Evróputúrinn: Joburg Open hefst í dag – Fylgist með hér!
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Joburg Open. Leikið er á golfvelli Royal Johannesburg & Kennsington GC í Jóhannesarborg, S-Afríku. Ekki eru mörg „stór“ nöfn í golfinu sem eru meðal þátttakenda, aðallega heimamenn og nýliðar á Evrópumótaröðinni. Meðal þekktari nafna eru með á borð við Coetzee bræður, Richard Sterne, Grégory Bourdy, Edoardo Molinari og Morten Örum Madsen. Fylgjast má með stöðunni á Joburg Open með því að SMELLA HÉR:
Ben Brown næsti Tiger Woods? – Myndskeið
Ekki er ólíklegt að Ben Brown verði næsti Tiger Woods. Hann a.m.k. er byrjaður ungur að spila golf líkt og Tiger. Eitt er þó það sem kynni að reynast hinum 7 ára Brown erfitt en hann er með sólarofnæmi – Sjá nánar grein Daily Mail um Ben Brown og ofnæmi hans, og ákveðni hans í því að láta það ekki stoppa sig í að verða atvinnu kylfingur með því að SMELLA HÉR: Í greininni hér að ofan má einnig sjá myndskeið um Ben Brown með því að skrolla niður greinina.
GR: Marólína efst e. 6. umferð í púttmótaröð GR-kvenna
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) má lesa eftirfarandi frétt: „Um eitthundrað konur létu sig ekki vanta á sjötta púttkvöldi GR kvenna í Crosspúttmótaröðinni enda fer nú skiptunum fækkandi til að slá um sig á Korpunni í keppninni um púttmeistara GR kvenna. Völlurinn [á 6. púttmótinu] var þröngur og langur og máttu púttarar vara sig á að rekast ekki í næsta kylfing eða labba þvert yfir púttlínu eins og dæmi voru um en allt fór þó vel. Besta skor kvöldsins var 28 högg og það áttu Marólína [Erlendsdóttir] og Helga [Hilmarsdóttir] en þær tróna einmitt á toppnum í tveimur efstu sætunum. [Marólína er í efsta sæti með samtals 110 pútt – Helga er Lesa meira
3 ástæður þess að bandaríska Ryder Cup liðið 2016 verður eitt það sterkasta nokkru sinni
Margir líta á skipan Davis Love III sem skref aftur á bak fyrir bandaríska Ryder Cup keppnina. Það er hins vegar ekki rétt. Þetta kynni að vera ein meginástæða þess að lið Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2016 verður eitt það sterkasta sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni haft. Love þyrstir í að hefna ófaranna 2012; þegar stóra slysið frá bandarískri sýn átti sér stað: „Kraftaverkið í Medinah“; þegar lið Evrópu sigraði eftir vonlausa stöðu fyrir lokadaginn, sunnudaginn. „Ég er hér með sama markmið og 2012 en ekki sem sami fyrirliði,“ sagði Love á blaðamannafundi eftir að kynnt var um skipan hans sem fyrirliða. Nánari skýring á hvernig hann væri öðruvísi sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bergsveinn Símonarson – 25. febrúar 2015
Það er Bergsveinn Símonarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bergsveinn fæddist 25. febrúar 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Bergsveins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Bergsveinn Símonarson (Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Anthony David „Tony“ Lema, f. 25. febrúar 1934 – d. 24. júlí 1966; Juan Quiros, 25. febrúar 1956 (59 ára); Josefine Sundh, 25. febrúar 1988 (27 ára); Matthew Baldwin, 25. febrúar 1986 (29 ára); Victoria Tanco, 25. febrúar 1994 (21 árs); Xi Yu Lin, 25. febrúar 1996 (19 ára – spilar á LET) Gunnar Björn Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór varð T-8 og Emil í 14. sæti í Louisiana – Geaux Colonels í 3. sæti!!!
Andri Þór Björnsson, GR, Emil Ragnarsson, GKG og The Geaux Colonels, golflið Nicholls State tóku þátt í Atchafalaya Intercollegiate í The Atchafalaya á Idlewild golfvellinum í Louisiana. Mótið fór fram 23.-24. febrúar 2015 og þátttakendur voru 45 frá 8 háskólum. Það var Nicholls State sem var gestgjafi mótsins. Andri þór varð T-8 en hann lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (73 82 76), en Emil varð í 14. sæti á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (79 77 77). Andri Þór, Emil og The Geaux Colonels urðu í 3. sæti í liðakeppninni!!! Íslensku keppendurnir voru báðir í efri þriðjungi allra þátttakenda þ.e. meðal topp-15, sem er glæsilegur árangur!!! Til Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá varð í 7. sæti á Juli Inkster Spartan Inv. mótinu!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og golflið Fresno State, The Bulldogs, luku leik í gær á Juli Inkster Spartan Invite mótinu, sem fram fór Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Guðrún Brá spilaði á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 70 77) og varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni. Glæsilegur árangur á sterku mót í Kaliforníu!!! Golflið Fresno State varð í 2. sæti í liðakeppninni!!! Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 10. mars 2015 í Oahu, Hawaii. Sjá má lokastöðuna í Juli Inkster Spartan Invite mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik T-11 og Rúnar og Minnesota í 13. sæti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK tóku þátt í háskólamótinu Puerto Rico Classic, í Puerto Rico, en mótinu lauk í gær. Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólaliðum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 77 76). Lið ETSU varð T-11 í liðakeppninni. Rúnar lék á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (78 76 79) og lauk keppni T-68. Lið Rúnars, Minnesota State varð í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta keppni Rúnars og Minnesota State fer fram 26. mars n.k. í Kaliforníu, en næsta mót sem Guðmundur Ágúst og ETSU taka þátt í er í Suður-Karólínu 9. mars n.k. Til að sjá lokastöðuna á Puerto Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —– 24. febrúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Hann er fæddur 24. febrúar 1976 og því 39 ára í dag. Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 11 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; og Victoria Tanco, 24. febrúar 1994 (21 árs – argentínsk). Golf 1 óskar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2015: Nicole Garcia (30/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó. Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku. Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015. Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34. Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 6.-34. sætinu. Næst Lesa meira










