Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og Rúnar eru að spila lokahringinn á Puerto Rico – Fylgist með!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK taka þátt í háskólamótinu Puerto Rico Classic, í Puerto Rico, en mótinu lýkur í dag. Þátttakendur í mótinu eru 75 frá 15 háskólaliðum. Rúnar er búinn að spila á samtals 9 yfir pari (78 76) og er T-51 fyrir lokahringinn.  Lið Rúnars, Minnesota State er í 12. sæti eftir 2. hring. Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals 11 yfir pari (77 77).  Lið ETSU er í 9. sæti í liðakeppninni. Verið er að spila lokahringinn og til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2015 | 10:00

Couples of afslappaður?

Bandaríska sérsveitin, sem vinna á undirbúningsvinnuna fyrir Ryder Cup 2016 var að sögn ekkert of hrifið af Fred Couples, sem fyrirliða, vegna þess að þeim þótti hann of afslappaður. Hann var t.a.m. alltaf of seinn eða fjarverandi frá fundum með liðinu þegar hann var aðstoðafyrirliði 2012 Síðan þykir hann ekki vanda nægilega til verka og m.a. vísað til þess að hann sendi Jim Furyk SMS í stað þess að hringja í hann til þess að segja Furyk að hann yrði ekki í Forsetabikarsliði sínu. Nú er Furyk einn af 8 sérsveitarmönnum Ryder Cup liðs Bandaríkjanna og það hefir eflaust ekki hjálpað Couples heldur. A.m.k. ljóst að Davis Love III fær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 18:00

Flott golfhögg – Myndskeið

Hér er myndskeið af einu flottu golfbrelluhöggi. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 17:08

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Emil hefja leik á Atchafalaya mótinu í dag

Andri Þór Björnsson, GR,  Emil Ragnarsson, GKG og The Geaux Colonells, golflið Nicholls State hefja leik í dag á Atchafalaya Intercollegiate  í  The Atchafalaya á Idlewild golfvellinum í Louisiana. Þeir eru báðir búnir að spila 10 holur þegar þetta er ritað (kl. 17:00 að íslenskum tíma) og deila 4. sætinu (Athugið staðan getur enn breyst en keppnin er í gangi). Það eru u.þ.b. 50 kylfingar frá 8 háskólum sem taka þátt. Það er Nicholls State sem er gestgjafi og hefur leiktímabilið á heimavelli. Emil Þór mun aðeins taka þátt í einstaklingskeppnishluta mótsins. Fylgjast má með gengi Andra Þórs og Emils með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 16:09

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Guðrún Sverrisdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (58 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (54 ára); Steve Stricker, 23. febrúar 1967 (48 ára); Michael Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: James Hahn?

James Hahn sigraði í gær í 1 sinn á PGA mótaröðinni bandarísku, þ.e. á Northern Trust Open í Riviera golfklúbbnum í Pacific Palisades, í Kaliforníu, heimaríki sínu. En hver er James Hahn? James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seoul, Suður-Kóreu og er því 33 ára . Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með golfliði University of California, Berkeley og þekkir Riviera völlinn eins og handarbakið á sér. Hahn gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift árið 2003.  Hann spilaði á kanadísku mótaröðinni, kóreönsku mótaröðinni og Gateway Tour áður en hann komst á undanfara Web.com túrsins þ.e. Nationwide Tour árið 2010. Hann var nr. 29. á peningalista Nationwide Tour á nýliðaári Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 10:00

PGA: James Hahn sigraði á Northern Trust Open – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn James Hahn, sem stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open. Hann lék samtals á 6 undir pari, 278 höggum líkt og Dustin Johnson og Paul Casey og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Fyrst var par-4 18. holan spiluð og allir fengu par á hana.  Síðan var farið yfir á par-4 10. holuna og þar fengu DJ og Hahn fugla en Casey datt út.  Næst var par-3 14. holan spiluð og þar datt DJ út eftir að Hahn fékk fugl. Sergio Garcia, Jordan Spieth, Hideki Matsuyama og Keegan Bradley deildu 4. sætinu, 1 höggi á eftir sigurvegaranum og þeim sem deildu 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 08:35

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno hefja keppni á Juli Inkster mótinu í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og golflið Fresno State, The Bulldogs, hefja keppni á Juli Inkster Spartan Invite mótinu í dag. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brár og Fresno í mótinu  með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín varð í 20. sæti í Texas – Ragnar Már með góðan endasprett

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns tóku þátt í Bayou City Collegiate Championship, en mótinu lauk í gær. Mótið fór fram í Golf Club of Houston, Texas og voru þátttakendur 87 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals á 217 höggum (75 71 71) og varð T-20 í einstaklingskeppninni.  The Ragin Cajuns höfnuðu í 12. sæti í liðakeppninni. Ragnar Már lék samtals á 225 höggum (75 80 70) og bætti sig um 10 högg milli hringja.  Hann lauk keppni í T-60 í einstaklingskeppninni og fór upp um 17. sæti frá deginum þar áður. McNeese skólalið Ragnars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 20:00

GA: Vel heppnuð heimsókn hjá Birgi Leif

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má lesa eftirfarandi frétt:  „Um síðustu helgi kom Birgir Leifur Hafþórsson í heimsókn til okkar í Golfhöllina (á Akureyri). Bauð hann upp á golfkennslu og skemmtilega leiki/æfingar fyrir okkar börn/unglinga sem og fyrir aðra GA félaga. Það var fjöldi fólks sem mætti og nýtti sér þetta frábæra tækifæri til að fá leiðsögn frá Íslandsmeistaranum og var mikil ánægja með þessa heimsókn. Það er okkar von að endurtaka þetta aftur í mars ef tími gefst til og verður það þá nánar auglýst síðar. Við þökkum Birgi Leif kærlega fyrir komuna sem og öllum þeim GA félögum sem lögðu leið sýna til okkar í Golfhöllina.“