Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 12:00

33 fyndnustu golfauglýsingarnar – Myndskeið

Golf Digest hefir tekið saman myndskeið með 33 fyndnustu golfauglýsingunum. Sjá má þessa samantekt með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía í 17. sæti og Íris Katla T-53 í Converse Spring Inv.

Stefanía  Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2014 varð í 17. sæti á Converse Spring Invite en Íris Katla Guðmundsdóttir, GR varð T-53. Mótið fór fram 23.-24. febrúar s.l. í Carolina Country Club í Spartansburg, Suður-Karólínu. Stefanía Kristín lék á 9 yfir pari, 81 höggi og varð í 17. sæti af 86 keppendum í mótinu en Íris Katla lék á 91 höggi og varð T-53. Lið Pfeiffer, sem Stefanía Kristín leikur með deildi 5. sætinu með Catawba í liðakeppninni af 16 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en lið Írisar Kötlu, The Royals varð í 4. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Converse Spring Invite SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Stefaníu og Írisar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 09:00

LPGA: 3 þ.á.m Yani Tseng deila forystunni í Thaílandi e. 1. dag

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng er meðal 3 forystukvenna á Honda LPGA Thailand Open, en mótið fer fram í Siam CC í Chonburi. Mótið fer fram dagana 26. febrúar – 1. mars 2015. Hinar sem eru á toppnum ásamt Tseng eru bandarísku kylfingarnir Brittany Lang og Stacy Lewis. Allar hafa forystukonurnar spilað á 5 undir pari, 66 höggum. Tseng hefir áður sigrað í þessu móti bæði 2011 og 2012. Fylgjast má með Honda LPGA Thailand Open með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 08:15

PGA: Rory byrjar ekki vel á Honda Classic

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy byrjaði ekki vel á Honda Classic, en hann sendi upphafsteighögg sitt á 1. beint út í buska og varð að fara aftur á teig og taka annað högg. Sem betur fer lauk hringnum hjá Rory betur en hann byrjaði en hann fékk fugla á 2 lokaholurnar. Niðurstaðan: Hringur upp á 3 yfir pari, 73 högg.  Reyndar hringur sem var ansi skrautlegur en Rory fékk 4 fugla, 3 skolla og 2 skramba. Og Rory deilir 79. sætinu ásamt 22 öðrum þ.á.m. mönnum á borð við Justin Rose, Francesco Molinari, Stephen Gallacher og Camilo Villegas. Rory er 8 höggum á eftir forystumanni 1. hrings Jim Herman. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Nic Henning í forystu á Joburg Open – Hápunktar 1. dags

Það er heimamaðurinn Nic Henning sem er í efsta sæti eftir 1. dag Joburg Open, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumóta- raðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska. Henning spilaði 1. hring á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum.  Á hring síðum fékk Henning 1 örn og 7 fugla, auk 10 para. Henning er 45 ára og hefir sigrað 4 sinnum á suður-afríska Sólskinstúrnum á ferli sínum. Ekki langt undan eða aðeins 1 höggi á eftir Henning eru landar hans Tich Moore og Tjaart Van der Walt auk Belgans Thomas Pieters, sem allir léku á 8 undir pari, 63 höggum. Fylgjast má með stöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR, en 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 07:00

PGA: Jim Herman efstur e. 1. dag Honda Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Jim Herman sem tekið hefir forystuna á Honda Classic mótinu sem fram fer á Champions vellinum á PGA National í Palm Beach Gardens í Flórída, en mótið hófst í gær. Herman lék 1. hring á 5 undir pari, 65 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Jim Herman með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti er Brendan Steele 1 höggi á eftir en hann lék á 66 höggum og 3 kylfingar deila 3. sætinu enn öðru höggi á eftir, léku allir á 67 höggum en það eru: Pádraig Harrington, Martin Flores og Patrick Reed. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Honda Classic með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2015

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 13 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 4 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að síður gekk Sigurði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2015 | 11:30

Viðtal við Butch Harmon um grundvallaratriði golfsveiflunnar – Myndskeið

Einn helsti gúru allra golfkennara Butch Harmon var í viðtali í Morning Drive golfþættinum. Butch var m.a. sveifluþjálfi Tiger þegar hann var upp á sitt besta. Eins hefir Butch Harmon unnið með Ernie Els, Stewart Cink, Greg Norman, Davis Love III, Fred Couples og Justin Leonard, og eins yngri kynslóð kylfinga á borð við Nick Watney, Rickie Fowler, Adam Scott, Dustin Johnson, Natalie Gulbis, og nú nýlega Jimmy Walker og Brandt Snedeker. Hann var m.a. spurður út í grundvallaratriði golfsveiflunar, sem hann sagði að hefðu ekki breyst í u.þ.b. 200 ár. Sjá má myndskeiðið með Harmon með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2015 | 10:00

Gullni Björninn farinn að framleiða ís

„Það er ekkert leyndarmál að ég elska ís,“ sagði Jack Nicklaus alías „Gullni Björninn“ en hann hefir hafið ísframleiðslu og tilkynnti um framleiðslu sína á vefsíðu sinni s.l. þriðjudag, 24. febrúar 2015. „Óþarfi að segja að ég hef aldrei skemmt mér eins mikið við rannsókn og þróun nokkurrar vöru.  Teymið á Schwan (fyrirtækið sem framleiðir ísinn í nafni Gullna Björnsins) er með háklassa vöruþróunarstöð.  Saman höfum við sett saman fjölbreyttar bragðtegundir ísa – allar með ekta (hágæða) hráefni – og höfum búið til gæða, fyrsta flokks ís á góðu verði,“ sagði Nicklaus. Ísinn kostar 1,99 dollara út úr búð í Bandaríkjunum (þ.e. u.þ.b. 260 ísl kr.) Hann er fáanlegur í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2015 | 09:00

GM: Gunnar Ingi Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri

Á facebook síðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) má lesa eftirfarandi frétt: „Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) varð til við sameiningu Golfklúbbsins Kjalar og Golfklúbbs Bakkakots í desember síðastliðunum. Við sameiningu varð til fjórði stærsti klúbbur landsins með um 1150 félagsmenn og tvö vallarsvæði til umráða. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum en nýverið var undirritaður samningur við Mosfellsbæ um uppbyggingu íþróttamannvirkja á báðum vallarsvæðum klúbbsins. Í ljósi aukinna umsvifa golfklúbbsins hefur stjórn klúbbsins unnið að framtíðarskipulagi á starfsemi hans, meðal annars til að takast á við þá uppbyggingu og sókn sem framundan er. Stjórn hefur gengið frá ráðningu Gunnars Inga Björnssonar í stöðu framkvæmdastjóra og mun hann leiða uppbyggingu klúbbsins og daglegan rekstur Lesa meira