Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 12:00

Rickie Fowler segir sig vilja eitthvað af peningum Tiger

Rickie Fowler er sá sem flestum líkar við meðan mörgum þykir erfiðara að umgangast Tiger. Fowler er heillandi og viðkunnanlegur og elskar að vera á félagsmiðlunum. Tiger er að reyna að komast aftur í form við að reyna að verða elskulegri eftir því sem hann eldist.  Það sama á reyndar einnig við um golfleik hans. Fowler sagði nú nýlega að hann vildi hjálpa Tiger að ná aftur fullum styrk með því að ná einhverju af peningum hans. The youngster said recently he wants to help nurse Woods back to full strength by picking a few bills out of his pocket. „Vonandi næ ég að verða eins góður og hann og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 10:00

Hver sagði að golf væri auðveld íþrótt? – Myndskeið

Því heyrist stundum fleygt að golf sé auðveld íþrótt. Vissulega er auðveldara að spila ef maður hefir þessi orð í huga og reynir að sannfæra sjálfan sig um að svo sé. Hins vegar vita allir, sem einhvern tímann hafa spilað golf að sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Þá er ekki laust við að farið sé að hugsa á þann veg: „Hver sagði eiginlega að golf væri auðveld íþrótt?“ Hér má sjá myndskeið þar sem jafnvel þeim bestu á PGA Tour (Tony Finau) bregðst bogalistin SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 09:30

GR: Frítt kaffi í Básum í boði 10-11

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við 10-11 hafa gert með sem samkomulag um að 10-11 bjóði öllum félagsmönnum GR sem og öðrum viðskiptavinum upp á frítt kaffi í afgreiðlsu Bása. Samhliða fríu kaffi hefur 10-11 í samráði við GR sett upp glæsilega aðstöðu þar sem félagsmenn og viðskiptavinir okkar geta setið við stóla og borð í afgreiðslu. Er þetta mikil lyftistöng fyrir Bása. Golfklúbbur Reykjavíkur vill koma á framfæri þökkum til  10-11 fyrir frábært framtak og hlakkar til samstarfsins á komandi ári.  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 07:00

SÍGÍ: Bjarni Þór golfvallarstjóri ársins 2014

Samtök Íþrótta- og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) kunngerðu nýlega val á golfvallar- og knattspyrnuvallastjórum ársins, en þetta er í þriðja sinn sem valið fer fram. Þar velja landsdómarar, formenn golfklúbba innan GSÍ og afrekskylfingar þann golfvallarstjóra landsins sem þeim þótti standa uppúr á árinu. Í flokki knattspyrnuvallastjóra sjá dómarar í efstu tveim deildum landsins og þjálfarar karla og kvennaliða í sömu deildum. Í flokki golfvallarstjóra hlaut vallarstjóri GK þ.e. Keilismanna í Hafnarfirði, Bjarni Þór Hannesson titilinn Vallarstjóri ársins. Kosningin að þessu sinni var nokkuð afgerandi og ljóst að kylfingum þótti ástand Hvaleyrarvallar með besta móti þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Þetta er í annað sinn sem Keilir hlýtur titilinn, en Daniel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 06:00

LET: Lydia Ko með nýtt vallarmet í Clearwater GC á 2. hring NZ Women´s Open – 61 högg!

Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko setti nýtt vallarmet á 2. hring sínum á New Zealands Women´s Open í Christchurch á Clearwater golfvellinum, þar sem mótið fer fram. Lydia er á heimavelli og mikill fjöldi manns, sem fylgdist með hinu 17 ára undrabarni spila hring upp á 11 undir pari, 61 höggi. Eftir 2. hringi er Ko á samtals 13 undir pari, og hefir tekið forystu. Sem stendur er hún 3 höggum á undan Charley Hull frá Englandi. Julia Sergas frá Ítaliu og hin bandaríska Beth Allen deila 3. sætinu á 9 undir pari, 135 höggum, hvor. Ko byrjaði hringinn ekki vel; var með skolla á 1. holu en náði því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 04:00

PGA: Frábært högg Sergio Garcia úr vatni – Myndskeið

Sergio Garcia átti glæsilegt högg úr vatni á 1. hring Honda Classic mótsins. Hann spilaði 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum. Garcia var með ansi hreint skrautlegt skorkort; fékk ferlegan þrefaldan skolla á par-4 12. braut PGA National og var síðan líka með 3 skolla og 4 fugla. En það er ekkert sem tekur frá honum glæsihöggið upp úr vatni á par-5 18. holunni, þar sem hann bjargaði pari. Ekki er ljóst hver sætistala Garcia er nú en hann var kominn á 7. braut 2. hrings þegar mótinu var frestað vegna myrkurs. Sjá má glæsihögg Garcia með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 02:00

LPGA: Stacy Lewis efst í Thaílandi – Hápunktar 2. dags

Það er Stacy Lewis sem leiðir á Honda LPGA mótinu í Thaílandi e. 2. dag. Lewis er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum (66 64) Í 2. sæti 3 höggum á eftir, á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66) er Amy Yang frá Suður-Kóreu. Þriðja sætinu deila síðan hin þýska Caroline Masson, Mirim Lee frá Ástralíu og Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, allar á 8 undir pari, 136 höggum. Það er því óhægt að segja að Lewis sé með nokkuð afgerandi forystu eftir 2. dag Sjá má stöðuna á Honda LPGA Thaíland með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: Wallie Coetzee í efsta sæti í hálfleik Joburg Open – Hápunktar 2. dags

Það er Suður-Afríkumaðurinn Wallie Coetzee sem leiðir í hálfleik á Joburg Open. Wallie er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 131 höggi (66 65). Öðru sætinu deila þeir Tjaart Van Der Walt, Simon Dyson og Garth Mulroy allir 1 höggi á eftir Coetzee. Til þess að fylgjast með stöðunni á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 21:00

PGA: DJ með frábært glompuhögg beint ofan í á 2. hring Honda Classic

Dustin Johnson (DJ)  setti niður frábært glompuhögg á 2. hring Honda Classic mótsins. Höggið sem DJ setti niður var af 15 metra færi á par-4 14. brautinni…. …. og fuglinn í höfn. DJ er samt ekkert að fara að spila um helgina – átti slælegan 1. hring upp á 77 högg og þegar hann á eftir að spila 1 holu af 2. hring er hann kominn á 5 yfir par þ.e. 75 högg og er í 139. sæti þ.e. einu af alsíðustu sætunum í mótinu. Til þess að sjá glompuhögg Dustin Johnson SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda —- 27. febrúar 2015

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 22 ára afmæli í dag!!! Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 25 ára stórafmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990. Mariajo Uribe Jessica komst í golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira