PGA: Glæsipar Garcia á 3. hring Northern Trust Open – Myndskeið
Sergio Garcia náði því sem golffréttamiðlar vestra hafa talið eitt af glæsilegustu pörum í allri golfsögunni í gær á .3 hring Northern Trust Open. Garcia slæsaði teighöggið sitt svo langt til hægri á par-4 13. holunni í Riviera Country Club að boltinn lenti í flatarglompu …. við 10. holu. Garcia sá ekkert fyrir trjám og sjónvarpsturni og átti fyrir höndum næstum ómögulegt björgunarhögg. Garcia bað dómara um leyfi til að taka niður upphækkað teigbox á 11. holu áður en hann dró 3-járnið úr pokanum og cuttaði höggið lágt milli tveggja trjáa og komst fyrir eitthvert kraftaverk rétt fyrir framan flöt á 13. braut. Eftirleikurinn var auðveldur eitt högg eitt pútt og Lesa meira
Ólafur Björn komst ekki gegnum niðurskurð – Munaði 1 höggi!
Ólafur Björn Loftsson, NK, hefir lokið leik á 2. hring Nordic Golf League mótaraðarinnar á Spáni, þ.e. á Nordea Tour Winter Series Lakes Open. Leikið er á velli Lumine golfklúbbsins í Tarragona, Spáni, en mótið stendur 21.-23. febrúar 2015 og lýkur því á morgun. Ólafur Björn spilaði samtals á 6 yfir pari, 149 höggum (73 76). Hann varð í 54.-56. sæti (deildi 54. sætinu með þeim William Adolfson og Johan Wahlqvist frá Svíþjóð ) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Það munaði 1 höggi! Sjá má stöðuna á Nordic Golf League mótinu á Spáni eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:
Lee Westwood í ræktinni
Flestir af bestu kylfingunum gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er samhliða golfíþróttinni að vera í ræktinni til þess að hafa nóg af styrk í keppnum. Einn þeirra sem gerir sér grein fyrir mikilvægi þess er Lee Westwood, (Westy) 41 árs. Hann varð nú nýlega T-5 í Maybank Malaysia Open og borgar fyrir velgengnina með blóð, svita og tárum í rætkinni og æfingasvæðinu. Westy sýnir ágætis takta í rætkinni í myndskeiðinu hér að neðan þar sem hann tekur vel á! Myndum af öllum æfingum sínum m.a. sumo squats póstar hann síðan á Instagram. Sjá með því að SMELL A HÉR: Sjá má dæmi um átök Lee Westwood í ræktinni með Lesa meira
PGA: Hápunktar 3. dags á Northern Trust – Myndskeið
Þriðji hringur Northern Trust Open mótsins fór fram í Riviera golfklúbbnum í Pacific Palisades, í Kaliforníu í gær. Hér má sjá hápunkta 3. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Lokahringurinn verður spilaður í kvöld og spennandi að sjá hvort Retief Goosen frá Suður-Afríku tekst að sigra eftir að hafa verið meira og minna í forystu allt mótið!
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og Rúnar við keppni í Puerto Rico
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK eru nú við keppni á Puerto Rico Classic, í Puerto Rico. Þátttakendur í mótinu eru 75 frá 15 háskólaliðum. Sem stendur eru báðir Guðmundur Ágúst og Rúnar fyrir miðju skortöflunnar, en þeir eiga báðir eftir að ljúka 4-5 holum. ETSU, skólalið Guðmundar er sem stendur í 5. sæti í liðakeppninni (þegar þetta er ritað kl. 16:00) og lið Rúnars (The Gophers, lið Minnesota háskóla) er T-8, en þetta getur enn allt breyst. Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Vijay Singh ———- 22. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Vijay Singh. Hann er aldeilis búinn að standa sig vel á Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Vijay var mikið í fréttum fyrir tæpum 2 árum (2013) vegna notkunar á hjartarhornsspreyi, sem inniheldur ólögleg efni, sem eru á bannlista PGA. Vijay Singh fæddist 22. febrúar 1963 á Lautoka á Fídji og á því 52 ára afmæli í dag!!!! Hann ólst upp í Nadi. Í dag býr hann á Ponte Vedra Beach í Flórída. Um barnæsku sína sagði Vijay eitt sinn við blaðamenn: “Þegar ég var krakki höfðum við ekki efni á golfboltum og við urðum að spila með kókoshnetum. Faðir minn sagði: “Vijay Lesa meira
Evróputúrinn: Íslandsvinurinn Lahiri sigraði á Hero Indian Open
Úrslit á Hero Indian Open, sem er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins réðist í bráðabana. Og það indverskum!!! Það voru tveir indverskir kylfingar sem bitust um sigurinn á heimavelli þ.e. í Delhi golfklúbbnum í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands í morgun: Íslandsvinurinn Anirban Lahiri, sem hafði betur og SSP Chawrasia. Báðir voru þeir efstir og jafnir eftir 72 spilaðar holur; báðir á 7 undir pari, 277 höggum. Það varð því að koma til bráðabana og þar fékk Lahiri fugl á par-5 18. holuna og vann þar með mótið!!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Anirban Lahiri með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:
Ólafur í 29. sæti á Spáni e. 1. dag
Ólafur Björn Loftsson , NK, hóf keppni á 1. móti Nordic Golf League mótaraðarinnar á Spáni í gær, þ.e. á Nordea Tour Winter Series Lakes Open. Leikið er á velli Lumine golfklúbbsins í Tarragona, Spáni, en mótið stendur 21.-23. febrúar 2015. Ólafur Björn lék 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og er í 29. sæti eftir 1. dag. Simon Gundorph frá Kokkedal golfklúbbnum í Danmörku er í 1. sæti e. 1. dag á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Nordic League mótinu á Spáni með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn bestur í liði Faulkner á Coastal Georgia Inv.
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og 2014 og golflið Faulkner tóku þann 16. febrúar s.l. þátt í Coastal Georgia Invite. Alls voru keppendur í mótinu u.þ.b. 90 frá 18 háskólaliðum. Golflið Faulkner varð T-5 þ.e. deildi 5. sætinu ásamt Savannah College of Art and Design í þessu 5. árlega Coastal Georgia Winter Invitational móti. Golflið Faulkner, þ.e. The Eagles, léku á samtals 614 höggum en heimaliðið, Coastal var ekkert sérlega vinalegt við gesti sína – sigraði í sínu eigin móti á samtals 577 höggum. Hrafn Guðlaugsson var á besta skori the Eagles (72 79) og varð í 16. sæti í einstaklingskeppninni. Næsta mót The Faulkner Eagles verður 16. mars n.k. þ.e. the Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese T11 og Haraldur Franklín og Lousiana Lafayette í 13. sæti f. lokahringinn í Texas
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns taka þátt í Bayou City Collegiate Championship, en mótið fer fram dagana 20.-22. febrúar í Golf Club of Houston, Texas og lýkur því í dag. Þátttakendur í mótinu eru 87 frá 15 háskólum. Ragnar Már er búinn að spila fyrstu hringina 2 á samtals 155 höggum (75 80) og er í 77. sæti í mótinu. Ragnar Már og golflið Mc Neese deila 11. sætinu með Lamar háskólanum í liðakeppninni fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Haraldur Franklín lék fyrstu 2 hringina á samtals 146 höggum (72 74) og er Lesa meira










