurinn SSP Chawrasia frá Indlandi. Fylgjast má með stöðunni á mótinu með því að SMELLA HÉR:
Jiménez beinir athygli sinni annað eftir vonbrigði með að fá ekki Ryder fyrirliðastöðuna
Miguel Angel Jimenez mun nú beina athygli sinni á aðrar brautir eftir að valnefnd á fyrirliða næsta Ryder bikars liðs Evrópu, sem keppa mun í Hazeltine í Bandaríkjunum 2016, valdi einróma Darren Clarke. Í valnefndinni áttu sæti fyrrum fyrirliðar í Ryder bikars liðum Evrópu Paul McGinley, Jose Maria Olazabal and Colin Montgomerie, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar George O’Grady og fulltrúi leikmanna David Howell. Valið var Jiménez mikil vonbrigði. Bæði Jiménez og Daninn Thomas Björn höfðu verið orðaðir við stöðuna og sagði O´Grady að þeir báðir væru svo sannarlega inn í myndinni varðandi val á fyrirliða Ryder bikarsins í framtíðinni Hinn 51 árs Jiménez segist ætla beita athygli sinni að því að bæta Lesa meira










