Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar luku leik í 7. sæti í BIG holukeppninni
Rúnar Arnórsson, GK og félagar í Minnesota háskólanum (The Gophers) tóku dagana 15.-16. febrúar 2015 þátt í Big Ten Match Play, en mótið fór fram í Hammock Beach Resort, í Palm Beach, Flórída. Sjá má úrslitin eftir 1. dag hér að neðan: 1. umferð 15. febrúar 2015 Gophers 4, Penn State 1 – Leikið á Conservatory golfvellinum Charlie Duensing (MINN) def. Geoff Vartelas (PSU) 1 up Christian Elliott (PSU) def. Tyler Lowenstein (MINN) 4&3 Runar Arnorsson (MINN) def. Cole Miller (PSU) 4&2 (Eins og sjá má vann Rúnar sína viðureign 4&2) Jon DuToit (MINN) def. Cody Cox (PSU) 3&1 Jose Mendez (MINN) def. JD Dornes (PSU) 1 up 2. umferð: Iowa 3.5, Lesa meira
LET: Lydia Ko sigraði á Women´s Australian Open
Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem sigraði á Women´s Australian Open, sem fram fór í Royal Melbourne Golf Club, Black Rock VIC í Ástralíu dagana 19.-22. febrúar, en mótinu lauk nú snemma í morgun. Ko lék á samtals 9 undir pari, 283 höggum (70 70 72 71). Til að sjá Ko taka við verðlaunum sínum SMELLIÐ HÉR: Í 2. sæti varð Amy Yang frá Suður-Kóreu og í 3. sæti Ariya Jutanugarn frá Thaílandi. Yang lék á 7 undir pari en Jutanugarn á smatals 4 undir pari, þannig að segja má að Lydia Ko hafi sigrað með nokkrum yfirburðum. Chella Choi og Ilhee Lee, báðar frá Suður-Kóreu og Lesa meira
PGA: Goosen efstur e. 3. dag í Riviera
Retief Goosen frá Suður-Afríku heldur forystu sinni eftir 3. keppnisdag í Northern Trust Open mótinu. Mótið fer að venju fram á golfvelli Riviera CC, í Pacific Palisades, Kaliforníu Goosen er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 205 höggum (66 70 69). Goosen hefir 2 högga forystu á næsta mann Kanadamanninn, Graeme DeLaet, en hann er á samtals 6 undir pari eftir 3. hring. Fjórir deila síðan 3. sætinu: Sergio Garcia, Carlos Ortiz, Sang-Moon Bae og JB Holmes; allir á samtals 5 undir pari, hver. Dustin Johnson er síðan einn af 8 manna hóp sem allir hafa spilað á samtals 4 undir pari og deila 7. sæti – allir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Guðmundsdóttir. Ólöf er fædd 21. febrúar 1957 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Olof Gudmundsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (70 ára stórafmæli!!!); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (27 ára) ….. og ….. Guðbjörg Ingólfsdóttir (61 árs) Haukur Sigvaldason (57 ára) Jóhann Pétur Guðjónsson (44 ára) Þórey Eiríka Pálsdóttir (43 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
PGA: Glæsilegt dræv Jordan Spieth á 2. hring Northern Trust – Myndskeið
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth átti glæsidræv á 18. holu 2. hrings á Northern Trust Open. Sjá má monsterdræv hans með því að SMELLA HÉR:
LET: Ko leiðir enn nú með Jutanugarn f. lokahring Women´s Australian Open
Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi og Ariya Jutanugarn frá Thaílandi leiða á Women´s Australian Open fyrir lokahring mótsins. Báðar eru búnar að spila á 7 undir pari, 212 höggum; Ko (70 70 72) og Jutanugarn (69 71 72). Amy Yang er í 3. sæti einu höggi á eftir forystukonunum og Katherine Kirk og Julieta Granada deila 4. sætinu á samtals 4 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Australian Women´s Open fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR:
PGA: Högg 2. dags – risapútt hjá forystumanninum í hálfleik Retief Goosen
Högg 2. dags á Northern Trust Open á Riviera var 11 metra pútt Retief Goosen á 18. holu Sjá má myndskeið af þessu æðislega pútti Goosen með því að SMELLA HÉR: Retief Goosen leiðir á Northern Trust í hálfleik er á samtals 6 undir pari, 136 höggum (66 70). Öðru sætinu deila Graham DeLaet, Ryan Moore og Justin Thomas allir aðeins 1 höggi á eftir Goosen. Einn í 5. sæti er síðan „gamla brýnið“ argentínska Ángel Cabrera á samtals 4 undir pari. Fimm kylfingar deila síðan 6. sætinu allir á samtals 3 undir pari hver, en meðal þeirra eru Bubba Watson og Jordan Spieth. Til þess að sjá stöðuna á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Theodór Emil Karlsson – 20. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Theodór Emil Karlsson. Theodór Emil fæddist 20. febrúar 1991 og er því 24 ára í dag. Komast má á facebooksíðu Theodórs Emils til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Theodór Emil Karlsson (24 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (76 ára); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (62 ára); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (58 ára); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (52 ára); Jeff Maggert, 20. febrúar 1964 (51 árs); Fredrik Anderson Hed, 20. febrúar 1972 (43 ára); Yeh Wei-tze, 20. febrúar 1973 (42 ára); Caroline Afonso, 20. febrúar 1985 (30 ára Lesa meira
Myndasería af fræga fólkinu á Pebble Beach
Um s.l. helgi fór fram AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Allt frá dögum Bing Crosby, sem var skipuleggjandi mótsins hefir tíðkast að bestu leikarar og skemmtikraftar séu paraðir með heimsins bestu kylfingum og keppi innbyrði í Pro-Am samhliða því sem fram fer hefðbundið mót á PGA mótaröðinni. Alltaf er spilað á Pebble Beach. Golf Magic hefir tekið saman myndaseríu yfir helsta fræga fólkið sem þátt tók í ár. Ein þeirra sem þátt tók var fyrrum innanríkisráðherra Bandaríkjanna og annar af fyrstu 2 kvenfélagsmönnum í Augusta National, Condoleeza Rice. Condi var svo óheppin að hitta áhorfanda í höfuðið á fyrsta degi. Sjá má myndaseríuna með þvi að SMELLA HÉR:
Golfútbúnaður: Nýr bolti frá Mizuno – JPX
JPX boltinn er nýjasta nýtt frá Mizuno golfvöruframleiðandanum japanska. Það væri nær að kalla JPX „holuhrauns-bolta“ því hann er alsettur smáum holum, byggður á því sem á ensku nefnist „dimple cluster“ concept, og breytir þar með bæði útliti og hönnun fyrri bolta Mizuno þ.e. MP-S (ætlaðir betri kylfingum) og MP-X. Lykilatriði nýja boltans eru eftirfarandi: 1) holu-hönnunin, sem á að vera sérstaklega góð þegar boltinn tekur af stað eftir högg, þar sem mótstaða vinds er minnkuð. 2) JPX-inn á að geta verið lengur í loftinu þ.e. með notkun hans fæst lengra og betra flug og þ.a.l. lengra högg. 3) JPX-boltinn er mjúkur og hefir gott viðbragð og leikanleika (ens. playability). Lesa meira










