Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-5 e. 1. hring á Kiawah Island – Berglind á +6

Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR taka þátt í Edwin Watts/Kiawah Island Spring Classic, en mótið hófst í gær og fer fram 1.-3. mars 2015. Leikið er á golfvöllum tveggja golfklúbba Oak Point golfklúbbnum og Osprey golfklúbbnum á Kiawah Island, í Suður-Karólínu. Sunna er búin að spila á 1 undir pari, 71 höggi.  Hún er í 5. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með 2 öðrum, þ.e.  Ashley Thompson frá Western Carolina háskólanum og Victoria DeGroodt frá So.Carolina Beaufort háskólanum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Sunnu, en  150 þátttakendur  taka þátt í þessu stóra og sterka háskólamóti.  Lið Sunnu, Elon er í 8. sæti af 40 háskólaliðum, sem þátt taka. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 02:00

PGA: Casey og Poulter leiða á Honda Classic – 4. hring frestað vegna myrkurs

Englendingarnir Paul Casey og Ian Poulter leiða á Honda Classic, eftir að 4. hring var frestað vegna myrkurs. Báðir eru þeir Casey og Poulter búnir að spila á 7 undir pari og hafa hafið 4. hring. Í 3. sæti er Patrick Reed á samtals 6 undir pari. Fimm deila 4. sætinu, þ.á.m. Phil Mickelson, allir á 5 undi pari. Til þess að sjá stöðuna á Honda Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurmann Rafn – 1. mars 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurmann Rafn Sigurmannsson. Sigurmann er fæddur 1. mars 1983 og á því 32 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan Sigurmann Rafn Sigurmannsson (32 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pat Perez, 1. mars 1976 (39 ára) ….. og ….. Islensk Grafik (46 ára) Jón Hallvarðsson (37 ára) Opni Listaháskólinn (25 ára) Larus Ymir Oskarsson FashionMonster Sölusíða (34 ára) Golfeuses de Lorraine Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 14:00

Evróputúrinn: Andy Sullivan sigraði á Joburg Open

Það var Andy Sullivan, sem sigraði á Joburg Open. Hann lék samtals á 17 undir pari, (71 65 68 66). Þetta er 2. sigur Sullivan á árinu, en áður sigraði hann á South African Open Championship þann 11. janúar s.l. Öðru sætinu deildu vinur Rory McIlory, Kevin Phelan og auk þess Anthony Wall,  David Howell og heimamennirnir Jaco Van Zyl og Wallie Coetzee; allir á samtals 15 undir pari, eða 2 höggum á eftir sigurvegaranum. Til þess að sjá lokastöðuna á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 12:00

SNAG golf leiðbeinendanámskeið föstudaginn 13. mars 2015

Föstudaginn 13. mars nk. verður SNAG leiðbeinendanámskeið haldið í Hraunkoti í Keili í Hafnarfirði. Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um útbreiðslu golfíþróttarinnar, golfkennurum, íþróttakennurum, þjálfurum og almennum kylfingum. Þeir sem vilja nýta námskeiðið til að auka eigin golfþekkingu eða kynnast nýjum skemmtilegum hlutum í golfheiminum eru velkomnir. Námskeiðið gefur alþjóðleg réttindi á fyrsta stigi SNAG golfkennslu. SNAG stendur fyrir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 10:00

GA: Nýtt æfingasvæði á Jaðri 2016

Þegar að framkvæmdasamningur GA við Akureyrarbæ var undirritaður fyrir nokkrum árum síðan voru menn stórhuga og höfðu miklar væntingar um uppbyggingu svæðisins á Jaðri. Nú rúmum 10 árum síðar erum við farin að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum. GA og Akureyrarbær hafa náð samkomulagi og fjárveiting frá Akureyrarbæ trygg og því hægt að ljúka við þá uppbyggingu sem farið var af stað með. Síðastliðið haust var hafist handa við sex holu æfingavöllinn og verður hann kláraður í sumar og vonandi hægt að opna hann um mitt sumar 2016. Einnig er farin af stað vinna vegna uppbyggingar á nýju æfingasvæði með yfirbyggðu æfingaskýli. Það er GA félaginn Steinmar H. Rögnvaldsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 09:00

LET: Ko sigraði á heimavelli

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sigraði á ISPS Handa NZ Women´s Open. Ko lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 61 71) þrátt fyrir 10 högga sveifla milli hringja í dag. Á 2. hring setti hún nefnilega vallarmet í Christchurch á Clearwater golfvellinum, lék á stórglæsilegu 61 höggi!!! Þetta er 3. sigur Ko á LET og 10 alþjóðlegi sigur hennar. Sigur Ko var sannfærandi en hún átti 4 högg á næsta keppanda áhugamanninn Hönnuh Green, sem náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti. Í 3. sæti varð síðan sigurvegari á lokaúrtökumóti LET í Lalla Aicha Tour School í Marocco, danski kylfingurinn Nanna K Madsen á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 08:00

PGA: Harrington leiðir fyrir lokahring Honda Classic

Írinn Pádraig Harrington er í forystu eftir 2. hring The Honda Classic. Hann er samtals búinn að spila á 7 undir pari, 133 höggum (67 66). Í 2. sæti er Patrick Reed aðeins 1 höggi á eftir. Þriðja sætinu deila Ian Poulter og Brendan Steele á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring The Honda Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2015 | 07:00

LPGA: Amy Yang sigraði á Honda LPGA mótinu

Það var Amy Yang sem sigraði á Honda LPGA mótinu í Thaílandi. Yang lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 66 71 69) Hún átti tvö högg á þær Yani Tseng, Mirim Lee og Stacy Lewis ,sem léku allar á 13 undir pari, hver. Fimmta sætinu deildu síðan spænski kylfingurinn Beatriz Recari og Sei Young Kim frá S-Kóreu á samtals 12 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Honda LPGA Thaíland með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sigurlína Jóna Baldursdóttir og Petrína Konráðsdóttir – 28. febrúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þær Sigurlína Jóna Baldursdóttir og Petrína Konráðsdóttir en þær fæddust báðar 28. febrúar 1964 og eiga því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Petrínu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan, en Sigurlína Jóna er ekki á facebook Petrína Konráðsdóttir (51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (84 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (79 ára); Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (48 ára); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (32 ára) ….. og ….. Sverrir Einar Eiríksson Golf 1 óskar Lesa meira